Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 8
8 21. júní 2010 MÁNUDAGUR „Ef höfuðstóll láns hefur verið skilgreindur í íslenskum krónum og það hefur verið greitt út til lántakandans í íslenskum krónum og hann greitt til baka í íslenskum krónum þá held ég að þessir dómar hafi fordæmisgildi gagnvart öllum slíkum lánum, alveg sama hvers kyns þau eru,“ segir Aðalsteinn Egill Jónasson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, um fordæmisgildi hæstaréttardómanna tveggja um gengistryggingu lána sem féllu um miðja síðustu viku. Aðalsteinn segir þó að skoða verði hvern og einn samning. „Í sumum samningum, sérstaklega í fyrirtækjasamningunum, var notast við annars konar orðalag. Lánið var ekki skilgreint beint í krónum heldur var til dæmis sagt „að jafnvirði“ og lánið greitt út í erlendum gjaldmiðli. Það er óleyst. Að mínu mati hafa dómarnir ekki fordæmisgildi gagnvart slíkum lánssamningum.“ Að sögn Aðalsteins mun ekki þurfa að fara með hvert einasta mál fyrir dómstóla en að reyna muni á um það bil tvær til þrjár tegundir samninga í viðbót. „Þá held ég að línan verði nokkurn veginn komin. Það fer ekki hver einasti lántaki með sín mál fyrir dómstóla. Það er alveg klárt í mínum huga.“ Kanilsnúðar Íslenskur gæðabakstur - Tilbúinn í ofninn FR YS TI VA RA Apótekið Hólagarði, Apótekið Spöng, Apótekið í Hagkaupshúsinu Skeifunni og á Akureyri Lóritín 10 stk. 389 kr. 30 stk. 985 kr. MENNTAMÁL Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hyggst efla starfsemi sína með því að koma á fót alþjóðlegri tungumálamiðstöð. Ætlun- in er að austan við Háskólabíó rísi þrjú þús- und fermetra hús sem muni hýsa áðurnefnda miðstöð, auk Vigdísarstofu, fyrirlestrasal og aðstöðu og heimasvæði fyrir alla kennslu og rannsóknir í þeim erlendu tungumálum sem kennd eru við Háskóla Íslands auk færeysku, grænlensku og samísku. Markmiðið með tungumálamiðstöðinni er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi tungumála sem og að heiðra framlag Vig- dísar til tungumála. Í miðstöðinni á að vera fræðslu- og upplifunarsetur sem verður opið almenningi sem vill fræðast um erlend tungumál og ólíka menningarheima. Til að þessi áform geti orðið að veruleika hefur fjársöfnunarátaki verið hleypt af stokk- unum sem ber yfirskriftina Látum verkin tala, þar sem einstaklingar, fyrirtæki og sam- tök geta styrkt verkefnið með því að hringja inn í sérstök styrktarsímanúmer eða með framlögum inn á bankareikning, 0137-26- 000476, kennitala 600169-2039. Tilgreina þarf verkefnisnúmerið: 137567. Átakið stendur til 29. júní en vonast er til að það takist að full- fjármagna verkefnið á árinu. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur safnar fyrir alþjóðlega tungumálamiðstöð: Þrjú þúsund fermetra bygging áformuð ÞRJÁTÍU ÁRA KOSNINGAAFMÆLI Söfnunarátakið stend- ur til 29. júní, en þá verða 30 ár liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti lýðveldisins. FJÁRMÁL „Ef fjármálafyrirtækin bera fyrir sig þessar röksemd- ir munu þau mögulega láta reyna á þær fyrir dómstólum og fá úr því skorið hvernig samningur- inn eigi að vera,“ segir Ólafur Rúnar Ólafsson, héraðsdómslög- maður hjá Pacta lögmönnum. Lög- fræðingar eru ekki sammála um túlkun dóms Hæstaréttar varð- andi ákvörðun vaxtakjara á þeim lánum sem voru gengistryggð og dæmd ólögmæt um miðja síðustu viku. Tvö sjónarmið hafa komið fram varðandi vaxtaákvörðunina, annars vegar að miðað verði við vextina sem þegar eru skilgreind- ir í samningnum og er það skoð- un Ólafs Rúnars og hins vegar að lánin verði leiðrétt eftir lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtrygg- ingu þannig að vextirnir verði ákveðnir samkvæmt 4. grein lag- anna og miða beri við vaxtatöflu Seðlabankans