Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 4
4 21. júní 2010 MÁNUDAGUR Steinunn Stefánsdóttir var höfundur leiðara Fréttablaðsins síðastliðinn laugardag en merking hans féll niður. ÁRÉTTING Meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð er einn til tveir mánuðir, ekki fimm ár, eins og ranghermt var í fyrirsögn í laugardagsblaði Fréttablaðsins. Lónkot í Skagafirði var merkt á vitlausum stað inn á Íslandskort sem fylgdi grein í laugardagsblaðið Fréttablaðsins. Hið rétta er að Lónkot liggur miðja vegu milli Sauðárkróks og Siglufjarðar, 12 kílómetra norður af Hofsósi í Skagafirði. LEIÐRÉTT KREPPAN Seðlabankastjóri Írlands segir fátt sameiginlegt með orsökum kreppunnar á Íslandi og Írlandi. Í ítarlegri skýrslu um orsakir írsku kreppunnar, sem hann sendi frá sér fyrir fáein- um vikum, segir hann hegðun íslensku bankanna hafa verið afar frábrugðna því sem tíðkað- ist á Írlandi. „Rannsóknarnefnd Alþingis greinir frá ótrúlega háum upp- hæðum lána innanbúðarmanna í bönkunum til sjálfra sín; hjá Glitni, Kaupþingi og Landsbanka var mesta áhættan vegna lána aðaleigenda bankanna. Þótt lán til framkvæmdastjóra í einum írskum banka hafi vakið athygli, þá var það miklu minna í snið- um,“ segir í skýrslunni. „Í reynd höfðu bankarnir sameiginlega fjármagnað alltof hátt hlutfall af eiginfé eigenda sinna,“ segir hann um íslensku bankana. Í skýrslunni segir einnig að lán til fasteignakaupa hafi átt lítinn þátt í kreppunni á Íslandi. Íslenska bankakerfið hafi orðið fyrir litlum áhrifum af þeim markaðsvandræðum, sem banda- rísku undirmálslánin leiddu af sér. Fyrst og fremst hafi það verið heimatilbúin verðbóla sem lagði íslenska bankakerfið í rúst. Þannig hafi tvítugfaldur vöxtur þriggja stærstu íslensku bank- anna á sjö árum verið miklu meiri en vöxtur þess banka á Írlandi sem hraðast óx, sem var Anglo Irish Bank. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segist vel geta tekið undir niðurstöður írska seðlabankastjórans um hegðun íslensku bankanna. „Þetta er einmitt eitt af því sem mest stingur í augu, hversu mikið bankarnir lánuðu beint og óbeint til eigenda sinna. Þetta var óhjá- kvæmilega eitt af því sem mestu skipti um að þeir féllu og er auð- vitað afar ámælisvert, þó ekki sé dýpra tekið í árinni. Þetta er líka eitt af því sem væntanlega verður kannað af þeim sem fara yfir það hvort lög hafa verið brotin með tilliti til refsingar.“ Gylfi segist reyndar hafa kynnt sér annað rit um írsku kreppuna, sem heitir Bankster og er eftir tvo írska blaðamenn. „Sú lýsing sem þar var á írska fjármálakerfinu og írska undrinu fannst mér mjög keimlík því sem við erum að upplifa hér. Þeirra akkilesarhæll var hins vegar sá að þeir lánuðu svo mikið til alls konar byggingaframkvæmda og fasteignakaupa. Nú sitja þeir uppi með þvílík ógrynni af óseljanleg- um fasteignum, að þótt við eigum við vandamál af því tagi að stríða er það langt frá því að vera sam- bærilegt.“ gudsteinn@frettabladid.is Ólík hegðun banka á Írlandi og Íslandi Seðlabankastjóri Írlands ber saman orsakir bankakreppunnar á Íslandi og Írlandi. Hegðun eigenda bankanna hér á landi hafi þar mestu ráðið. Gylfi Magnússon ráðherra segist geta tekið undir það, en margt hafi þó verið líkt. SVARTI SAUÐURINN Á ÍRLANDI Írski bankinn Anglo-Irish Bank tapaði 12,7 milljón evrum á síðasta ári, meira en nokkurt írskt fyrirtæki til þessa. NORDICPHOTOS/AFP VEIÐI Nýr borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, vígði laxveiði sumarsins í Elliðaánum klukkan sjö í gærmorgun þegar hann renndi fyrir fyrsta laxinn. Fulltrúi Stangveiðifé- lags Reykjavíkur aðstoðaði Jón við að landa sex punda hæng, sem beit á hjá borgarstjóra á innan við fimm mínútum. Jón hafði fyrir veiðina lýst því yfir, í opin- berri dagbók sinni á Netinu, að hann væri sein- heppinn veiðimaður og aðeins einu sinni farið í laxveiði áður. Veiðin gekk þó vonum framar og í gærdag lýsti Jón yfir ánægju með ferðina í sömu dagbók: „Gaman en soldið kalt. Kominn með kvöldmatinn.