Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 10
10 21. júní 2010 MÁNUDAGUR Bandaríski heimspekingurinn Daniel C. Dennet heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík, mánudaginn 21. júní kl. 16:00, sem ber yfirskriftina, “A human mind as an Upside-down brain“. Dennett er með þekktari fyrirlesurum samtímans og mikilvirkur fræðimaður á sviði heimspeki hugans, vísindaheimspeki og hugrænna vísinda (e. philosophy of mind, philosophy of science, cognitive science). Dennett hefur einnig fjallað mikið um þróunarkenningu og trúmál. Fyrirlesturinn verður haldinn húsnæði Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík, Bellatrix (stofu M1.01). ALLIR VELKOMNIR! www.hr.is A HUMAN MIND AS AN UPSIDE-DOWN BRAIN SVEITARSTJÓRNIR Fjárhaldsstjórn Álftaness hefur gert nýja fjárhags- áætlun fyrir sveitarfélagið þar sem gengið er út frá verulega auknum sparnaði á næstu árum frá því sem sveitarfélagið sjálft og endurskoð- unarskrifstofan KPMG gerðu ráð fyrir í janúar. Drög að greinargerð með nýju áætluninni voru lögð fram í bæj- arstjórn Álftaness á síðasta fundi fyrir kosningar. „Þegar rekstur Sveitarfélagsins Álftaness er skoð- aður er einkum tvennt sem sker sig úr í samanburði við önnur sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar mjög mikill launa- kostnaður sveitarfélagsins, sem hefur farið vaxandi milli ára, og hins vegar mikill rekstrarkostn- aður grunn- og leikskóla,“ segir í drögunum. Fjárhaldsstjórnin segir að á árinu 2008 hafi launakostnaður sem hlut- fall af tekjum verið 65,5 prósent á Álftanesi. Sama hlutfall hafi verið 49,3 prósent hjá öðrum sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu á þess- um tíma. Hlutfallið náði hámarki á Álftanesi árið 2009 þegar það fór upp í 72,2 prósent. Í nýrri áætlun fjárhaldsstjórnarinnar á hlutfall launakostnaðar af tekjum að verða komið niður í 52,7 prósent á árinu 2012. Það er sama hlutfall og var árið 2004. Fjárhaldsstjórnin segir að nokk- uð hafi verið um launagreiðslur umfram kjarasamninga á Álfta- nesi. Sérstaklega eru nefnd dæmi um óvanalega miklar greiðslur fyrir yfirvinnu á leiksskólum og tvöfalt hærri greiðslur fyrir ræst- ingu leikskólanna en ný uppmæling segi til um. Um háan rekstrarkostnað skól- anna á Álftanesi segir að sem hlut- fall af skatttekjum hafi hann verið 60,5 prósent á Álftanesi miðað við 43,5 prósent í nágrannasveitar- félögunum. Framtíðarskuldbindingar Álfta- ness við Eignarhaldsfélagið Fast- eign, Búmenn hsf. og Ris ehf. eru virtar á 4.066 milljónir króna. 10 prósent álag á útsvar og 0,4 prósent fasteignaskattur þurfi að vera í gildi fram yfir árið 2015 eigi Álftanesi að takast að mynda einhvern afgang til að standa undir leigugreiðslum sveitarfélagsins. Auk þess verði að hagræða meira í rekstrinum. Það sé mat fjárhaldsstjórnarinnar að hægt sé að ná fram þeim rekstr- arbata án þess að skerða frekar þjónustu en þegar hafi verið gert í sveitarfélaginu. gar@frettabladid.is Hafa greitt of mikið í laun og rekstur Fjárhaldsstjórn Álftaness boðar aukinn sparnað í rekstri. Mikill launakostnaður og hár rekstrarkostn- aður skóla á síðustu árum sker sig úr í samanburði við nágrannasveitarfélögin. ÁLFTANES Fjármálin eru í flækju og spara þarf meira en hægt er að gera án þess að skerða þjónustu frekar en orðið er, segir fjárhaldsstjórnin sem skipuð var til handa Sveitar félaginu Álftanesi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUR Svartfoss, skip Eimskips í Nor- egi, siglir vikulega til Petsjenga-flóa á Kóla- skaga. Svæðið hefur þar til fyrir skömmu verið lokað öðrum en Rússlandsher og lýtur stjórn hans, að