Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.03.1970, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 hlédrægni Asíukvenna, sem yfirborðs- þekking Evrópumanna af japönskum geishum hefur vafalaust kynt undir. Fru Binh hefur oft hjólað langt inn á „óvina- landsvæðið“ í Suður-Víetnam, þar sem vinur Bandaríkjamanna, Nguyen Cao Ky hershöfðingi og kona hans ráða miklu. Frú Cao Ky er miklu alþjóðiegri í hugs- unarhætti en frú Bmh, sem er ákafur þjóðernissinni í þröugri merkingu. Frú Cao Ky dáir mjög evrópskar og bandarísk- ar tízkukonur og hefur meira að segja lát- ið skurðlækna breyta augnaumbúnaði sín- um með plastaðgerð, til þess að hann sýnd- ist ekki eins austurlenzkur. Frúin var fyrrum flugfreyja. Hún er yfirleitt mjög vel klædd, en hörku hennar undir yndis- þokka og andlitssnyrtingu tízkukonunnar virðast engin takmörk sett. 'Pólitísk sér- grein hennar kvað vera að vefja valda- mönnum um fingur sér. Frú Cao Ky er vön að fara með hers- höfðingjanum, manni sínum, til fremstu víglinunnar, þegar hann á erindi þangað. Hefur hún þá jafnan marghleypu í belti sínu. Stundum stýrir hún þyrlunni, sem þau ferðast í. Hún á litla dóttur, sem hún lætur barnfóstru annast, en 5 börn, sem maður hennar eignaðist með fyrri konu sinni af frönskum ættum, lætur hún ala upp með ströngum aga. Frú Cao Ky les allt, sem hún nær í, um keppinaut sinn, frú Binh, bæði í blöðum heimalands þeirra og erlendum blöðum. Báðar þessar valdastreitukonur eru staöráðnar í að ráða mestu um framtíðar- stjórn Víetnams. Þær eru alveg sannfærð- ar urn, að þar muni ekki verða rúm nema fyrir aðra þeirra. Gagnkvæm pólitísk af- brýðisemi þeirra er ekki nýtt fyrirbrigði meðal austurlenzkra kvenna. En stjórn- málakonur í Asíu eru gæddar frábærri þolinmæði, enda þótt ráðríki þeirra sé gífurlegt, þegar þær hafa öðlazt valda- aðstöðu. Sjálf stætt f ólk VIÐ lásum nýlega i þýzku blaði, að Pétur, sonur Willy Brandts forsætisráðherra, hefði fyrir skömmu lokið háskólaprófi i sögu á met- tíma með ágætum árangri í Beriín. Þeir feðgarnir eru þar sagðir vera á öndverðum meiði í stjórnmálunum. Þegar Pétur var að afloknu prófinu spurður, hvort hann vildi fá peninga frá föður sínum, svaraði hann stuttur í spuna: „Ég þarf ekki framar á fé frá föður mínum að halda.“ Pétur Brandt vinnur nefnilega fyrir sér í Siemens-verksmiðju og fær þar 4,60 mörk um timann. Ástmær Péturs, María að nafni, sem er prestsdóttir og hefur lokið stúdents- prófi, vinnur líka fyrir sér samhliða námi með því að festa skrúfur. RÖDD STJÓRNMÁLAMANNSINS: Þegar Edward Heath hættir að breiða út lygar um okkur, munum við hætta að breiða út sannleika um hann. Harold Wilson RÖDD SKÁLDSINS: Því eldri sem maðurinn verður, því meira dáir hann listina að temja sér að þegja. Ezra Pond VIÐ greiðum án nokkurs viðbótariðgjalds aukabætur til þeirra, sem slasast alvarlega þrátt fyrir notkun öryggisbelta. Fram yfir aðrar tryggingar greiðum við 50.000 kr. við dauðsfall °g allt að 150.000 kr. við örorku. Ky.nnið yður þessa mikilsverðu nýjung í ísl. tryggingum. ÁBYRGÐ H.F. — TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN — Skúlagötu 63 — Reykjavík — Símar: 17455 og 17947.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.