Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 £aftttnjltifílk í iundúmtn Ástarsaga eftir J. Mackensie HANN skauzt inn í tiiveru okkar kvöld eitt, þegar hann drap á dyr hjá okkur til að sPyrja, hvort við gætum léð honum vartappa. Hann sagðist hafa flutzt inn í íbúðina gegnt okkur þá um daginn. Han kvaðst vona, að hann hefði ekki gert okkur ónæði, ... hann hefði langa lengi verið að flytja húsgögnin til í íbúðinni til að reyna að gera hana dá- lítið vistlega. Og nú, þegar hann vissi ekki orðið sitt rjúkandi ráð og mestur hluti hús- gagnanna stæði í kös á miðju gólfinu, hefði ljósið slokknað! „Auk „uppskipunarplássins“ á miðju gólf- mu er bókahilia, sem nær út fyrir gluggann °g lítill legubekkur, sem virðist vera á leið- inni upp reykháfinn. Þetta er allt ákaflega skringilegt,“ sagði hann. Þetta var í fyrsta skiptið, sem við heyrðum þessa lágværu, áköfu amerísku rödd hans; heyrðum hann hlæja að lífinu almennt og einkum og sér í lagi að sjálfum sér — og í fyrsta sinn, sem við sáum hann. Hann var herðabreiður og. fremur hár vexti. Sólbrennt hörundið var þanið á kinnbeinunum, og það leit út fyrir, að hann sæi verr en skyldi, því að hann var með gleraugu, en í dráttunum við munninn bjó gamansemi, og munnvikin vissu upp á við. „Við getum ef til vill hjálpað yður,“ sagði Rut hlæjandi. „Við færum húsgögnin hérna mvinlega til sjötta hvern dag.“ „Gerið svo vel og gangið i bæinn,“ sagði ég við hann. „Einhvers staðar eiga að vera til vartappar, en fyrst verð ég að leita að þeirn. Sjálfum fannst honum, þegar hann kom mn i íbúðina okkar, að hann væri að stíga mn í viðhafnarmikla kvennaveröld, sem hon- um hefði gleymzt, að væri til, sagði hann okkur seinna. Hann var blaðamaður og vann hjá einni af þessum alþjóðlegu fréttastofum, °g síðasta misserið hafði hann verið á si- felldum ferðalögum. Nú var svo komið, að skilningarvit hans voru orðin það sljó, að glæsibragur gistihússins, káetanna og flug- vélanna voru hætt að orka á hann. Og nú sté hann inn úr dyrunum hjá okkur og minntist þess þá um leið, hversu stofa gæti verið með miklum heimilisbrag. „Það var eitthvað alveg sérstakt, sem ein- kenndi þessa stofu,“ sagði hann seinna. „Ég varð þess var, að hér var ég kominn inn á heimili, enda þótt það væri ekki heimilið mitt. Ég hvildist undir eins andlega. Ég varð fjarska þakklátur, þegar ég sökk niður í einn af rósóttu hægindastólunum ykkar og heyrði ykkur bjóða mér sígarettu og kaffisopa.“ Þegar til kom, hituðum við nú samt ekki kaffi, en drógum upp flösku með rósavíni til að bjóða þennan granna okkar velkom- inn. Við kynntum okkur ' öll Rut Denning, Virginia Miles og Jack Feeley. Og þarna sátum við þrjú, hvert með sitt glas, og við Rut vissum engin deili á Jack Feeley, og hann vissi alls ekkert um okkur, en okkur geðjaðist vel að honum, og við brunnum í skinninu að öðlast einhverja vitn- eskju um hann; það mótaði í ríkum mæli við- horf okkar þetta kvöld. Eins og sakir stæðu lcvaðst Jack Feeley vera hættur að þeytast um allar jarðir. Hann sagðist nú mundu verða búsettur í Lundún- um nokkra mánuði, ef til vill um ófyrirsjá- anlegn tíma. Hann hafði enga hugmynd um, hvenær hann ætti að halda heim aftur til New York. „En nú er ég sem sagt hér,“ sagði hann, „í Bloomsbury í Lundúnum — í Englandi .. . og á enn að bera mig að kynnast nýjurn dvalarstað.“ Við gengum út að glugganum og sýndum honum útsýnið. Lundúnaháskóli gnæfði við himin, stór og hvítur. Það væri ekki sérlega fallegt í Bloomsbury, sögðum við, en maður vendist staðnum vel. Þar væru dökkleit torg með grænum trjám og götum, þar sem húsin væru með hlýjum, rauðum lit, sem einungis væri á gömlum múrsteinum. Á haustin legð- ist myrk þoka yfir torgin. „Verið þið nú ekki að reyna að gera mig þunglyndan,“ sagði hann. „Ætlið þið virki-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.