Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 18. júní 2010 Fjölmörg fyrirtæki eiga í rekstr-arerfiðleikum. Í þeirri stöðu getur verið freistandi að nýta alla fjármuni sem fara í gegnum reikn- inga fyrirtækis til að halda hjólum gangandi. Geta þá safnast upp skuld- ir vegna vanskila á vörslusköttum, en það eru þeir skattar sem lagðir eru á vöru og þjónustu og söluaðila ber að innheimta og skila til ríkis- sjóðs. Refsivert er að gera ekki skil á vörslusköttum til ríkissjóðs. Þetta eru þeir skattar sem gjarnan hafa verið kallaðir „rimlagjöld“. Helst ber þar að nefna virðisaukaskatt, staðgreiðslu og tryggingargjald. Ef vanskil vörsluskatta nema hærri fjárhæð en sem nemur 3-4 milljónum getur það talist „meiri háttar brot“ í skilningi 262. gr. almennra hegningarlaga og getur þar með varðað fangelsi allt að 6 árum. Í mörgum tilvikum hafa eig- endur fyrirtækja sætt ákæru og verið dæmdir til fangelsisrefsing- ar, sem þó er yfirleitt skilorðsbund- inn ef umræddar fjárhæðir eru ekki þeim mun hærri og brotin alvar- legri, auk greiðslu þungra sekta. Í lögum um virðisaukaskatt er að finna ákvæði um fésektarlág- mörk sem eru afar íþyngjandi. Í 40. gr. laga um virðisaukaskatt, sem er sambærilegt við 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, kemur fram að skattskyldur aðili skuli greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin eða vanrækt var greiðsla á og aldrei lægri fésekt en nemur tvö- faldri þessari skattfjárhæð. Í 2. mgr. 40. gr. er þó að finna undanþágu, hafi brot einskorðast við að standa ekki skil á réttilega tilgreindum virðisaukaskatti samkvæmt virð- isaukaskattsskýrslu. Í dómafram- kvæmd hefur almennt verið litið svo á að ef greitt hefur verið meira en sem nemur einum þriðja útistand- andi skattfjárhæðar þá teljist það verulegur hluti skattfjárhæðar og þar með litið svo á að framangreint fésektarlágmark eigi ekki við. Nýleg lög um greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og ein- staklinga í atvinnurekstri, er nýtt úrræði. Samkvæmt lögunum geta aðilar sem eru í vanskilum með til- tekna vörsluskatta sem hafa gjald- fallið fyrir 1. janúar 2010, sótt um frest til greiðsluuppgjörs á þeim vanskilum til 1. júlí 2011. Ýmis skilyrði eru sett fyrir því að heim- ilt sé að nýta sér frest til greiðslu- uppgjörs. Uppfylli umsækjandi öll skilyrði er tollstjóra heimilt að samþykkja útgáfu skuldabréfs til greiðslu þeirra skatta og gjalda sem voru í fresti til greiðsluuppgjörs. Skuldabréfið skal vera til fimm ára, verðtryggt án vaxta, með jöfnum mánaðarlegum afborgunum. Því ættu forsvarsmenn fyrir- tækja og aðilar í eigin rekstri sem skulda vörsluskatta að leita allra leiða til að greiða umræddar fjár- hæðir, semja við innheimtumenn ríkissjóðs eða leita eftir gjaldfresti. Hægt er að leita liðsinnis lögmanna við að semja við innheimtumenn opinberra gjalda, eða til að meta hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði laga um greiðsluuppgjör Ef þess er ekki að vænta að greiðsluörðugleik- ar muni líða hjá innan skamms tíma er ráðlegast að grípa til viðeigandi úrræða, t.d. að gefa fyrirtækið upp til gjaldþrotaskipta, eða leita aðstoð- ar áður en vandinn verður óyfirstíg- anlegur eða þeir kunna að baka sér frekari refsiábyrgð. Vanskil á vörslusköttum Skattmál Grétar Hannesson lögmaður Það er800 7000 • siminn.is Facebook, YouTube, Google, tölvupóstur og fréttamiðlarnir fylgja þér á ferðalaginu í gegnum stærsta 3G dreifikerfi landsins. Farðu á netið í glænýjum 3G síma Topp tónlistarstöðin þín | www.fm957.is TOPP MORGNAR SVALI OG FÉLAGAR 6:45–9 ALLA MORGNA FRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.