Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRU SÖGÐU u......................................j HELGI HARALDSSON á Hrafnkelsstöð- um: „Um aldamótin, skuluð þið vita, var allt ógert að kalla — landið óvegað og ó- brúað og' illa hýst, engin tækni, hvergi höfn, skástu skipin skútur, þar sem menn lifðu á rúgbrauði og makaríni, og kaup- staðirnir þorp. Þeir, sem á starfsaldri voru um aldamótin, urðu að byrja á því að reisa allt frá grunni og höfðu ekki annað í hend- urnar en skófluna og ljáinn, árina og segl- ið“. JONATHAN SWIFT: „Ég hef aldrei vitað til þess, að nokkur maður, sem nennti ekki á fætur á morgnana, hafi orðið mikil- menni“. E. V. LUCAS: „Ég trúi á stundvísi, enda þótt ég sé oft einmana hennar vegna“. GILBERT MURRAY; „Vél er mikill siðferðilegur uppalandi. Ef hestur eða asni er staður og fæst ekki úr sporunum, verða menn óðir og uppvægir og lemja þá misk- unnarlaust. En það er gersamlega þýðing- arlaust að lemja vél, ef hún hættir að ganga. Þú verður að hugsa og reyna að finna, hvað að er. Það er hið sanna upp- eldi“. SPELLMAN kardináli: „Þú átt að biðja, eins og allt sé undir Guði komið, og vinna, eins og allt sé undir þér sjálfum komið“. ST. JOHN ERVINE: „Mér geðjast vel að siðprúðu fólki, en það verð ég þó að játa, að ruddalegir menn hafa gert meira til að bæta þennan heim en allir þeir yndis- legu og vel upp öldu menn, sem verið hafa uppi frá fyrstu tíð“. Frú de LA FAYETTE: „Það er kostn- aðarsamt að vera skynsamur; það kostar mann æskuna“. r * A BÓKAMARKAÐINUM Þórir Bergsson: Ritsafn I—III, Guðm. Gíslason Hagalín sá um útgáfuna, 1120 bls., íb. kr. 1290.00. Þorsteinn Erlingsson: Rit I—III. Ljóðmæli, sög- ur, ritgerðir. Tómas Guðnmndsson sá um út- gáfuna. 964 bls., íb. kr. 1290.00. Bólu-Hjálmar: Ritsafn I—III, Finnur Sigmunds- son sá um útgáfuna. 1349 bls., ib. kr. 1290.00. Sigurður H. Þorsteinsson: íslenzk frimerki 1970. Með myndum. Fjórtánda útgáfa (Catalogue of Icelandic Stamps). 130 bls., ób. kr. 180.00. Sigurbjörn Þorkelsson: Himneskt er að lifa. Áfram liggja sporin. Sjálfsævisaga III. bindi. Með myndum. 404 bls., íb. kr. 450.00. Árni Óla: Undir Jökli. Hér er fléttað í eina heild sögu, sögnum, furðum náttúrunnar og þjóðháttum. Með myndum. 269 bls., ib. kr. 540.00. Þorsteinn Matthíasson: Á ströndinni i liálfa öld. Minningar Þórðar Guðmundssonar skipstjóra. Með myndum 144 bls., íb. kr. 360.00. Páll Hallbjörnsson: Flotið á fleyjum tólf. Sög- ur frá sjómannsárum. Með myndum. 231 bls., íb. kr. 460.00. August Strindberg: Heimaeyjarfólkið. Skáld- saga. Sveinn Víkingur þýddi. Myndir eftir Ulf Nilsson. 183 bls., íb. kr. 430.00. Svava Jakobsdóttir: Leigjandinn. Skáldsaga. 127 bls., ib. kr. 465.00. Jón It. Hjálmarsson: Af spjöldum sögunnar. 22 þættir um fræga menn og mikla atburði. 246 bls., ib. kr. 325.00. Friniann Helgason: Fram til orustu. Höfundur ræðir við fjóra nafnkunna iþróttamenn. Jóu Kaldal, Örn Clausen, Ríkliarð Jónsson og Geir Hallsteinsson. Með myndum. 160 bls., íb. kr. 463.00. Útvegujm allar fáanlegar bækur. Kaupið bækurnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. fítíii íit wsfii n ÍSAFOLfíAfí Austurstræti 8 — Reykjavík — Sími 1-45-27

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.