Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2010, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 21.06.2010, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 21. júní 2010 11 Landslög – lögfræðistofa og LM lögmenn hafa sameinað krafta sína undir merkjum Landslaga. Með sameiningunni aukum við faglegan styrk stofunnar og möguleika á að takast á við fjölbreyttari verkefni. Við flytjum um leið starfsemi okkar í nýtt húsnæði að Borgartúni 26. Þar vonumst við til að geta veitt umbjóðendum okkar enn betri þjónustu en áður. Engar breytingar verða þó á rekstri stofunnar í Reykjanesbæ. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar landslog.is. Borgartúni 26 · 105 Reykjavík Sími 520 2900 · Fax 520 2901 Hafnargötu 31 · 230 Keflavík Sími 421 1733 · Fax 421 4733 www.landslog.is landslog@landslog.is Landslög MÁL AÐ FLYTJA MENNTAMÁL Tólf nýstúdentar hlutu í liðinni viku styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við Háskóla Íslands. Um er að ræða styrki til nemenda sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Þetta var þriðja árið sem úthlutað er úr sjóðnum. Hver styrkur nemur 300 þúsund krónum auk þess sem 45 þúsunda króna skráningargjald í háskólann er fellt niður fyrir nemendurna. Við val á styrkhöfum er einkum tekið mið af fram- úrskarandi námsárangri á stúdentsprófi en einnig er horft til virkni í félagsstörfum og árangurs stúdenta á öðrum sviðum svo sem í listum og íþróttum, að því er segir í fréttatilkynningu frá háskólanum. Í hópi styrkþega voru sex dúxar en flestir stúdent- anna stefndu að námi við raunvísindadeild. - mþl Úthlutað úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við Háskóla Íslands: Afreksstúdentar styrktir STOLTIR STYRKHAFAR Athöfnin fór fram á Háskólatorgi Háskóla Íslands. SLYS Hjörtur Hinriksson, eigandi bátsins sem strandaði við Akurey á laugardag, segir litla hættu hafa verið á ferðum. Ferðamönnunum hafi verið bjargað í annan bát í eigu fyrirtækisins og þeir haldið áfram hvalaskoðun. Bátur fyrirtækisins Puffin Express, Skúlaskeið, strandaði við Akurey en um borð var hópur ferðalanga í lundaskoðunarferð. „Það varð engin vélarbilun, við vorum bara að lóna í kringum eyjuna að skoða lunda þegar við rekum á þetta sker. Sem betur fer var einn af bátum okkur í grenndinni og því tókst að ferja ferðamennina yfir á hann,“ sagði Hjörtur. Spurður hvort strandið hafi verið áfall fyrir ferðamennina segir Hjörtur svo ekki vera: „Þeim brá nú ekki meira en það að þau fóru í hvalaskoðun strax á eftir.“ - sb Bátur strandaði við Akurey: Héldu náttúru- skoðun áfram LÖGREGLUMÁL Bæði hegningarlaga- brotum og umferðarlagabrotum fjölgaði hjá lögreglunni á Vest- fjörðum í maí. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Alls voru skráð 24 hegningar- lagabrot hjá umdæminu í maí en þau voru tíu í fyrra og 20 árið 2008. Umferðarlagabrotum hafði fjölgað mikið frá fyrra ári en þau voru 51 í síðasta mánuði en 30 árið áður. Það eru þó færri umferðar- lagabrot en í maí árið 2008 þegar þau voru 106 talsins. Ekkert fíkni- efnalagabrot var skráð í maí í ár eða í fyrra en tvö komu inn á borð lögreglunnar fyrir tveimur árum. Lögreglan á Vestfjörðum: Brotum fjölgaði Einn á ofsahraða Ökumaður sem ók á 147 kílómetra hraða á klukkustund á Vesturlands- vegi við Víkurveg á föstudagskvöld var sviptur ökuréttindum á staðnum. Þrír stútar Þrír voru handteknir aðfaranótt laugardags fyrir að aka drukknir. Sá fyrsti var stöðvaður eftir miðnætti á Bústaðavegi og var ökuréttindalaus. Annar var stöðvaður í Tryggvagötu og var líka án ökuréttinda. Sá þriðji var stöðvaður eftir að hafa ekið á bifreið í Pósthússtræti á sjötta tímanum. LÖGREGLUFRÉTTIR BRUSSEL Hvalveiðar Íslendinga gætu orðið þröskuldur á vegi þjóðarinnar að inngöngu í Evr- ópusambandið, samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar í dag. Erlend- ir fjölmiðlar fjölluðu margir um hvalveiðar Íslendinga í gær en fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst í dag. Í frétt AFP er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni í Brussel að ef Ísland haldi veiðum sínum áfram muni það hafa alvar- legar pólitískar afleiðingar. Ísland uppfylli flest öll skilyrði aðildar að fullu en hvalveiðarnar séu þar Þrándur í götu þjóðarinnar. Síðan hvalveiðibannið var sett á hafa yfir 33 þúsund hvalir verið veiddir samkvæmt frétt AP um málið. Hvalveiðar umdeildar: Segja hvalveið- ar ljón í vegi ESB-aðildar LUNDI Ferðalangar voru í lundaskoðun þegar bát steytti á skeri. KEPPT Í FLUGKÚNSTUM Á degi flugsins í Kiev, höfuðborg Úkraínu, kepptu 39 lið í því að fljúga sem lengst á kostu- legum heimatilbúnum flugfarkostum. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.