Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN Guðm. Arnlaugsson: 40. grein SKÁLDSKAPUR ‘mm m&m Á miranDni HÆH Wk BN a ökakdukui m Wí m m 62. L. I. Kubbel Hvítur á að halda jafntefli. (Ka7-Pe5-Pf6:: Kb5-He8-Pb7) Baráttan milli peðanna og hróksins er tvísýn með snjallræðum á báða bóga: 1. f7 Hf8 2. e6 b6! Til þess að hvítur geti leikið e7 3. Kb7 Kc5 Eina leiðin sem nú virðist koma til greina leiðir til glötunar: 4. Kc7 Kd5 5. Kd7 Ke5 6. Ke7 Ha8 og svartur vinnur. En: 4. e7H Hxf7 5. Ka6! Hxe7. Um annað var ekki að ræða. En nú er hvítur patt! Þýzki taflmeistarinn H. H. Staudte kallar þessi tafllok lítinn gimstein og virðist ekki ofsagt. Höfundur þessara taflloka, Leonid Ivanowitsch Kubbel (1891—1942) er einn hinna fremstu höfunda á skákborði, er nokkru sinni hafa verið uppi. Landi hans, Herbstmann notar þau orð um hann í bók sinni „Skákstúdían á vorum dögum“, en sú bók er stórt yfirlitsrit um tafllok frá upphafi fram yfir 1930, að hann sé tví- mælalaust fjölhæfastur og víðfeðmastur allra þeirra er fengizt hafa við skáldskap á skákborði. Þarná er djúpt tekið í ár- inni, en víst er um það, að þótt tafllok hans séu ekki nema fjórðungur þess er hann lætur eftir sig (hitt eru skákdæmi), er hann í allra fremstu röð tafllokahöf- unda og er eftirlætishöfundur ýmissa fremstu taflmeistara heims. Lítum á ein tafllok hans, þar sem hann notar stef úr skákdæmaheiminum, Brist- oltemað, en á það var minnzt í 8. grein þessa flokks og sýnt frumdæmið frá 1861. 63. L. I. Kubbel Hvítur á að halda jafntefli. Upphafið liggur beint við: 1. g7j Kg8 Nú þarf að koma biskupnum á skáklín- una bl—h7 til þess að hóta máti. Eina leiðin til þess að forðast ágengni hróks- ins er 2. Bd5! hlD Það liggur í augum uppi að hvítur hefur ekki efni á að þiggja drottninguna. Hann leikur því 3. f3! og hótar nú ískyggilega Bd5—e4—h7 mát. Á svartur nokkra vörn? 3. ... HalH Hér kemur Bristolstefið til skjalanna: þessi leikur gerir drottningunni kleift að komast til bl og koma þannig í veg fyrir mátið. 4. Be4 Dbl! Nú er hvítur í vanda, hann hefur ekki efni á að þiggja drottninguna frekar en áður.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.