Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI21. júní 2010 — 143. tölublað — 10. árgangur MÁNUDAGUR skoðun 14 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 - Gefðu íslenska hönnun Lín Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Sængurfatnaðurinn frá Lín Design er ofinn úr bómullardamask. Yfir 30 tegundir af íslenskum sængurfatnaði til brúðargjafa. Íslensk hönnun á góðu verði. Dúnmjúkar brúðargjafir GÓÐUR BURSTI til að þrífa grillið er algjört þarfaþing. Það fer best með grillið að þrífa það eftir hverja notkun auk þess sem það er miklu skemmtilegra að grilla ef maður kemur alltaf að grillinu hreinu. „Uppáhaldshluturinn minn er fíla-dagatal,“ segir Steinunn Björk Pieper, verkefnastjóri hjá Mann-réttindaskrifstofu Íslands, innt eftir sínum uppáhaldshlut á heimilinu. Heimili var yfirskrift alþjóðadags flóttamanna sem Mannréttinda-skrifstofa Íslands, Rauði krossinn og Alþjóðahús í samstarfi við Reykja-víkurborg efndu til á Ingólfstorgi í gær. Da var með trúboða. Ég var trúboði í Skotlandi. Mig langaði reyndar helst til Afríku. Þessi vinkona mín sem ég kynntist í Skotlandi fór til Botsvana og sendi mér þetta fíladagatal þess vegna.“ Steinunn Björk segir fíladagatalið handgert og lýsir því þannig: „Þetta eru sem sagt tólf fílar. Þeir eiga aðvera litlir og f við að með dagatalinu séu mánuð-irnir taldir en ekki dagarnir. „Í rauninni þarf ég að vita úr hvaða átt ég er að telja. Þetta er ekkert mjög augljóst,“ upplýsir Steinunn Björk sem heldur mikið upp á fíla. „Ég veit nú ekki af hverju. Ég heldþað hafi eitthvað m ð þþ Telur mánuði með fílum Uppáhaldshlutur Steinunnar Bjarkar Pieper er handgert fíladagatal frá Botsvana. Kötturinn hennar Steinunnar Bjarkar ýtir dagatalinu reyndar oft niður af hillunni í stofunni þar sem það stendur. Steinunn Björk heldur mikið upp á fíla vegna þeirra sérstaka hópeðlis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auglýsingasími FASTEIGNIR.IS21. JÚNÍ 2010 25. TBL. Heimili fasteignasala er með á skrá einbýlishús við Reyrengi 29 í Grafarvogi.Húsið er byggt árið 1993 og skráð 249,9 fermetrar ásamt 34,5 fermetra bílskúr, eða samtals 284,4 fer- metrar. Eignin skiptist í í fjögur svefnherbergi á efri hæðinni, baðherbergi, sjónvarpshol, stóra stofu, borð- stofu, eldhús, gestasnyrtingu og þvottahús. Undir húsinu er 47,4 fermetra stórt rými sem skipt- ist í herbergi, hol og stóra geymslu (ásamt 33 fermetra óskráðu rými sem er ekki tilgreint í Fasteig ríkisins). Á gólfum er parket á stofu, eldhúsi og þremur her- bergjanna. Dúkur er á tveimur svefnherbergjum og flísar á baðherbergjum.Frá stofu er útgengt á 90 fermetra timburpall með heitum potti og þaðan út í garð.Bílskúrinn er með öllu, lakkað gólf. Bílaplan er munstursteypt. Lóðin er 903 ferm trar og í mikilli rækt. Þess skal getið að húsið er í fjöl og er allt að Vel skipulagt einbýli í fjölskylduvænu verfi Húsinu fylgir bílskúr, munstursteypt bílaplan og stór lóð í mikilli rækt. MYND/ÚRI EINKASAFNI Verslunarhúsnæði laust til útleigu við Laugaveg 83. Stærð 140 m2Upplýsingar í síma 693 0203 Melgerði 8, Kóp OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 19–20 Snyrtilegt og gott einnar-hæðar einbýlishús á góðum stað í vesturbæ Kópavogs. Húsið er 139,9 fermetrar og þar af bílskúr 31,5 fm. Húsið er í ágætu standi að utan. Sölumaður : Sigurður sími 898-3708. OPI Ð H ÚS heimili@heimili.is Sími 530 6500 Óskum eftir eignumá söluskrá– Hagstæð kjör og góð þjónustahíbýli og viðhaldMÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Híbýli og viðhald Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 IFÖ NEXTsturtuklefi 79.900.