því er BarentsObserver.com greinir frá. Petsjenga er um 20 kílómetra austur af landamærum Noregs og Rússlands, en Svart- foss hefur sinnt strandsiglingum upp með strönd Noregs og starfar innan ramma áætl- unar Evrópusambandsins að nafni Nort- hern Maritime Corridor (NMC) verkefnið og er ætlað að auðvelda siglingar milli Evr- ópu og hafna í Norðvestur Rússlandi. Skipið hefur farið þrjár ferðir til Petsjenga og hefur viðkomu þar í vikulegum siglingum til Múrmansk. Haft er eftir Trond Lorentzen, talsmanni Eimskips í Noregi, að norðurhluti og þá sér í lagi norðvesturhluti Rússlands sé vaxtar- svæði í siglingum. „Fyrir tveimur árum stefndum við á að koma við í Múrmansk þriðju hverja viku. Núna komum við þangað vikulega og erum til þessa eina vestræna skipafélagið sem hefur þar reglulega viðkomu,“ er eftir Trond haft á BarentsObserver.com. Hann furðar sig á að önnur skipafélög hafi ekki stokkið á tækifær- ið að komast í tengsl við Rússlandsmarkað í gegn um Múrmansk. - óká SVARTFOSS Eimskip í Noregi fékk systurskipin Svartfoss og Storfoss afhent ný árið 2006. Svartfoss siglir á umráðasvæði rússneska hersins á Kólaskaga: Sigla vikulega til Petsjenga á Kólaskaga MENNTUN Sumarið verður nýtt í að stofna net sem verður nokk- urs konar yfirhattur yfir alla fjóra opinberu háskólana. Hugmyndir um sameiningu Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík náðu ekki fram að ganga. Þess í stað verður samstarf allra skólanna stóraukið. Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra segir að stofnað verði net, líkt og þekkist í Skotlandi og í Bandaríkjunum, og háskólarn- ir muni starfa saman. Af því verði samlegðaráhrif. Spurð hvort þetta sé fyrsta skrefið í átt til sameining- ar segir hún að það sé hugsanlegt. „Þarna verður til öflugra net í anda samstarfs sem hugsanlega leiðir til sameiningar. Markmiðið er þó að það verði öflugt starf á öllum fjórum stöðunum.“ Tillögurnar hafa verið kynntar í ríkisstjórn en svo þær geti orðið að veruleika þarf lagabreytingar. Mismunandi lög gilda um skólana, þannig fellur Háskólinn á Hólum undir búnaðarlög en hinir undir lög um háskóla. Auk Hólaskóla nær þetta til HÍ, HA og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Katrín segir að með þessa sé hægt að samhæfa kennslu og nýtingu á stofnþjónustu. Með tillögunum er verið að fylgja ráðgjöf erlendra sérfræðinga. - kóp Stefnt að stórauknu samstarfi háskólanna: Fyrsta skref sameiningar MENNTAMÁLARÁÐHERRA Katrín Jakobs- dóttir segir aukið samstarf opinberu háskólanna geta leitt til sameiningar í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALÞINGI Alþingi samþykkti sam- hljóða tillögu upplýsingavefsins Wikileaks um að búa til alþjóð- legt „fjölmiðlafríríki“ á Íslandi í liðinni viku. Fimmtíu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og var hún samþykkt vegna afgerandi lagalegrar sérstöðu Íslands varðandi tjáningar- og upplýs- ingafrelsi. Meginástæða tillögunnar var birting RÚV í ágúst 2009 á lána- bók Kaupþings, sem uppruna- lega var lekið í Wikileaks. Í tillögunni var lagt til að Alþingi fæli ríkisstjórninni að leita leiða til að styrkja tján- ingar- og málfrelsi, miðlun og útgáfufrelsi. - sv Lagaleg sérstaða Íslands: 50 þingmenn samþykktu fjöl- miðlafríríki Rekstrar- kostnaður skólanna á Álftanesi var 60,5 prósent af skatttekj- um miðað við 43,5 prósent í nágrannasveitarfélögunum. 60,5% ANNAR MEÐ BYSSU, HINN MYNDAVÉL Tveir Ísraelar, annar hermaður en hinn ljósmyndari, fylgjast með hópi mótmælenda í bænum Nabi Saleh, skammt frá Nablus á Vesturbakkanum. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.