Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 Ekkert samsull NÁUNGA nokkrum, sem hafði fengið sér fullmikið neðan í því, hugkvæmdist að fara í bíó til að hvíla sig stundarkorn í myrkrinu. „Viljið þér almenn sæti niðri, betri sæt.i niðri, betri sæti uppi eða stúkusæti?“ spurði stúlkan í aðgöngumiðasölunni. Manngarminum reyndist, eins og á stóð, ofvaxið að átta sig á öllu þessu, svo hann svaraði: „Settu mig bara þar, sem þú vilt, en fyrir alla muni ekkert samsuil.“ Hafði fengið að súpa á sjó SJÓLIÐSFORINGÍ kom til hálslæknis og kvartaði um særindi í koki. „Gúrglið þér bara á saltvatni," sagði læknirinn. „Nei, fjandinn eigi það. Því er ég nú búinn að fá nóg af um ævina, því ég hef fjórum sinnum verið skotinn í kaf,“ anz- aði foringinn. Svona var ég áður MAÐUR nokkur kom inn í rakarastofu í París og bað um eitthvað, sem gott væri við hárlosi. „Þetta er alveg stórkostlegt,“ sagði hár- skerinn og rétti honum flösku með brún- um vökva. „Jæja, er það gott?“ spurði gesturinn. „Hvort það er! Sjáið þér bara, hvernig ég leit út, áður en ég fór að nota það,“ sagði hárskerinn og tók ofan hárkolluna. I járnbrautarvagni HJÓN sátu í járnbrautarvagni. Allt í emu sagði maðurinn upp úr blaðalestr- inum: „Fer vel um þig, væna mín?“ „Já, ágætlega." „Ekki of mikill hristingur?“ „Nei, alls ekki. „Og enginn dragsúgur?" „Nei-nei.“ „Gott, þá skulum við hafa sætaskjpti.“ Afbrýðisemi í öðru veldi MAÐUR sagði við vin sinn: „Ég á ekki orðið sjö dagana sæla. Kon- an mín er svo afbrýðisöm upp á síðkastið, að hún er jafnvel farin að leggja hatur á yngsta drenginn okkar.“ „Og hvað kemur til?“ „Hún segir bara, að ég sé ekki faðir hans!“ Alveg einráð ROSKIN kona kom inn í herrabúð að velja hálsbindi handa manninum sínum. Eftir að hafa gramsað í þeim bindum, sem þar fengust, valdi frúin eitt, sem var ljós- grænt á litinn. „Án þess að ég ætli nú að fara að skipta mér af þessu, frú mín,“ sagði búðarmað- urinn, „þá efast ég um, að manninum yð- ar líki þessi litur. Er hann ekki full skær?“ „Karlinn minn er nú ekki vanur að gera athugasemdir við það, sem ég kaupi handa honum og allra sízt gerir hann það núna, því hann hrökk upp af í gær- kvöldi og kemur til með að nota bindið undir grænni torfu,“ anzaði frúin. Rakstur eða klipping MAÐUR nokkur kom inn í eitt af beztu veitingahúsum Parísar og pantaði hádeg- isverð. Ekki var hann fyrr setztur en hann þreif servíettuna og batt henni um háls- inn. Yfirþjónninn hleypti brúnum, skundaði til gestsins og spurði með hraðfrystu brosi: „Afsakið, herra, en eruð þér að búa yð- ur undir að fá hér rakstur eða klippingu ?“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.