Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 Taflið virðist alveg tapað. 5. BfðH Hvítur fórnar sjálfur, og svartur er í leik- þröng, því að hrókurinn á engan reit, þar sem hann heldur valdi á drottningunni, hann verður því að taka biskupinn: 5. ... Dxf5 og hvítur er patt. Sjáið þið, hvaða erindi peðin á b6 og b7 eiga? Ef þið komið ekki auga á það, getið þið flett á bls. 18. Ráðhollur þjófur NÝLEGA stal þjófur nokkur bíl suður í Limoges í Frakklandi. Daginn eftir sendi hann eiganda bílsins ökuskírteini hans í pósti ásamt eftirfarandi áminningu: Skiljið aldrei skjöl yðar eftir á glámbekk. Það er hættulegt. Leiklistarviðburður SNEMMA í vetur var frumsýnt í Antoine- leikhúsinu í París leikrit eftir Fernando Arrabal. Nefnist það Garður gleðinnar og er heitið eftir einu af frægustu listaverkum Hieronymusar Boschs (1460—1516), sem varðveitt er í Pradosafninu í Madrid. Pers- ónur leiksins eru fjórar. Arrabal samdi þetta verk, meðan hann sat í spænsku fangelsi ár- ið 1967. Sagt er, að í japönsku sé ekki til orð um hugtakið ást. Vekur það mikla furðu, þar sem miklar ástabókmenntir eru að sjálfsögðu til á jap- önsku. Nauðsynleg varfærni ELIZABETH TAYLOR hefur keypt sér falskan demant til að villa um fyrir þjófum, sem kynnu að hafa ágirnd á 69.32 karata gimsteini, sem hún á og virtur er á 1 milljón dollara. Sá falski kostaði ekki nema 4000 dollara. Við lásum þetta nýlega í erlendu blaðí: Háþróuð iðnaðarþjóð er sterk. Vanþróuð iðnaðarþjóð er allt að því dauðadæmd í hinni hörðu samkeppni þjóðanna á 20. öld. Hollend- ingar eru orðnir það háþróuð iðnaðarþjóð, að Holland er á mörgum sviðum orðið for- usturíki heimsins í iðnaði, gerólíkt því, sem áður var, þegar menn litu fyrst og fremst á það sem rómantíska túlípanaparadís, vind- mylluland, ostagerðarland og land farnfrægr- ar málaralistar. í dag er Holland umfram allt gagnauðugt smáríki, aðsetur risavaxins stóriðnaðar á ýmsum sviðum, land mikilsvirts gjaldmiðils og nýtur þar af leiðandi virðingar og trausts stórveldanna. Vestur-Þjóðverjar með sterk- asta gjaldmiðil Evrópu, ef ekki allrar ver- aldar, nefna Holland í dag með aðdáun: Litla risann. RÖDD SKÁLDSLNS: 1 dag lig'gja ekki allar leiðir lengur til Rómar, heldur til Kúbu. Alberto Moravia • SÉRHVER fjölskylda þarfnast fjölbreytts og skemmtilegs heimilisblaðs. SAMTÍÐIN kappkostar að veita fslendingum þá þjónustu. Látið COLGATE'S tannkrem hjálpa yður til að halda tönnum yðar fallegum og óskemmdum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.