“ Óvenju mikið þykir hafa gengið af laxi í árnar í byrjun júní. - jma Jón Gnarr, nýr borgarstjóri Reykjavíkur, opnaði fyrir laxveiði í Elliðaánum í gærmorgun: Landaði sex punda hæng eftir fimm mínútur VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 23° 22° 18° 22° 15° 17° 17° 22° 21° 23° 31° 33° 18° 18° 19° 15°Á MORGUN Strekkingur með S- strönd, annars hægari. MIÐVIKUDAGUR Strekkingur með SA- strönd, annars hægari. 12 14 13 7 13 13 14 14 12 10 12 12 12 11 13 11 13 12 16 11 8 4 3 4 2 3 3 4 3 2 3 1 MILT VEÐUR Veður verður milt á landinu í dag. Bjartast verður væntanlega á suð- austurhorni lands- ins og þar verður einnig hlýjast. Á morgun má búast við dálítilli vætu víða en á miðviku- dag birtir líklega til um landið vestan- og norðanvert. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður DÝRALÍF Leðurblaka kom með flutningaskipinu Helgafelli til Vestmannaeyja á föstudag. Leður- blakan er nú geymd á Fiskasafn- inu í Vestmannaeyjum. „Fjölmargir hafa lagt leið sína hingað alla helgina til að skoða leðurblökuna,“ upplýsir Georg Skæringsson, verk- og tækni- stjóri Fiskasafnsins. Georg segir að reynt verði að halda leðurblök- unni á lífi eins lengi og hægt er. Inntur eftir því í hvaða ástandi leðurblakan sé segir Georg: „Ég veit það ekki. Hún sefur og sefur á daginn og er voðalega róleg. Hún lætur ekki mannfjöldann trufla sig.“ - mmf Óvæntur gestur í Eyjum: Leðurblaka með Helgafelli LIFANDI LEÐURBLAKA Leðurblakan sefur róleg á daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR BRETLAND Howard Martin, bresk- ur læknir, hefur játað að hafa bundið enda á líf 18 sjúklinga sinna, með of stórum morfín- skammti. Sonur hans var í hópi hinna látnu. Howard Martin var árið 2005 sýknaður af því að hafa myrt þrjá sjúklinga sína en nýlega játaði hann í viðtali við breskt dagblað að hafa valdið dauða sjúklinga sinna og ber því við að hann hafi gert það af „kristilegri meðaumkun“. Þeir hafi þjáðst og hann iðrist einskis. Sjúklingarn- ir voru að hans sögn dauðvona en breska læknaráðið, sem hefur fordæmt gerðir Martins, segir ekki sannað að sjúklingarnir hafi í öllum tilfellum liðið kvalir og í einu tilfelli hefði sjúklingur getað náð fullum bata. Ákæru- valdið íhugar að taka upp málið að nýju gegn Martin. - jma Batt enda á líf sjúklinga: Gaf banvænan morfínskammt MENNTUN Stærsta útskrift Háskól- ans í Reykjavík hingað til fór fram á laugardag. Alls útskrif- aðist 501 nemandi frá skólanum. Hópurinn samanstóð af 272 körl- um og 229 konum. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, gerði niðurskurð til háskóla lands- ins meðal annars að umtalsefni í ræðu sinni til útskriftarnema. Hann sagði að háskólamenntun og nýsköpun væru þeir þættir sem helst stuðluðu að verðmæta- sköpun og hagvexti. Með því að draga úr framboði háskólamennt- unar væri verið að hægja á við- reisn efnahagslífsins. - mmf Útskrifað frá HR: Stærsta útskrift Háskólans í Reykjavík GÓÐ BYRJUN Jón Gnarr landaði tveimur löxum, sex punda hæng og fjögurra punda hrygnu, í Elliða- ánum í gærmorgun. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /D A N ÍEL AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 18.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,0577 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,63 127,23 187,54 188,46 156,56 157,44 21,041 21,165 19,881 19,999 16,383 16,479 1,3973 1,4055 186,79 187,91 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.