Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 6
6 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR BYGGÐAMÁL Gísli Már Gíslason, for- maður Bjargtanga – félags landeig- enda og sumarbústaðaeigenda á Hvallátrum, segir félagið vera mjög hlynnt endurbótum á Látrabjargi en segir ómögulegt að loka því. „Þetta væri eins og að loka Gull- fossi,“ segir Gísli. „Þetta snýst um að fræða fólk um hætturnar en ekki banna því að skoða náttúruminjar.“ Eitt varúðarskilti er á svæðinu og setti félagið það upp til aðvörunar fyrir ferðamenn. „Við erum tilbún- ir að skoða alla möguleika til þess að gera svæðið sem öruggast,“ segir Gísli. Þingsályktunartillaga um frið- lýsingu Látrabjargs var lögð fram á Alþingi árið 2003. Þetta er mesta fuglabjarg í N-Atlantshafi og þar er stærsta álkubyggð í heimi. Jafn- framt vex á svæðinu sjaldgæf jurt, bjargstrý, sem hefur aðeins fundist á tveimur stöðum á landinu. Ekki hefur svæðið enn verið friðlýst. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri laga og stjórnsýslu hjá Umhverfis- stofnun, segir að það sé vissulega ástæða til að tryggja öryggi ferða- manna á öllum stöðum á landinu sem þykja áhugaverðir. „Það er verið að vinna í málinu og vonandi gengur það í gegn á næstu misserum,“ segir Sigrún. - sv Formaður landeigenda í Hvallátrum hlynntur endurbótum á Látrabjargi: Ekki hægt að loka bjarginu LUNDI Ein af fuglategundunum sem verpa í Látrabjargi. BRUNI Slökkvilið Skagafjarðar var kallað að hesthúsi á Nöfun- um í hádeginu í gær. Þegar slökkviliðið kom á stað- inn var tölverður eldur í húsinu. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn. Eldsupptök eru ókunn. Að því er fram kemur á fréttavef Feyk- is voru eigendur hússins staddir þar fyrr um morgunin en þeir urðu ekki varir við neitt. Ekki var rafmagn í húsinu en timbrið í því gamalt. Þá var þurrt hey í húsinu. Slökkvilið Skagafjarðar: Eldur kviknaði í gömlu hesthúsi ATVINNUMÁL Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, og Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins hafa undirritað samkomu- lag um vinnustaðaskírteini og framkvæmd eftirlits á vinnustöð- um. Samkomulagið byggir á lögum frá síðasta mánuði og veitir full- trúum samtaka vinnumarkaðarins heimild til að fara í eftirlitsheim- sóknir á vinnustaði atvinnurekenda og ganga úr skugga um að atvinnu- rekandi og starfsmenn starfi í samræmi við reglur. Samkomulagið tekur gildi 15. ágúst næstkomandi. - jab Vinnustaðaskírteini ASÍ og SA: Heimilt að fara í heimsóknir LÖGREGLUMÁL Erill var hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu í fyrri- nótt. Umferðarslys varð á Salavegi í Kópavogi um fjögur leytið. Þar valt bifreið með þeim afleiðingum að annar tveggja farþega í bílnum festist undir bifreiðinni. Lögreglu og sjúkraflutningamönnum tókst þó fljótt og örugglega að ná honum undan bílnum. Þá varð annað umferðarslys á Arnarnesvegi á sjöunda tímanum í gærmorgun. Þar valt bifreið og var einn fluttur á slysadeild. Fimm voru teknir fyrir ölvunar- akstur og tveir undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan í höfuðborginni: Lá fastur undir bíl eftir veltu Horfðir þú á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðum? Já 18% Nei 82% SPURNING DAGSINS Í DAG: Varpaði ákvörðun Evrópusam- bandsins skugga á þjóðhátíðar- gleði þína? Segðu skoðun þína á visir.is EVRÓPUSAMBANDIÐ Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins (ESB), segir að engir sérstakir fyrirvarar hafi verið settir varð- andi Icesave, í tengslum við samþykkt sambandsins á því að hefja aðildarviðræður við land- ið. Umsókn Íslands var formlega samþykkt á leiðtogafundi ESB í Brussel í gær. „Eins og í aðdraganda allra aðildarviðræðna voru viðræður við Íslendinga samþykktar með nokkrum skilyrðum,“ sagði Barr- oso þegar fréttastofan spurði hann út í viðræðurnar. Íslending- ar verða að hlíta sömu almennu skilyrðunum og aðrir. Hann vís- aði hins vegar einnig til úrskurð- ar eftirlitsstofnunar EFTA frá því í maí. En þar kemur fram að Íslendingum beri að greiða Icesa- ve-reikningshöfum lágmarks- tryggingu samkvæmt tilskipun ESB um innstæðutryggingar. Barroso sagði leiðtoga sam- bandsins hafa verið mjög jákvæða í garð umsóknar Íslands á leið- togafundinum í gær. Allir þeir fyrirvarar sem settir hefðu verið rúmuðust innan samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og þeirra skilmála sem áður eru nefndir. Hann vonaðist til að við- ræður gætu hafist sem fyrst en á endanum yrðu Íslendingar að gera það upp við sig í þjóðaratkvæða- greiðslu hvort þeir