Fréttablaðið - 21.06.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 21.06.2010, Síða 6
6 21. júní 2010 MÁNUDAGUR Eigum hágæða parket frá Parador á lager Bjóðum ölbrey úrval af parketi frá Parador. Einfalt smellukerfi, auðvelt að leggja. Komdu í heimsókn í Ármúla 32 eða hafðu samband í síma 568 1888. Við hjálpum þér að finna réa gólfefnið. Á rmú l a 32 · 10 8 Reyk j a v í k · S ím i 5 6 8 18 8 8 · Fax 5 6 8 18 6 6 · www .pog . i s Parador Eik þriggja stafa parket Verð 4.988 kr. m2 Parador Eik plankaparket Verð 9.990 kr. m2 ENDINGAR- GÓÐ ÞÝSK GÆÐAVARA V E R T · 1 3 3 3 3 Deilir þú þeirri skoðun forsæt- isráðherra að full ástæða sé til bjartsýni af hálfu Íslendinga? Já 45,6% Nei 54,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu fylgst með sjónvarpsút- sendingum frá heimsmeistara- keppninni í fótbolta? Segðu skoðun þína á visir.is SLYS Franski kafarinn, sem lést í gjánni Silfru á Þingvöllum á laug- ardag, missti að öllum líkindum köfunarbúnaðinn í átökum við að bjarga unnustu sinni sem föst var í helli í gjánni. Þetta er mat Tobias Klose, sem rekur fyrirtækið Dive.is, en hann tók þátt í björgunaraðgerðunum. Tobias talaði við unnustu mannsins, sem einnig er frönsk, þegar hún var komin upp úr gjánni. Hún sagðist hugsanlega hafa í óðagotinu sparkað í mann- inn sinn, sem var beint fyrir neðan hana í hellinum. „Líklega hefur hún sparkað út úr honum munnstykkinu og hann ekki komið því upp í sig aftur. Það var lélegt skyggni og hann gat ekki andað, svo hann hefur líklegast drukknað þarna, á ekki meira en um þriggja metra dýpi, og svo sokkið.“ Fólkið var á leið út úr helli ofan í gjánni þegar gervilunga sem konan hafði hangandi á sér klemmdist á milli tveggja steina. Leiðsögumaðurinn reyndi að losa hana, en þegar það gekk ekki fór hann upp og kallaði eftir hjálp. Hann sneri aftur og náði að losa konuna, en þegar hún synti upp á yfirborðið var manninn hennar hvergi að sjá. Leiðsögumaðurinn fann manninn svo meðvitundar- lausan á rúmlega þrjátíu metra dýpi. Þá hafði lunga hans og önd- unargríma losnað. Silfra er mjög vinsæl til sport- köfunar, en þar kafa tugir manns á hverjum degi og fjöldi fyrir- tækja býður ferðir þangað. Tobias segir Silfru ekki hættulegan stað til köfunar. Hins vegar séu þar hellar sem vanir leiðsögumenn í Silfru forðast, þar á meðal sá hell- ir sem kafararnir festust í. Öryggismálum í sportköfun er mjög ábótavant hér á landi, að mati Jónínu Ólafsdóttur land- fræðings, sem skrifaði lokarit- gerð sína um málið. Í viðtali við Vísi.is í gær sagði hún hvorki upplýsingaskilti né varasúrefni að finna við Silfru, þrátt fyrir alla umferðina um svæðið. Þá sé eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi ábótavant og reglugerðir úreldar. Rannsóknardeild lögreglunnar í Árnessýslu rannsakar nú slysið og hefur köfunarbúnað manns- ins til skoðunar. Hjá henni var engar frekari upplýsingar um gang rannsóknarinnar að fá í gærkvöldi, aðrar en þær að rann- sókninni miðaði vel. holmfridur@frettabladid.is Drukknaði við að bjarga unnustunni Franskur ferðamaður á þrítugsaldri lést í gjánni Silfru á Þingvöllum á laugar- daginn. Svo virðist sem hann hafi misst út úr sér munnstykki á köfunarbúnaði í átökum við að losa unnustu sína, sem sat föst milli tveggja steina. Á SLYSSTAÐ VIÐ ÞINGVALLAVATN Rannsóknardeild lögreglunnar í Árnessýslu rann- sakar nú meðal annars hvort köfunarbúnaður mannsins sem lést í Silfru á laugardag hafi verið í lagi. MYND/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON HEILBRIGÐISMÁL Álfheiður Inga- dóttir heilbrigðisráðherra segir óþarfi að gera of mikið úr lækna- skorti hér á landi, þótt nokkuð sé um að læknar snúi ekki heim úr námi vegna kreppunnar. Hún segir Ísland búa svo vel að hér á landi séu fyrir fleiri lækn- ar en víðasta hvar í