Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 42
26 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Elísabet var orðin leið á hinum hörðu og köldu tísku- straumum. Hún ákvað því að lífga upp á þetta, hann- aði eigin tískulínu sem hún selur í eigin netverslun á slóðinni: Babette.is. „Ég var komin með ógeð á öllum svörtu skónum mínum og langaði að flikka upp á skóskápinn minn. Það má eiginlega kalla þetta skart- gripi fyrir skó,“ segir Elísabet Björgvinsdóttir sem nýverið opn- aði búð á Netinu þar sem hún sýnir sitt eigið merki, Babette. Hún hannar jakka, slár, sokka og fleira samhliða skóskartinu. Babette er bein þýðing af nafninu Elísabet á frönsku, en innblástur hönnunarinnar kemur frá París- artískunni sem Elísabet er mjög heilluð af. Fallegir litir og munst- ur einkenna hönnunina og Elísabet notar kanínuskinn, leður, kögur og blúndur í skóskartið. Innblást- urinn er komin frá skóhlífunum sem herramenn notuðu í upphafi 19. aldar til að verja skóna sína. Skóskartið er hins vegar meira til skrauts en varnar. „Ég var orðin leið á því hvað íslensk hönnun er oft grá og dimm. Allt of mikið um svartar flíkur og harða, kalda tískustrauma. Mig langaði að lífga aðeins upp þetta og koma með smá rómantík inn á markaðinn. Okkur á Íslandi veit- ir ekki af.“ Mikil gróska er í íslenskri hönn- un um þessar mundir og fingrafim- ir einstaklingar farnir að hleypa hönnun sinni út fyrir veggi heim- ilisins. Elísabet hræðist hvorki samkeppni né samdrátt. „Ég er bjartsýnismanneskja að eðlisfari og hugsaði bara af hverju ég ætti ekki að geta gert þetta eins og aðrir. Það er mjög gaman að sjá hvað það er mikið um hæfileika- ríkt fólk á Íslandi,“ segir hún. Verslunin KronKron er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Elísabet er heimavinnandi með tvo litla stráka og finnst yndis- legt að geta sinnt áhugamáli sínu að vild en stefnir jafnframt langt. Hún ætlar að taka þátt í hinum geysivinsæla Pop Up-markaði síðar í sumar þar sem nálgast má hönnun hennar. alfrun@frettabladid.is Selur rómantískt skóskart í eigin verslun á Netinu RÓMANTÍK Hér má sjá hluta af því sem Elísabet selur í verslun sem hún opnaði nýlega á netinu. fyrir 24002 Úrval vinsælla bóka á 2 fyrir 2400 tilboði Gleðilegt sumarfrí! Falleg og skemmtileg saga handa litlum börnum sem hafa gaman af músum og ævintýrum þeirra. Þessi saga byrjar við friðsæla götu í lítilli borg og endar með rosalegum hvelli. Sló öll sölumet í heimalandi sínu. Mig langaði að lífga aðeins upp þetta og koma með smá rómantík inn á markaðinn. ELÍSABET BJÖRGVINSDÓTTIR >KORTINU HAFNAÐ Skötuhjúin Ashton Kutcher og Demi Moore brugðu sér í bíó á dögunum. Þegar þau ætluðu að greiða fyrir poppið og nammið var kortinu þeirra hafnað. Það er gott að vera fræg- ur og vaktstjóri bíós- ins rauk til og gaf þeim góssið. Ofurskutlan Cameron Diaz leysir frá skjóðunni í nýjasta tölublaði tímaritsins Playboy. „Guð minn almáttugur. Ég get ekki einu sinni talið hversu oft ég hef hoppað upp í flugvél fyrir ástina,“ segir hún. „Það er ekki óvenjulegt í þessum bransa. Lífsstíll minn krefst þess. Ég er alltaf að ferðast fyrir kynlíf. Maður verður að fara þangað sem það er.“ Cameron hætti ekki þarna og bætti við að dýrseðlið væri ríkt í henni. „Ég er algjör fornkona. Lemdu mig í haus- inn, hentu mér yfir axlir þínar – þú maður, ég kona,“ sagði þessi sérstaka leikkona. „Það eru ekki allir með þetta eðli í sér, en ég elska snertingu. Ég verð að vera sífellt snertandi elskhuga minn. Hann hefur ekkert val.“ Flýgur hvert sem er fyrir kynlíf DÝRSEÐLI Cameron Diaz segist sífellt þurfa að snerta elskhuga sína. Hún er á lausu í dag. Táningsstjarnan Miley Cyrus hefur hneykslað marga með klæðaburði sínum á sviði undanfarið, en hann þykir afar ögrandi. Þá hefur farið fyrir brjóstið á mörgum þegar hún rekur kvenkyns dansara rembingskoss á munninn á sviði. „Ég er ekki að reyna að vera glyðruleg,“ segir Cyrus í nýju við- tali. „Ég fer ekki á skemmtistaði til að ná mér í fullt af gaurum.“ Miley kemst reyndar ekki enn þá inn á skemmtistaði þar sem hún er aðeins 17 ára gömul. Hún segist vilja að klæðaburðurinn á sviði rími við nýju plötuna hennar sem kemur út í júní. Platan heitir Can‘t Be Tamed eða Ótemja. „Mér líður vel í líkamanum og ég eyði mikilli orku í að vera í góðu formi svo ég geti klætt mig þannig að mér líði vel. Mér líður betur þegar ég er fáklædd, þannig hef ég alltaf verið. Nú hef ég meira frelsi en áður enda klæddi ég mig ekki svona fyrir fimm árum.“ Cyrus segist aðeins vera að reyna að selja plötur, en þvertekur fyrir að klæðaburðurinn einn eigi að sjá um það. „Ég vil að fólk kaupi plötuna mína vegna tónlistarinnar,“ segir hún. Ég er engin glyðra ÖGRANDI Miley Cyrus sendir frá sér plötu á árinu, en hún hefur kynnt hana með því að koma fram á afar ögrandi hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.