Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN lega að vera svo góðar að koma með mér og hjálpa mér að koma húsgögnunum mínum fyrir?“ Það var orðið býsna framorðið, þegar við Rut komum aftur inn í íbúðina okkar þetta kvöld. Við vorum þreyttar, en við höfðum skemmt okkur prýðilega og vorum enn í bezta skapi. „Það er naumast, að þetta hverfi heíur öðl- azt nýtt aðdráttarafl,“ sagði Rut, lokaði dyr- unum og hallaði sér upp að hurðinni. „Ó, hvað hann er sætur!‘ „Hann er nú ekki sérlega laglegur,“ svar- aði ég. „En hann er svo sætur!“ endurtók Rut. „Já, skrambi hreint,“ sagði ég, og svo fór- um við báðar að skellihlæja. A eftir kom Rut inn í dyrnar í herberg- inu mínu að bjóða mér góða nótt. — „Sofðu nú vært, og ég vona, að þú sért þakklát," sagði hún og hló enn lítillega. „Það er nú ekki á hverju kvöldi, að öðrum eins manni skýtur upp hjá okkur!1 EN ÞAÐ leið löng stund, þangað til ég sofnaði. Ekki svo að skilja, að það væri neitt einsdæmi; þannig hafði það verið, síðan ég missti hann Michael, að nóttin hafði verið óslitin röð af klukkustur.dum frá kvöldi til morguns, þegar allir sváfu vært í myrkrinu — nema ég. Ég reyndi eftir fremsta megni að vera ekki að hugsa um Michael. Þessa nótt lá ég og hélt langan fyrirlestur yfir Jack Feeley, þar sem ég sagði honum allt það, sem hann vissi ekki enn um okkur. Ég hóf mál mitt þannig: „Rut er 25 ára gömul og ég er 26. Við höfum búið saman seinustu 1 árin, fyrst í sóðalegri hluta Earls Court hverf- isins og seinna, eftir að við fórum að fá byr undir báða vængi (Rut vinnur í meiri hátt- ar ferðaskrifstofu og ég tek saman texta i auglýsingaskrifstofu), fluttumst við hingað. Rut á enga foreldra. Faðir minn er dáinn, og móðir mín og eldri systir eiga heima uppi í sveit. Þær mega ekki heyra nefnt að koma til borgarinnar, og þegar ég heimsæki þær, er ég næstum eins og ókunnur gestur með borgarryk í hárinu, og þá tala ég mál, sem þær skilja ekki. Þess vegna hefur íbúðin, sem við Rut höfum deilt, í raun og veru orðið heimili okkar. Á 4 árum höfum við orðið eins samrýndar og fólk verður, þegar rúm- helgu dagarnir eru sameign þess. Eins og til að mynda, þegar við höfum sagt hvor við aðra: „Hvað finnst þér ég eiga að gera? . .. Geturðu léð mér peninga? . . . Ég held ég sé komin með inflúensu ... Ég er búin að fá kauphækkun. . . . Hvernig lízt þér á nýju skóna mína? .. . Ég hitti mann í gærkvöldi ...“ Mörg orð, ekki vitund skáldleg, en í hreinskilni sögð; það mál, sem liggur okkur á tungu. „En við Rut erum mjög ólíkar. Þér hafið séð hana Rut.“ (Það var enn Jack Feeley, sem ég var að tala við í huganum). „Þér haf- ið veitt því athygli, hve há og grönn hún er og hve tignarlega og glaðlega hún reigir höf- uðið. Þér hafið vafalaust einnig veitt því at- hygli, hve frjálsleg og hreinskilin hún er á svipinn og hve augu hennar blátt áfram leiftra, þegar hún hendir gaman að einhverju. Mér finnst hún koma til dyranna alveg eins og hún á að sér, alveg eins og sú stúlka, sem elskar lífið. Hún talar hratt, og hún er ekki mikið fyrir kyrrð og næðisstundir. Hún er í eðli sínu glöð og mannblendin. Ég er aftur á móti ekki eins há, og eftir því sem fólk segir, er ég fallegri, — en hvað er eiginlega átt við með fegurð? Hvað er eig- inlega í frásögur færandi um mig? Jú, mig langar til að skrifa, en skáldsögunni, sem ég þrái að skrifa, hef ég alls ekki komið í verk að byrja á. í þess stað skrifa ég auglýsinga- texta um snyrtivörur. Það er miklu auðveld- ara. Frá kl. 9 til kl. 17 sit ég í vistlegri skrif- stofu og skrifa stuttar og sundurlausar setn- ingar. Ég legg mánaðarlega peninga inn í bankann, þegar ég fæ kaupið mitt, og við og við fæ ég líka uppbótargreiðslur. Það er eins og ég hafi skriðið inn 1 þetta öryggis- skjól, þar sem auk þess er miðstöðvarhiti. Umvafin þessu öryg'gi er mér næstum ó- kleift að herða mig upp og fara að byrja að skrifa bókina mína....“ Þegar hér var komið sögu, varð ég svo gagntekin af að hugsa um hann Michael, að ég hætti við að flytja Ameríkumanninum fyrirlesturinn, eins og ég hafði haft í hyggju. Og loks sofnaði ég. ÞEGAR ég kom heim af skrifstofunni kvöldið eftir, var Rut komin heim. Hún hall- aði öllum efri hluta líkamans út um glugg- ann. „Er kviknað í?“ varð mér að orði. „Nei,“ anzaði hún, „ég er bara að horfa á hann.“ „Hvern?“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.