vildu ganga í ESB. Í sama streng tók Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Hann sagðist fagna aðild Íslands að sambandinu og einhugur ríkti um að ganga til viðræðna við þá innan leiðtoga- ráðs þess. „Íslendingar geta nú nýtt sér alla sérfræðiþjónustu ESB í samningaferlinu og ég tel að viðræðurnar geti gengið hratt fyrir sig,“ sagði forsætisráðherr- ann. Tæpt ár er frá því Alþingi sam- þykkti þingsályktunartillögu frá Össuri Skarphéðinssyni utanrík- isráðherra um að sótt yrði um aðild. Stefán Haukur Jóhannes- son formaður samninganefndar Íslands og sendiherra í Brussel, segir að frá og með gærdegin- um sé Ísland ekki umsóknarríki heldur kandídat. Samninganefnd- in vinni eftir þingsályktuninni og greinargerð hennar. Allt verði gert til að tryggja hagsmuni Íslands í viðræðunum. Stefán Haukur vildi engu spá um það hversu langan tíma við- ræðurnar muni taka. Næsta skref sé að utanríkisráðherra fundi með utanríkisráðherra Belgíu eftir að Belgar taka við forsæti í ESB. Eftir það taki við nokkrir mán- uðir þar sem rýnt verði í löggjöf Íslands og ESB og þær bornar saman til að finna hvar þurfi að semja um breytingar. Eiginlegar samningaviðræður ættu að geta hafist á fyrri hluta næsta árs. Stefán Haukur sagðist reikna með að jöfnum höndum yrði unnið í erfiðum málum og þeim sem væntanlega yrðu auðveldari úrlausnar. Í Brussel er talað um að Íslendingar gætu orðið sam- ferða Króatíu inn í sambandið að því gefnu að þjóðin samþykki aðildarsamning í þjóðaratkvæða- greiðslu eins og Alþingi setur sem skilyrði fyrir aðildinni. Stefán Haukur sagði ESB gjarnan vilja taka fleiri en eitt land inn í einu en vildi ekkert segja um hvort það yrði raunin. hmp@stod2.is Engir sérstakir fyrirvarar Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var formlega samþykkt án ágreinings á leiðtogafundi sambandsins í gær. Aðalsamningamaður Íslands vill engu spá um hve langan tíma viðræðurnar taka. EVRÓPUSAMBANDIÐ José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráð- herra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjöl- miðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB sam- þykkt að öll aðildarríki sambands- ins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efna- hagslífi Evrópu. Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seti tók undir það, að Spánn eigi ekki í vanda. Um það séu allir 27 leiðtogar Evrópusambandsland- anna sammála: „Við teljum engan vanda vera á ferðinni, og það er sameiginleg greining okkar allra.“ Seðlabanki Spánar ákvað á mið- vikudag að allar helstu fjármála- stofnanir landsins skuli ganga í gegnum áreynslupróf. Það próf verði gagnsætt og niðurstöðurn- ar gerðar opinberar. Á leiðtoga- fundi ESB í gær sagði Zapatero að orðrómur hafi verið í alþjóðlegum fjölmiðlum um að Spánn stæði illa fjárhagslega. Þetta væri rangt. Fjölmiðlar og fjármálamarkaður- inn ættu að hlusta frekar á spænsk stjórnvöld í stað þess að eltast við óstaðfestar fréttir. „Leiðtogafundurinn samþykkti einróma á fundi sínum í gær að fara sömu leið og spænski seðla- bankinn ákvað að fara. Allar helstu fjármálastofnanir aðildarríkjanna 27 verða settar í áreynslupróf. Það ferli verður opið og niðurstöðurnar gerðar opinberar,“ sagði spænski forsætisráðherrann. Niðurstöður þessa áreynsluprófs ættu að liggja fyrir seinni partinn í júlí. Zapatero á fund með Domin- ique Straus-Khan, framkvæmda- stjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í dag. Þegar hann var spurður hvort tilgangur fundarins væri að leita aðstoðar sjóðsins sagði hann að um reglubundinn samráðsfund væri að ræða. „Enda hefur Spánn allt frá upphafi kreppunnar ekki þurft að leggja fjármálastofnunum til stórar fjárhæðir eins og mörg önnur ríki hafa þurft að gera, nema í undantekningartilfellum varðandi nokkur mjög smá fjár- málafyrirtæki. Þvert á móti hefur Spánn lagt öðrum þjóðum eins og Grikkjum lið með fjárframlögum,“ sagði Zapatero í Brussel í gær. - hmp Niðurstöður álagsprófs fjármálastofnana Evrópusambandsríkjanna verða birtar: Spánn er ekki í fjárhagsvanda ZAPATERO MÆTIR TIL LEIÐTOGAFUNDARINS Hann segir Spán ekki standa illa fjár- hagslega. MYND/HEIMIR MÁR DAVID CAMERON Á FYRSTA LEIÐTOGAFUNDI SÍNUM Forsætisráðherra Bretlands gæti haft mikil áhrif á samningaviðræður ESB og Íslands. MYND/HEIMIR MÁR Eins og í aðdraganda allra aðildarviðræðna voru viðræður við Íslendinga samþykktar með nokkrum skilyrðum. JOSE MANUEL BARROSSO FORSETI FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ESB KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.