Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 an gest. En ég þráði að hitta hann aftur.“ Nokkrum dögum seinna, stuttu fyrir bænastund í klaustrinu, læddist hin unga systir út og hélt til fyrsta leynilega stefnu- mótsins við Renoma. Og nokkrum vikum seinna notaði Anna-María tækifærið, er henni var leyft að fylgja ættingja sínum til grafar, og strauk úr klaustrinu. Þar varpaði hún af sér nunnubúningnum fyrir fullt og allt og gerðist Katia sýningardama hjá Saint-Laurent. „1 dag er hún stuttklæddasta tízkukynn- ingardama Parísar," segir Renoma, vinur hennar; og við notum tækifærið og birt- um hér mynd af henni ekki einungis í stuttum tízkukjól, heldur einnig í nunnu- klæðunum, sem hún gerðist svo djörf að hafna. ir Hollráð í ársbyrjun VIÐ sérhver áramót eru ýmsir stað- í'áðnir í að byrja að einhverju leyti nýtt líf. Þá veltur á miklu að reyna að skapa sér hollar lífsvenjur og fylgja þeim dyggi- lega. Okkur langar til að gefa lesendum þáttanna 15 hollráð, en rúmsins vegna verðum við að skipta þeim í tvennt. Hér koma 8 þeirra; hin koma í næsta blaði. 1. Farðu kortéri fyrr á fætur á hverjum niorgni en þú ert vön, því að þá. hefurðu betri tíma til að snyrta þig. 2. Stattu við galopinn glugga og andaðu hreinu morgunloftinu 10 sinnum djúpt að þér til að fá súrefni í blóðið. Gerðu um leið nokkrar auðveldar æfingar, sem reyna hæfilega á vöðva líkamans. 3. Sápuþvoðu allan líkamann að morgni dags og taktu síðan kalt, hressandi steypi- bað til að herða húðina og örva blóðrás- ina. Þurrkaðu þér síðan með grófu hand- klæði. 4. Berðu a. m. k. vikulega undir hend- urnar efni, sem eyðir allri svitalykt. Hún er ákaflega hvimleið. 5. Hreinsaðu andlitshörundið vandlega á hverju kvöldi með hreinsunarkremi og vökva (lotion) á eftir, og berðu síðan næturkrem á húðina. 6. Taktu vikulega ,andlitsgrímu“, sem gerir húðina bæði mjúka og skæra. 7. Burstaðu hárið vandlega á hverju kvöldi, og rúllaðu stríða lokka upp og festu þá með hárklemmum. Hafðu net um hárið að næturlagi; þá er miklu auð- veldara að bursta það að morgni. Burst- aðu hárið þá rækilega til að lífga það, og sprautaðu það með hárlokki til að gefa því fagran gljáa. Nuddaðu hársvörðinn til að örva blóðrásina til hans. Láttu klippa þig einu sinni á mánuði. 8. Þvoðu bursta og greiður alltaf, áður en þú þværð hárið, og gleymdu ekki að þvo púðurkvasta og púðurbursta vikulega. Framh. í næsta hlaði. ir Ævaforn gæðafæða ÞAÐ er sannarlega kominn tími til, að Islendingar taki að stórauka ostaneyzlu sína að dæmi annarra menningarþjóða, því að nú er orðin völ á 20—25 ágætum íslenzkum ostategundum. Okkur hefur lengi langað til að birta hér greinar um notagildi osta, og nú virðist tímabært að hefjast handa í þeim efnum. Islenzkir ost- ar eru í dag búnir til í 6 mjólkurbúum, en sölu og dreifingu fyrir þau annast hið ágæta fyrirtæki Osta og smjörsalan í Reykjavík. Hefur forstjóri hennar góðfús- lega látið þáttunum í té upplýsingar um ísl. ostaframleiðslu og jafnframt tjáð okk- ur þau gleðitíðindi, að ísl. ostar séu nú seldir til Svíþjóðar, Þýzkalands og Banda- ríkjanna og hafi líkað þar mjög vel. Bend- ir það til þess, að við séum orðnir sam- keppnifærir við stórþjóðir, hvað ostagerð snertir, og eru það gleðitíðindi á þeim miklu samkeppnitímum, sem nú fara vafa- laust í hönd hér á landi.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.