um lægstu óverð- tryggðu vexti. „Ég sé þetta þannig að í 18. gr. vaxtalaga er ákvæði um hvern- ig þetta virkar afturvirkt,“ segir Aðalsteinn Egill Jónasson, hæsta- réttarlögmaður og dósent við laga- deild Háskólans í Reykjavík. „Að mínu mati eru brostnar forsend- ur fyrir samningsvöxtunum við ógildingu gengistryggingarinnar. Ef samningur um vexti og annað endurgjald, og verðtrygging er til dæmis annað endurgjald, er ógild- ur þá eigi uppgjör milli skuldara og kröfuhafa varðandi endur- greiðslu að miða við 4. gr. laganna. Þar er vísað í þessa Seðlabanka- vexti sem eru birtir samkvæmt 10. gr. vaxtalaga.“ Aðalsteinn segir að löggjöfin sé skýr á þessu sviði og að ákvæði 18. gr. vaxtalaga sé ætlað að koma í veg fyrir að skuldarinn hagn- ist. „Skuldarinn á bara að greiða þá lágmarksvexti sem miðað er Gæti þurft að stefna viðskiptavinunum Óvissa ríkir um vexti á gengistryggðu lánunum sem dæmd voru ólögmæt um miðja síðustu viku. Tvö sjónarmið hafa verið sett fram um það álitamál, annað er sagt byggja á niðurstöðu dómsins en hitt á lögum um vexti og verðtryggingu. AÐALSTEINN EGILL JÓNASSON Skoða verður hvern samning fyrir sig BÍLAR Á HAFNARBAKKANUM Tekist er á um hvort vextir af gengistryggðum bíla- lánum eigi að vera óbreyttir eða miða við vaxtatöflu Seðlabankans. 1. Hvenær er stefnt að því að hefja siglingar frá Landeyja- höfn? 2. Hver var yfirskrift alþjóða- dags flóttamanna sem haldinn var í gær? 3. Hvað heitir prjónalistahátíð- in sem stendur yfir í Norræna húsinu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 KOSNINGAR Endurtaka þarf sveitar- stjórnarkosningar í Reykhólahreppi þar sem nefnd, skipuð af sýslu- manninum á Patreksfirði, hefur úrskurðað kosn- ingarnar ógildar. Samkvæmt nið- urstöðu nefnd- arinnar lét kjör- stjórn hjá líða að kynna komandi sveitarstjórnar- kosningar og fyr- irkomulag þeirra fyrir íbúum eyja á Breiðafirði. Íbúi í Flatey kærði framkvæmd kosninganna en þar eru sjö kjós- endur með lögheimili. Í kosningun- um greiddu 129 manns atkvæði, eða 62%, og athygli vakti að ekki kom neitt utankjörfundaratkvæði upp úr kössunum. „Ég man ekki í fljótheitum eftir því að viðlíka hafi gerst áður, að minnsta kosti ekki af sams konar tilefni. Eftir því sem ég fæ best séð er þetta ein birtingarmyndin af því sem getur gerst þegar sveitarfélög eru sameinuð og afskekktur partur af sveitarfélaginu gleymist,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmála- fræðingur. „Þó eru til dæmi um atvik sem eru minni háttar en þessi, eins og þegar sveitarfélagið Árborg varð til og það gleymdist að kveikja á jólatrénu á Stokkseyri. Þetta segir manni að þegar svona sameiningar eru verður fólk í stjórnsýslu sveit- arfélagsins að vanda sig þar sem eftir nægu er að muna.“ Fráfarandi hreppsnefnd mun starfa uns nýjar kosningar hafa farið fram. - jma Kosningar til hreppsnefndar í Reykhólahreppi úrskurðaðar ógildar: Íbúi Flateyjar kærði kosningarnar við samkvæmt vaxtalögunum.“ Þessu er Ólafur Rúnar ekki sam- mála. „Flestar reglur sem heimila breytingar á samningum miða að því að verja fólk gegn ósanngjörn- um einhliða samningsskilmálum,“ segir Ólafur Rúnar og bætir við að samningurinn sé ekki ógild- ur í heild. „Það er ákvæðið um gengistrygginguna sem er ógilt. Ég tel að samningurinn sé í gildi að öðru leyti. Dómurinn kveður ekki á um neitt annað. Dómurinn hljóðar ekki upp á að það eigi að breyta samningnum,“ segir Ólaf- ur Rúnar en engin varakrafa var gerð þar að lútandi í málinu. martaf@frettabladid.is GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON Eftir því sem ég fæ best séð er þetta ein birtingarmyndin af því sem getur gerst þegar sveitarfélög eru sameinuð GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.