Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 Þegar ég kom inn í ibúðina okkar, var Rut enn ókomin. Hún kom heim um 11 leytið og sagði: „Ég borðaði kvöldverð úti með Dick og Jenny Fisher. Ég hringdi til þín um 7 leytið til að sgja þér frá því, en þá var enginn heima.“ „Ég fékk glas inni hjá Jaek,“ sanzaði ég. „Fékkstu það?“ Það varð undarleg, eftirvæntingarfull þögn, rétt eins og önnur hvor okkar hefði vel getað sagt meira. En við þögðum báðar. Ég fór að velta þvi fyrir mér, hvort Rut mundi hugsa eins og ég: að þetta væri í fyrsta skiptið, sem önnur okkar hefði verið ein með Jack. NiSurl. i næsta blaði. Raddi R----------------------------- -----------RAD DI R----------------- —---------------------R AD D I R Desmond Morris: STJÚRNMALAMENNIRNIR SUMIR beztu stjórnmálamannanna okkar eru prýðilega að sér í lögfræði og hagfræði, en þá skortir sálræna mannþekkingu. Þeir virðast gleyma því, að kjósendur þeirra eru nægilega menntaðir til þess, að þeir sjá gegn- u® vitnisburði þeirra. Stjórnmálamennirnir fara kringum kjarna málanna í stað þess að fræða fólk um ástandið eins og það er í raun °g veru. Þeir fara að eins og foreldrar, sem segja börnum sínum frá jólasveininum. Þeir mata kjósendurna á eins konar barnasögu. Stjórnmálamennirnir mega ekki gleyma þvi, að í dag standa þeir andspænis fólki, sem á ekki einvörðungu við fjárhagsörðugleika að stríða, heldur einnig sálræn og mannleg vandamál. í samfélaginu eru allir að verða hlátt áfram geggjaðir . . . Ég vona í öllum guð- anna bænum, að stjórnmálamenn framtíðar- lnnar verði fornmenntamenn og lífeðlisfræð- mgar — hag'fræðingarnir eru ekki eins nauð- synlegir í dag. Hér í Oxford erum við ný- búnir að efna til námskeiðs, sem heitir „Hu- nian Seiences“. Ég vona, að lífeðlisfræði, ^hannfræði, félagsfræði, sálfræði, öll viðhorf ■aaanneðlisins verði sú grundvallarmemitun, sein stjórnmálamenn okkar verða að öðlast, aður en þeim verður leyft að stjórna okkar órðuga heimi. (Úr viðtali við hinn heimsfræga mann- fræðiritliöfund Desmond Morris í Poli- tiken 4. jan. 1970). UNDUR - AFREK ^ Stærsta guðshús, sem reist hefur verið í heiminum, er hið svo nefnda Angkor-Vat (Musteri staðarins) í Kambodja. Það var byggt til heiðurs guðinum Vishnus af Surja- varman konungi II á árunum 1113—50 og var hvort tveggja í senn musteri og klaust- ur. Það rúmaði 80 000 manns og var notað fram til 1432. Nú eru aðeins rústir eftir af því. $ Lengsta hjónaband, sem sögur fara af, entist 96 ár. Áttu þar hlut að máli Sir Tem- ulji Bhicaji Nariman og frú hans. Þau gift- ust 5 ára gömul. ^ Hæsti dómkirkjuturn heimsins er á kirkjunni í Ulm í Vestur-Þýzkalandi. Sú kirkja er byggð í gotneskum stíl, og var smíði hennar hafin árið 1377. Gerð turnsins var lokið árið 1890; hann er 161 m á hæð. Dýrustu byggingarlóðir í heiminum eru í City í Lundúnum. Árið 1954 var .111,5 fermetra lóð þar seld fyrir 300 000 sterlings- pund. ^ Alþjóða vélritunarkeppni var háð á árunum 1906—46. Mesta hraða náði Margar- et Owen í Bandaríkjunum; hún ritaði 170 orð á mínútu. En árið 1946 ritaði Stella Paj- unas 216 orð á mínútu á rafmagnsritvél frá I. B. M. Þá var tæknin komin mannshönd- unum til hjálpar. ^ Lengsti fjörður í heimi er Norðvest- urfjörðurinh á Grænlandi út að Scoresby- sundi. Hann er 314 km langur. ^ Fjöldi virkra eldgíga á jörðinni, sem vitað er um, er talinn 455. Af þeim eru 80 neðan sjávar. ^ Stærsta engispretta í heimi finnst í Nýju-Kaledóníu. Vænghaf hennar er næst- um 25 cm, og fálmarar hennar eru 20 cm langir. MERKINGAR ORÐA á bls. 8. 1. Hafsauga, 2. hæð, 3. mikið sukk, 4 leðja, 5. listunnandi,, 6. utan við sig, 7. stytzta leið, 8. kvengeit, 9. súrefni, 10. afkvæmi.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.