Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Ingólfur Davíðsson: Ur rili ndttúrunnar Vítahringur lyfjanna • HIÐ alkunna skordýraeyðandi gervilyf DDT var notað mikið í heimsstyrjöldinni og bjargaði lífi milljóna manna. Hvernig má það vera? Jú, það er mjög lúsaeyðandi, en lýsnar ollu dauða milljóna í fyrri stríðum með því að bera hina skæðu útbrotatauga- veiki milli manna. Flær bera með sér svarta- dauða suður og austur í löndum, og mýflugna- tegund flytur köldu (malaríu). Hvarvetna fækkaði dauðsföllum stórkostlega, þegar þess- um skordýrum var eytt með DDT. En ekki er þetta fræga lyf gallalaust, síður en svo. Það (og skyld klóreruð hydrókarbónlyf) er því nær óuppleysanlegt í vatni, en leysist auð- veldlega upp í fitu og safnast fyrir í henni. DDT helzt árum eða jafnvel áratugum sam- an óuppleyst í jarðvegi, og jurtir, t. d. græn- meti og ávextir, geyma það lengi í sér. Dýr fá það í sig úr jurtafæðu, rándýr og rán- fuglar fá það úr bráð sinni. Ef kýr hefur í sér eitthvað af DDT, lendir ofurlítið af því í nýmjólkinni. Þó kemur mun meira fram i brjóstamjólk, ef konan hefur neytt fæðu, sem DDT leifar eru 1, t. d. grænmeti, korn, ávextir, kjöt, egg, fiskur o. fl. Leifar DDT hafa fundizt ótrúlega víða — og langmest í Bandaríkjunum, en þar hafa bæði akrar og stór skógaflæmi verið úðuð rheð DDT lyfj- um undanfarna áratugi. Ekki hefur sannazt, að DDT sé beinlínis eitrað mönnum, en veru- legt magn af því er þó talið varasamt, Er því reynt að finna önnur öflug skordýraeyðandi lyf í stað DDT og skyldra lyfja. (Aldrin, di- eldrin o. fl. eru þegar bönnuð í sumum lönd- um, og röðin kemur sennjlega að DDT a. m. k. í norðlægum löndum). Hér á landi eru þau lyf heldur lítið notuð og hverfandi lítið í samanburði við mörg suðlæg lönd, þar sem Vestur-þýzk útvarps- og sjónvarpstæki frá Schaub-Lorenz. — Hagstætt verð — GELLIR sí • » Garðastræti 11, sími 17412. skordýraplágan er margfalt meiri en á íslandi. Athugum, hvað í þessum mun felst. Það mun vera tiltölulega mjög lítið af DDT leií um í íslenzkum matvælum og íslenzkum jarðvegi og sjó. Mun meiri hætta getur staf- að af innfluttu grænmeti, ávöxtum o. fl. mat- vælum, einkanlega frá suðlægum löndum, þar sem skordýraplága og notkun skordýra- eyðandi lyfja er mikil. Þar syðra þarf víða að margnota lyfin á hverju sumri, t. d. á ávaxtatré. Þvoið vandlega epli, vínber og aðra ávexti, áður en þeirra er neytt. Börk- ur appelsína og sítróna er sérlega varasam- ur, því að hann er gljúpur, og lyfjaleifar sitja lengi í honum. Ætti ekki að nota hann í sultu, heldur fleygja honum. — Ýmis lyf, t. d. sum fosfórlyf, eru miklu bráðeitraðri en DDT, en þau eyðast fyrr að jafnaði. Ógætileg notkun þeirra og gálaus geymsla hefur valdið mörg- um slysum eriendis. En eftir vissan frest frá notkun eru þau ekki hættuleg. Mannalyf eru líka æði varasöm mörg hver, ef rangt er að farið. — Nú eru plastvörur mjög í tízku. Geta má þess, að efnasambönd (P.C.B.), sem ber- ast út í loftið frá plastiðnaði og bruna gervi- efna, eyðast afar seint og hafa fundizt í fugl- um o. fl. dýrum á hliðstæðan hátt og DDT. Er þvi.æði margs að gæta og margur víta- hringurinn í veröldinni. 4 SAMTÍÐIN er óskablað allrar fjölskyld- unnar. Við heitum á velunnara blaðsins að út- vega þvi nýja áskrifendur meðal vina sinna og vandamanna. Munið hið einstæða kostaboð okkar til nýrra áskrifenda: beir fá sendan ár- ganginn 1970 og tvo eldri árganga íyrir aðeins 375 kr. Greiðsla fylgi áskriftarpöntun. SVAR við spurningu í skákþaettinum: Væru peðin ekki, gæti svartur leikið 5. — Ha6 6. Bxbl Hxf6i 7. Kg5 Kxg7 og vinnur. Framkvæmum fljótt og vel: SKÓ-, GÚMMl- og SKÓLATÖSKU- VHOGERÐm. Skóverkstæði HAFÞÖRS, Garðastræti 13 (inngangur úr Fischersundi).

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.