nágrannalönd- unum. Á undanförnum árum hafi hins vegar verið erfitt að manna stöður, sérstaklega í heilsugæsl- unni, bæði í Reykjavík og nágrenni en aðallega þó úti á landi. Einnig hafi verið erfitt að finna mann- skap í sérgreinar þar sem fyrir eru aðeins einn eða tveir sérfræð- ingar í greininni. „Þetta var svona líka fyrir kreppu, og því miður hefur ekki orðið nein breyting á því til hins betra. Stéttir sem hafa möguleika á að vinna erlendis og bæta við sig í námi notfæra sér það tækifæri auðvitað í kreppunni. Fólk er að bíða af sér kreppuna, en ég vona að þessi hópur komi svo galvask- ur heim þegar fer að rofa til. Ég hef ekki heyrt neitt annað en að svo verði.“ „Ég er nú ekki viss um að þetta sé svona einfalt,“ segir Birna Jóns- dóttir, formaður Læknafélags Íslands, en í grein í Læknablaðinu gagnrýnir hún Álfheiði fyrir að gera lítið úr þessum vanda. Hún segir eðlilegt að fólk sé fimm til sjö ár úti í sérnámi, en reynslan sýni að þegar fólk dvelst þar meira en tíu ár minnki mjög líkur á því að fólk snúi nokkurn tímann heim aftur. Þegar Birna er spurð hvað sé til ráða, segist hún þó ekki öfunda stjórnvöld: „Við liggjum bara á bæn um það að það verði hagvöxt- ur í lok árs. Ég sé ekki neitt annað sem snýr þessari þróun við.“ - gb Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra telur óþarfi að gera mikið úr læknaskorti hér á landi: Fólk bíður af sér kreppuna í útlöndum ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR Birna Jónsdótt- ir, formaður Læknafélags Íslands, hefur gagnrýnt heilbrigðisráðherra fyrir að gera of lítið úr vandanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STYRKIR Góðgerðasjóður Auðar Capital, AlheimsAuður, veitti þremur verkefnum styrk á laug- ardag. Styrkjum var úthlutað í annað sinn en það er gert 19. júní ár hvert. Þau verkefni sem hlutu styrk voru ABC barnahjálp, Alnæmis- börn og Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungu- málum. AlheimsAuður er góðgerða- sjóður sem er ætlaður til að hvetja konur til athafna og frumkvæðis, einkum í þróunar- löndunum. Auður Capital leggur eitt prósent af hagnaði sínum á hverju ári í sjóðinn og gefst við- skiptavinum Auðar einnig kost- ur á að gera það. - mmf Styrkir AlheimsAuðar: Þrjú verkefni hlutu styrki Auðar Capital BRASILÍA Um 20 manns hafa látist í flóðum í norðausturhluta Brasilíu og 50 þúsund manns flúið heim- ili sín. Nokkrar borgir eru án raf- magns og samgöngur liggja niðri víðast hvar en ástandið er verst í Rio de Janeiro-héraði. 110 manns létust í maí í héraðinu eftir flóð og aurskriður og í apríl í fyrra urðu mikil flóð sem hröktu hundruð þúsundir á flótta og urðu rúmlega fjörtíu að bana. Flóðin þá voru voru þau verstu í Brasilíu svo áratugum skiptir. - jma Flóð í Norðaustur-Brasilíu: 20 manns látnir ENDURTEKIN FLÓÐ Margir hafa látist í flóðum í Brasilíu síðastliðið rúma árið. SVÍÞJÓÐ, AP Viktoría Svíaprinsessa gekk að eiga fyrrverandi einka- þjálfara sinn, Daniel Westling, við hátíðlega athöfn í Dómkirkju Stokk- hólms á laugardaginn. Fjölmargir Svíar fylgdust spennt- ir með fréttaflutningi af athöfn- inni, þrátt fyrir að stuðningur Svía við konungsfjölskylduna hafi dvín- að mjög. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum styður innan við helmingur Svía konungsfjölskylduna, en fjórð- ungur telur konungsfyrirkomulagið slæmt fyrir landið. - gb Svíar fylgdust með konunglegu brúðkaupi á laugardag þrátt fyrir skiptar skoðanir: Stuðningurinn dvínar hratt NÝGIFT Viktoría krónprinsessa ásamt sínum heittelskaða Daniel Westling strax að brúðkaupi loknu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Það var lélegt skyggni og hann gat ekki and- að, svo hann hefur líklegast drukknað þarna. TOBIAS KLOSE EIGANDI DIVE.IS KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.