Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 „Vitfirringin ríkir í heiminum árið 1970, en úr því fer ástandið að skána," segir ein frægasta spákona Evrópu ÞÚ ÞARFT ekki annað en segja við leigu- bilstjóra í Berlín: „Til Kardos.“ Þá veit hann undir eins, hvað þú átt við og ekur þér rak- leitt til einbýlishúss nr. 40 við Bernadettu- götu í Berlín-Dahlem. Þar býr spákonan Ur- sula Kardos Í71ns árs). sem sér fyrir óorðna atburði. Þessi skyggna kona er orðin heims- frseg fyrir spádóma sína. Vísindamenn hafa staðíest fjölda þeirra með vitnisburði. Marg- an manninn hefur frú Kardos gert að auð- naanni með spásögnum sínum, auk þess sem hún er sjálf eftir mikið fátæktarbasl orðin vel efnum búin. Henni hefur hlotnazt það stórmannlega hlutskipti að vera bæði elskuð °g hötuð. Nafn hennar er nú á hvers manns vorum i Berlin og raunar miklu víðar. Ann- i'íki hennar er þvílíkt, að ef þú ætlar að láta hana spá fyrir þér, verðurðu að jafnaði að híða a. m. k. mánuð eftir viðtalinu. Blaðamaður skrapp nýlega á fund þessar- ar spákonu. Hann eíaðist áður um spádóms- getu hennar, en sá efi var að mestu horfinn eftir samtal þeirra. Frú Kardos virti hann fyrir sér, er hann kom inn til hennar, og sPurði: „Gekk flugferðin yðar vel?“ BLM: „Sæmilega, þakka yður fyrir.“ KARDOS: „Ég spyr yður þessa, af því að Þér eruð svo magaveikur. Þér hafið aftur fekið töflur í flugvélinni.“ , BLM: „Já, ég geri það alltaf; annars þoli eg ekki að fljúga.“ KARDOS: „Og þér eruð eitthvað slæmir 1 tólffíngraþarminum. Þér voruð meira að se§ia hjá lækni í gær.“ BLM: „Rétt, en hvernig vitið þér það?“ KARDOS: „Ég sé það. Ég sá það, undir eins og þér komuð hér inn úr dyrunum. Þér gangið með sömu gleraugun í tvö ár. (Rétt). er hafið veikari sjón á vinstra auganu en því hægra. (Alveg rétt). Þessi gler henta yður ekki lengur. Þér þurfið að fá yður ný gleraugu. (Það reyndist hárrétt). Ég sé þetta. Ég sé yður nefnilega ekki lengur. Ég sé að- eins, hvernig yður líður. Það er eins og ég sé í kvikmyndahúsi að lokinni sýningu." Og fyrir þessa ,,sýningu“ tekur frú Kardos 20 mörk af hverjum gesti, sem til hennar kemur (= um það bil 480 ísl. kr., samkvæmt gengisskráningu í febrúarbyrjun 1970). Fyr- ir þetta gjald kaupir enginn milljóna-ein- býlishús. Það gaf auðmaður nokkur frúnni. Og sumarferðalög hennar til Tahiti og ann- arra fjarlægra staða kosta viðskiptavinir hennar af fúsum vilja og óumbeðið í marg- földu þakklætisskyni fyrir stórgróða þeirra vegna spádóma hennar. Einn þessara manna krafðist þess meira að segja að fá að gera frúnni sundlaug ásamt gufubaði í garði henn- ar. Það kostaði hann um 220.000 mörk. Frú Kardos hafði áður gert hann að milljarðera. Hann munaði því ekki mikið um þétta smá- ræði. Frú Kardos hefur gert þýzkum stóriðju- höldum og fjármálamönnum margan greið- ann. Hún sér fyrir, hvaða hlutabréf muni hækka í verði. Samkvæmt spádómum henn- ar ganga milljónaverðmæti kaupum og söl- um. Formenn hlutafélaga ráðgast við hana, áður en þeir halda aðalfundi og taka margir hverjir engar meiri háttar ákvarðanir nema í samráði við hana. Öllum veitir hún holl xáð, enda þótt hún megni ekki að sjá alla hluti fyrir. Berlínarbúi nokkur spurði hana eitt sinn, hvort hún teldi ráðlegt, að hann flyttist bú- ferlum til sonar síns í Kanada, en þar rak sonurinn loðdýrabú. Frú Kardos horfði á manninn og sagði: „Ég sé son yðar ekki né heldur neitt loðdýrabú. Verið kyrrir hér.“ Maðurinn fór ekki að ráðum spákonunn- ai’, en sagði upp stöðu sinni og fluttist vest- ur urxj haf. Nokkru seinna kom hann alls-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.