- Tilboðsverð TILBOÐ VIKUNNAR  Sumarið er yndislegt! www.isafold.is - Sími 595 0300 FÓLK „Fólk frá Evrópu unga fólksins kom og kynnti fyrir okkur styrkinn i Fjölbraut í Breiðholti og við lögðum mikla vinnu í umsóknina,“ segir Kristín Þorláksdóttir sem er hluti af sjö manna hópi veggja- listamanna sem fengu um milljón króna styrk frá Evr- ópu unga fólks- ins. Markmiðið er að draga úr fordómum almennings í garð veggjalistar og kynna hana fyrir landsbyggðinni. Þess má geta að Kristín er dótt- ir Tolla og á því ekki langt að sækja myndlistarhæfileikana. Hópurinn byrjar hringför sína um landið í júlí og vonast eftir jákvæðum undirtektum. - áp / sjá síðu 30 Milljónastyrkur frá ESB: Ferðast um og kynna veggjalist Vegleg afmælisdagskrá 105 ár eru liðin frá fæðingu stórsöngkonunnar Maríu Markan. tímamót 18 HÆGUR VINDUR einkennir veðrið á landinu í dag. Það verður að mestu leyti skýjað og lítils háttar væta vestan til en á Suðaustur- landi verður bjart með köflum. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig. VEÐUR 4 12 12 13 13 16 veðrið í dag HEILBRIGÐISMÁL „Ástandið er erfitt og óviss- an veldur þessu unga fólki áhyggjum,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 150 til 200 íslenskir læknar eru nú í útlöndum að læra einhverja sérgrein. Venju- lega hafa 30 til 40 þeirra komið heim á hverju ári, en síðastliðin tvö ár hefur það brugðist. „Í vetur komu fimm og ég hef heyrt af fjórum sem eru að koma heim í sumar,“ segir Birna Jónsdóttir, formaður Lækna- félags Íslands. „Nú hefur í fyrsta sinn fækk- að félögum í Læknafélagi Íslands milli ára. Í þúsund manna félagi finnur maður verulega fyrir því þegar þennan hóp vantar, þótt það séu ekki nema 20-30 manns á ári.“ Þau Björn og Birna segja ástandið koma misjafnlega niður á sérsviðum lækna og deildum sjúkrahúsanna. „Sem stendur eru krabbameinslækningarn- ar viðkvæmastar,“ segir Björn forstjóri, sem hefur sjálfur þurft að standa vaktir til að létta álaginu á deildum sjúkrahússins. Hann hefur tekið vaktir á slysadeild og um síðustu helgi var hann á bakvakt á bæklunarskurð- deild, sem er hans sérsvið í faginu. „Við höfum töluverðar áhyggjur af því hvernig þetta muni þróast. Þetta ástand gæti skapast á fleiri stöðum líka. Til dæmis gætum við átt eftir að missa hjúkrunarfræð- inga. Maður hefur heyrt af því að einhverj- ir þeirra séu að hugsa sér til hreyfings. Við erum þó ekki jafn viðkvæm fyrir því vegna þess að sérhæfingin er ekki jafn mikil.“ „Nú er líka búið að leggja niður eftirmið- dagsvakt milli klukkan 4 og 6 á heilsugæslu- stöðvum í Reykjavík,“ segir Birna. „Það var ekki ráðið í afleysingar út af peningaleysi. Þetta er kannski ekki komið á hættulegt stig ennþá, en þjónustan er óneitanlega orðin verri en við vildum sjá hana.“ Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir þetta ástand ekki koma á óvart í kjölfar kreppunnar. Læknaskortur hafi verið við- varandi hér árum saman, en ekki sé ástæða til að mikla fyrir sér vandann núna. „Fólk er að bíða af sér kreppuna, en ég vona að þessi hópur komi svo galvaskur heim þegar fer að rofa til,“ segir Álfheiður og sér engin merki þess að neyð skapist. - gb / sjá síðu 6 Læknaskortur yfirvofandi Fáir íslenskir læknar snúa heim úr námi frá öðrum löndum. Þeir hafa það gott úti og vilja ekki heim í kreppu. Formaður Læknafélagsins og forstjóri Landspítala hafa áhyggjur, en heilbrigðisráðherra er rólegri. FERÐAÞJÓNUSTA Tveir erlendir ferðamenn hafa látist með stuttu millibili á vinsælum ferðamanna- stöðum þar sem merkingum hefur þótt ábótavant. Fyrr í þessum mán- uði hrapaði þýskur ferðamaður til bana í Látrabjargi. Á laugardag drukknaði franskur maður í gjánni Silfru á Þingvöllum, eftir að hafa reynt að bjarga unnustu sinni sem sat föst á milli tveggja steina ofan í gjánni. Öryggismálum í sportköfun er mjög ábótavant hér á landi, að mati Jónínu Ólafsdóttur landfræðings, sem skrifaði lokaritgerð sína um málið. Hvorki sé upplýsingaskilti né varasúrefni að finna við Silfru, þrátt fyrir alla umferðina um svæðið. Þá sé eftirliti með fyrir- tækjum sem bjóða upp á sportköf- un hér á landi ábótavant og reglu- gerðir úreldar. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamála- stjóri segir að vinna sé í full- um gangi við að þróa gæða- og umhverfisvott- unarkerfi fyrir íslenska ferða- þjónustu. Þar verði öryggis- mál ferðamanna sérstaklega tekin til skoð- unar. Eitt af því sem taka þurfi til skoðunar sé með hvaða hætti sé best að tryggja öryggi fólks á ferð um landið. Nauðsynlegt sé að upp- lýsa ferðamenn um þær hættur sem leynst geta við vinsælar nátt- úruperlur, hvort sem það verði gert með aukinni fræðslu eða fleiri upp- lýsingaskiltum. Ólöf telur ólíklegt að skilti við gjána Silfru hefði gert gæfumun- inn nú um helgina. „Þarna virð- ist vera um mannlegan harmleik að ræða. Það verður aldrei komið algjörlega í veg fyrir slys á fólki, þar sem mannlegt atferli blandast inn í. Skilti eitt og sér bjargar ekki öllu. Þótt vissulega megi bæta upp- lýsingagjöfina efast ég um að skilti við Silfru hefði komið í veg fyrir þetta slys, þó ég geti ekkert full- yrt um það fyrr en tildrög þess eru fyllilega ljós.“ - hhs / sjá síðu 6 Öryggismál á ferðamannastöðum í brennidepli eftir tvö banaslys á stuttum tíma: Skilti bjarga ekki málunum SKRIÐINN ÚR EGGINU Kríuvarp er hafið í Fljótshlíðinni. Að sögn Freydísar Vigfúsdóttur líffræð- ings sem vinnur að doktorsverkefni um vistfræði kríu hefur á síðastliðnum árum mátt finna mun á varpi milli landshluta. „Varp hefur gengið illa á Suður- og Vesturlandi en virðist ganga betur á Norður- og Austurlandi.” Baldur hetja KR Baldur Sigurðsson tryggði KR sigur á lokamínútunni. sport 24 & 25 ÓLÖF ÝRR ATLADÓTTIR Teppi úr öllum áttum Sarah Appelbaum er í hópi listamanna sem teygja lopann í Norræna húsinu. fólk 30 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N KRISTÍN ÞORLÁKS- DÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.