Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN laus og sorgbitinn til frú Kardos og mælti: „Af hverju sögðuð þér mér ekki nákvæm- lega, hvernig í öllu ]á? Þegar ég kom vestur, hafði sonur minn beðið bana af völdum felli- byls. Loðdýrabú hans hafði gereyðilagzt. Slyppur og snauður er ég aftur hingað kom- inn.“ FRÚ Kardos uppgötvaði sjötta skilningar- vit sitt, þegar hún var 7 ára. Þá sýndist henni hús foreldra sinna standa í ljósum loga. Nótt- ina eftir laust eldingu niður í húsið, og brann það til kaldra kola. Nítján ára gömul giftist hún sígauna-hljómsveitarstjóranum Gyula Kardcs. Nóttina eftir brúðkaup þeirra sagði hún honum, að hjónaband þeirra myndi end- ast 10 ár. Það rættist. Hún spáði því einnig, að maður sinn myndi deyja í maí 1952. Það rættist líka; hann lézt eftir uppskurð. Þegar frú Kardos sagði fyrir upp á dag, að Hitler yrði sýnt banatilræði, var hún ásamt manni sínum hneppt í fangabúðir, grunuð um þátttöku í samsærinu. Þá spáði hún því, að þau hjónin og allir hinir dauðadæmdu fangarnir á þeirra hæð í fangelsinu myndu komast þaðan óskaddaðir. Þetta rættist. Sprengja sprakk þarna, og allar hurðir hrukku upp. Kardoshjónin og 60 aðrir fangar burgu lífi sínu á flótta. „Hamingjan er mér hliðholl," segir spá- konan. „Guð yfirgefur mig ekki.“ — Hún biðst mikið fyrir, einkum á þeim stundum, er spádómsgáfan bregzt henni. Þegar hún er á ferðalögum, hefur hún hvergi frið fyrir for- vitnu fólki, sem situr um að ná tali af henni. Allir vita, hver hún er, hvort heldur hún dvelst á Tahiti eða í Austur-Afríku, þar sem hún hvílir sig stundum. Heima í Berlín- Dahlem er frú Kardos „víggirt" með görðum og járnhliðum. Hús hennar er með kallkerfi. og auk þess gæta næturverðir þess. Hún lief- ur ekki farið inn í Berlín árum saman, en heldur jafnan kyriu fyrir i „gullbúrinu“ sínu ásamt stúlku, sem annast bréfaskriftir fyr- ir hana. Frú Kardos er árrisul og lifir mjög hollu lífi, hvað mataræði snertir. Hún byrjar að spá fyrir fólki kl. 10 og sinnir því starfi einn- ig síðdegis. Gestir koma ekki til hennar aðr- ir en viðskiptavinir hennar, því að hún er kona hlédræg og þráir einveru og hvíld að kvöldlagi. Þá hugsar hún og skynjar margt umfram venjulegt fólk, einkum eftir að hún er gengin til sængur. BLAÐAMAÐURINN spurði frú Kardos, hvernig árið 1970 legðist i hana. Hún sagði, að stjórnmálin og hagfræðiaðgerðirnar yrðu á þessu og næsta ári enn æðisgengnari en mannkynið hefði átt að venjast, og er þá mikið sagt. Frúin spáir hinni nýju ríkis- stjórn Vestur-Þýzkalands skammri setu ó- breyttri. Hún spáir góðum efnahag lands síns, en gerir illu heilli ráð fyrir mikilli geng- islækkun þýzka marksins. Hún spáir óveðr- um og flóðum. Hún spáir árangursríkum hjartaaðgerðum í Þýzkalandi. Hún- spáir því, að Rússar reyni að vingast við Bandaríkja- menn af ótta við Kínverja. Um Vietnam spáir hún því, að þar fari að skapast ró, úr því að kemur fram í júní í sumar. Hún spáir því, að ekki komi til stór- styrjaldar milli fsraels og Egyptalands, held- ur verði deilumál þeirra leyst á óvæntan hátt. Að lokum spáir hún því, að í september næsta haust verði það versta um garð geng- ið og að heimurinn ve.rði orðinn stórum skárri eftir tvö ár. Það brá sem snöggvast fyrir efasemdar- svip á andliti blaðamannsins, er hann hafði heyrt framangreinda spádóma. Þá mælti spá- konan: „Trúið henni Kardos gömlu. Ég veit, að mér getur skjátlazt En mér er alltaf að fara fram, eftir því sem aldurinn færist yfir mig. Ég hef aldrei verið sannspárri en í dag.“ Bjórinn sigrar brennivínið ÞAU tíðindi hafa gerzt í Finnlandi, að bjórdrykkja hafur aukizt þar að miklum mun, en brennivínsdrykkja minnkað að sama skapi. Fagna Finnar þessu af heilum hug, um leið og þeir benda á, að hið sama hafi gerzt í Svíþjóð. Árið 1968 nam bjórdrykkja í Finnlandi að meðaltali 19 lítrum á mann, en 1969 er bú- izt við, að hún aukist í 45 lítra. Orsökin er sú,. að lögheimilað hefur verið að selja svo- nefnt „milliöl“ eða pilsner í matvÖrubúðum. MINJÁGRIPIR □□ GJAFAVÖRUR VIÐ A'LLRA HÆFI. Skartgripaverzlunin EIUAIL HAFNARSTRÆTI 7 - SÍMI 2-D4-75

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.