Fréttablaðið - 18.06.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 18.06.2010, Síða 18
18 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR Þér kemur það við Ölvunarakstur er eitt af stærstu heilbrigðisvanda- málum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um réttmæti þeirrar fullyrðingar – enda er það sannað að fjórða hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa má rekja til þess að ökumaður var drukk- inn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki göt- unnar ef tekist hefði að stöðva ökumennina áður en slys hlut- ust af. Láttu vita. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að til- kynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sérstak- lega við ef hinn ölvaði er fjöl- skyldumeðlimur eða vinnu- félagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru ekki aðeins ámælisverð – heldur beinlín- is stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggjast að til- kynna um eftirlýstan ofbeld- ismann eða innbrotsþjóf sem staðinn er að verki? Líkingin er að því leyti til réttmæt að þeir sem beita fólk líkamlegu ofbeldi og þeir sem setjast undir stýri ölvaðir, ógna umhverfi sínu og geta skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið nákom- ið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar, 112 og tilkynna um athæfið. Umferð- arslysin fara nefnilega ekki í manngreinarálit. Mikilvægur þáttur til að sporna við ölvunarakstri er að nóg sé af edrú ökumönnum. Fram hefur komið að ölvunar- akstur sé mikið vandamál úti á landsbyggðinni þar sem það þykir nánast sjálfsagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. Í ýmsum bæjarfélög- um er löggæsla lítil á nóttunni og löggæslusvæðið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lögreglan þarf að sinna útkalli um lang- an veg geta ölvaðir ökumenn, og aðrir afbrotamenn umferð- arinnar, athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lögreglubíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferð- arráðs yfir „mikið slasaða“ og allt of margir komast á skrá yfir „látna í umferðinni“ – eða það sem verra er; eru valdir að dauða eða örkumli farþega sinna. Framboð edrú ökumanna og viðurkenning á að þeirra sé þörf er mikilvæg. Áminning til þeirra sem eru að skemmta sér um að aka ekki undir áhrifum hjálpar. Þótt öflug löggæsla sé mjög mikilvæg leið til þess að sporna við ölvunarakstri telja því miður alltof margir að það sé „í lagi“ að aka undir áhrifum áfengis svo fremi að þeir verði ekki á vegi lögreglunnar. Slík- ur hugsunarháttur er ekki bara siðlaus – heldur beinlínis lífs- hættulegur. Ölvunarakstur Gunnar Þór Einarsson fv. formaður Ung- mennahreyfingar IOGT á Íslandi 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 24.000 kr. Símalán – útborgun: LG VIEWTY Frábær 3G sími með stórum snertiskjá, flottri 5MP myndavél, tónlistarspilara og FM útvarpi. * Ef g re itt e r m eð k re di tk or ti er h æ gt a ð dr ei fa e ft ir st öð vu nu m v ax ta la us t á al lt að 1 2 m án uð i. G re ið sl ug ja ld e r 25 0 kr ./ m án . 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 13.900 kr. Símalán – útborgun: HUAWEI U1251 Ódýrasti 3G síminn með öllu sem þú þarft. Styður m.a. 3G langdrægt kerfi. 3G Báðir símarnir styðja 3GL Báðum símum fylgir 12.000 KR. INNEIGN yfir árið! E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 5 9 5 Fyrir réttu ári síðan var veruleg-ur meirihluti íslensku þjóðar- innar hlynntur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópu- sambandið. Í skoðanakönnun sem Morgunblaðið gerði á tímabilinu 28. maí til 4. júní 2009 og kynnti 13. júní kom fram að 57,9% atkvæð- isbærra Íslendinga voru hlynnt aðildarviðræðum, 26,4% voru því mótfallin og 15,7% voru óákveð- in. Þetta þýðir að rúmir 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu vildu hefja viðræður. Íslensk stjórnvöld tóku mark á þessum óskum og hafa unnið síð- ustu tólf mánuði svo vel að þessu markmiði að á fundi sínum 17. júní ákvað leiðtogaráð Evrópu- sambandsins formlega að hefja aðildarviðræður við Ísland. Þetta eru góðar fréttir og viðeigandi að þessi ákvörðun hafi verið tekin á þjóðarhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, sem jafnframt er sá dagur sem íslenska lýðveldið var stofnað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum árið 1944. Staðreyndin er sú að sjálfstæð- isbaráttunni lýkur aldrei. Litl- ar þjóðir eins og við Íslendingar þurfa stöðugt að leita nýrra leiða til að tryggja stöðu sína og sjálf- stæði í ótryggum og síbreytilegum heimi. Þær eiga í grundvallaratrið- um um tvennt að velja: Að treysta á einn öflugan bakhjarl (stóran bróð- ur) eða vera þátttakendur í fjölþjóð- legu samstarfi jafningja (tilheyra öflugri fjölskyldu). Við lýðveldisstofnun og raunar meirihluta lýðveldistímans var erlendur her í landinu og einn grundvallarþátturinn í íslenskri utanríkisstefnu snerist um að halda góðu sambandi við banda- rísk stjórnvöld. Ætla má að ein- hliða ákvörðun tveggja ráðherra um að Ísland skyldi vera formlegur þátttakandi í innrásinni í Írak hafi verið tekin með þessa hagsmuni í huga en hún bar ekki þann árangur sem að var stefnt. Við getum ekki lengur treyst á Bandaríkin sem okkar stóra bróður. Vingjarnleg þjóðhátíðarkveðja Hillary Clinton breytir engu um þá staðreynd. Nýlegur gjaldeyrisskiptasamn- ingur við Kínverja og viljayfirlýs- ing um þátttöku þeirra í uppbygg- ingu íslensks orkuiðnaðar benda til þess að fleiri stórir bræður séu í veröldinni en um leið er ljóst að við Íslendingar þurfum að kanna til hlítar alla möguleika sem okkur bjóðast til að tryggja að hér geti áfram lifað sjálfstæð þjóð í siðuðu samfélagi, sem njóti efnahagslegr- ar og andlegrar velsældar og hafi hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag í fyrirrúmi. Aðildarvið- ræðurnar við Evrópusambandið skipta afar miklu máli í því sam- hengi. Hrun íslenska bankakerfisins haustið 2008 sýndi fram á veikleika íslensks samfélags, bankakerfisins, stjórnkerfisins og þess fyrirhyggju- og agaleysis sem við viljum stund- um telja okkur til tekna. En um leið sýndi það fram á galla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og þeirrar fjarstæðu sem er í því falin að ætla að halda úti sjálfstæðum örsmáum gjaldmiðli á opnum fjár- málamarkaði. Í samningum fólst auk þess veigameira framsal á full- veldi þjóðarinnar en í fullri aðild. Sem aðildarþjóð værum við virkir þátttakendur í öllum þeim ákvörð- unum sem teknar eru á vettvangi sambandsins; eins og er erum við algjörlega áhrifalaus. Ég er í hópi þeirra sem bind vonir við að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið skili góðri niðurstöðu fyrir okkur Íslend- inga. Viðræðurnar marka nýtt spor í sjálfstæðisbaráttunni. Ef niðurstaða þeirra er góð getur hún tryggt stöðu og áhrif Íslands í sam- félagi þjóðanna og eflt okkur til framtíðar. Mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttunni Evrópumál Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur Við getum ekki lengur treyst á Bandaríkin sem okkar stóra bróð- ur. Vingjarnleg þjóðhátíðarkveðja Hillary Clinton breytir engu um þá staðreynd.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.