Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 hún orðin Begum Aga Khan og hefur gifzt leiðtoga, sem reykir ekki, drekkur ekki og hefur ímugust á veizlum og skartkonum, hvað svo sem vikublöðin segja um hann. Sjálfur kemst Karim þannig að orði: ,,Ég fer á fætur kl. 6 á morgnana, biðst fimm sinn- um fyrir dag hvern og vinn fram á nótt. Ég hef ekki orðið tíma til að fara út. Ég er of þreyttur.“ Fyrirmyndar-eiginkona er sú, sem: 1. Gleður mann sinn oft. 2. Hrósar honum iðulega fyrir útlit hans og framkomu. 3. Leitast ailtaf við að framreiða góðan og hollan mat. 4. Fellst ávallt á að fara heim úr sam- kvæmum, þegar eiginmaður hennar ósk- ar þess. 5. Hugsar vel um föt manns síns og barna. 6. Gætir þess vandlega að vekja mann sinn ávallt í tæka tíð á hverjum morgni. 7. Spyr mann sinn aldrei spjörunum úr. 8. Sér ávallt um, að hann gleymi sér ekki við lestur morgunblaðanna. 9. Er ævinlega fljót að búa sig, ef þau hjón- in ætla að skreppa út saman. 10. Hlær að skopsögum manns síns, enda þótt hún hafi oft heyrt hann segja þær áður. Fytrirmyndar-eiginmað'fur er sá, sem: 1. Kyssir konu sína oft á dag. 2. Dáist ávallt að henni af heilum hug. 3. Reynir eftir mætti að sjá um, að hún sé ævinlega vel klædd. 4. Lætur hana alltaf ráða því, hve mikið svefnherbergisglugginn eigi að vera op- inn á nóttunni. 5. Lætur þarfir konu sinnar ávallt ganga fyrir þörfum sínum. 6. Byrjar að ráðgera kaupin á sumarfatnaði hennar upp úr áramótum. 7. Ilrósar henni oft fyrir hyggindi hennar og myndarskap. 8. Segir henni ævinlega satt frá afkomu sinni og fjármálafyrirætlunum. 9. Sýnir henni öll einkabréf, sem hann fær. 10. Dylur hana aldrei neins í einkalífi sínu. Gott hjónaband byggist meðal annars á ástúðlegri hreinskilni. Framhald í næsta blaði. UNDUR - AFREK ^ Hæsta verð, sem greitt hefur verið fyr- ir nútímamálverk, er 500.000 sterlingspund. Það var kaupverð enska listasafnsins National Gallery í Lundúnum á málverki eftir franska meistarann Paul Cézanne, en safnið eignaðist það árið 1964. Myndin er 193X130 cm að stærð. + Tungumál það, sem flestir menn tala hér í heimi, mun vera norður-kínverska. Ný- lega var áætlað^ að mál þetta, sem einnig er kallað mandarína-kínverska, væri talað af samtals 475 milljónum manna. ^ Tyrkneska er fræg fyrir það, að þar finnst aðeins eitt óreglulegt sagnorð, sem heitir imek og merkir: að vera. ^ Minnsta handrit, sem sögur fara af, er frá árinu 1965. Þá tók Englendingur nokk- ur, Kenneth F. Palmer að nafni, sig til og skrifaði Faðirvorið 25 sinnum á blað, sem var á stærð við venjulegt frímerki eða 22X18 mm. ^ Flugvöllur sá, sem mest umferð er um, er Alþjóðaflugvöllur Chicagoborgar (Chi- cago International Airport) í Bandaríkjun- um. Árið 1966 voru þar samtals 543 500 lend- ingar og flugtök, en það samsvarar því, að á þessum flugvelli hafi flugvél það ár lent eða hafið sig til flugs á rúmlega hverri mín- útu. ^ Herbert Clark Hoover, forseti Banda- ríkjanna frá 1929—33, er sá maður, sem hlot- ið hefur flestar heiðursdoktorsnafnbætur alla manna, svo að vitað sé, eða samtals 85. ^ Yngsta manneskja, sem sett hefur heimsmet í íþróttakeppni, er Karen Yvette Muir frá Kimberley í Suður-Afríku. Tæpra 13 ára setti hún heimsmet í 110 álna (yards) bak-skriðsundi fyrir konur á 1 mínútu og 08,7 sekúndum. Keppnin fór fram í Black- pool 10. ágúst 1965. MERKINGAR ORÐA á bls. 11. 1. Sæmilega liagur til smiða, 2. kynblending- ur, 3. nieðvitundarlaus, 4. rennisléttur, 5. eig- inmaður, 6 hundur, 7. háðfugl, 8 andúð, 9. fyr- irhöfn, 10 brjóst.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.