Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 sætisráðherra árið sem leið, lýsti hann í blaðaviðtali pólitísku hugmyndakerfi sínu eitthvað á þessa leið: Pólitík er örðugt hversdagsstarf. Póli- tík er tilraun til að koma skynsamlegri skipun á þjóðfélagið. Póitík er meðvitnnd um hneykslun á óréttlæti líðandi stundar og óskadraumur um betra þ.ióðfélag. Eg er fulltrúi ævagamals hugmynda- kerfis, sem á mjög vel við í nútímaþjóð- félagi. Við eigum að vera trúir hinum gömlu grundvallaratriðum lýðræðis-jafn- aðarstefnunnar. Þær eru í dag jafn tíma- bærar, meira að segja enn tímabærari en nokkru sinni áður. (írundvöllinn að lýðræðishugmynda- kerfi mínu hef ég sótt í rit Alfs Ross: „Hvers vegna lýðræði?" Ég reyni að knýja seskufólkið í skólunum til að lesa rit hans. Lýðræðinu stafar núna hætta af spreng- ingu, sem koma myndi í veg fyrir, að það leiði til nýtilegra athafna. Ef vilji fólks- ins breytist ekki í raunhæfan veruleika og starf, er hætta á ferðum. Hin alþjóðlega uppreisn æskufólksins býr yfir eyðingaröflum. En mér geðjast nijög vel að hinum siðferðilega grundvelli, sem hún byggist á. Fyrir tíu árum var viðkvæðið, að æskan hefði einungis áhuga á kjarabótum, hærra kaupi, fleiri tóm- stundum, auknum áhrifum. I stað þess höfum við nú eignazt æsku, sem er virk, af því að hún hefur séð, hve brjáluð ver- öldin er. Nordek er mikilvæg stofnun. Ef hún mistekst, táknar það skref aftur á bak, hvað norræna hugsjón snertir. Helzt kysi ég, að eining Skandínavíu yi’ði æ traustari. Alþjóðahyggjan byrjar í Eyrarsundi, og ef noklcurs staðar í ver- öldinni verður unnt að ryðja burt landa- mærahindrunum og skapa alþjóðlegt við- horf, þá verður það í Skandínavíu. Lítið land á ætíð fár'ra kosta völ. En sænska þjóðfélagið og sænsk lífsviðhorí eru að verða alþjóðlegri en áður var, og það hlýtur að móta utanríkisstefnu okkar. Við fylgjum ákveðinni rökfastri stefnu, hvað hlutleysispólitík snertir og njótum því trausts hjá stórveldunum. Eg er ein- dreginn andstæðingur þeirra, sem segja: „Já, að vísu erum við hluílausir, en ef hitt og þetta gerist, verðum við það ekki!“ Þetta er óhæft í milliríkjasamningum. Ég hygg, að árin 1970—’80 verði afar hættulegur áratugur. Ef núverandi þróun heldur áfram, munum við lenda í einhvers konar ógöngum af völdum hungursvanda- málsins, kynþáttavandamálsins og yfir- leitt sökum skorts á samningafrelsi. Sprengiefnabirgðirnar aukast jafnt og þétt. En þetta sjónarmið felur ekki í sér neitt vonleysi. 1 dag eigum við ýmsra kosta völ, ef við óskum þess. Forsenda þeirra er minnkandi hervæðing og aukið lýðræði. Hinar auðugu þjóðir eiga að rétta bág- stöddu þjóðunum hjálparhönd, svo að um munar. En það er miklum vandkvæðum bundið að fá þjóðir heimsins til að taka umbúðirnar utan af lyfinu og gleypa það. Hugsjón mín er samfélag, sem mótað sé af jöfnuði, eins konar frjáls vinátta fólksins, öryggi og skilningur á kjörum annarra. OLOF PALME er kvæntur frú Lisbet, ágætri konu af dansk-sænskri aðalsætt, sem kennd er við Beck-Friis. Frúin er 4 árum yngri en maður hennar. Hún lauk á sínum tíma fil. kand. prófi og er auk þess barnasálfræðingur. Þau hjónin hafa lengi búið í 98 fermetra íbúð í raðhúsi í Vállingby, en eru nú ásamt þrem ungum sonum sínum nýflutt í 128 fermetra íbúð í öðru raðhúsi „til þess að Olof fengi vinnuherbergi út af fyrir sig,“ eins og forsætisráðherrafrúin komst að orði við blaðamanninn, sem átti fyrrnefnt viðtal við mann hennar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.