Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 SAMBÝLISFÚLK I LUNDÚNUM NlðUíl. /wvwwwuwwuwuws NÆSTU vikurnar varð mér ljóst, hve lítíð Þarf til þess að ganga úr skugga um, að sam- band fólks sé orðið breytt. Ef til vill ósagt °rð, eða orð, sem betur hefði verið ósagt, Þögn, bitur raddblær, spyrjandi undirtónn . . . Eftir hina löngu, snurðulausu vináttu okkar Rutar fórum við að þjást af þessu. Ég fann, að ég hlakkaði til þeirra fáu mín- útna eða ef til vill þeirrar klukkustundar, sem ég átti þess öðru hverju kost að vera ein hjá Jack, og ég fór að kvíða fyrir löngu kvöldunum og hádegisverðunum á sunnudög- unum, þegar við vorum þrjú saman. Sama máli gegndi um Rut. „Þú varst ósköp þögul í kvöld,“ sagði hún eitt sinn, þegar við höfðum drukkið kaffi inni hjá Jack og vorum aftur komnar inn til okk- ar. ,,Var það? Ég var bara hálfþreytt." „Mér fannst þú vera svo óskaplega þögul, °g ég var að hugsa, hvort eitthvað væri að þér.“ „Nei, ég var bara þreytt, eins og ég var að segja þér.“ Ur þessu varð þreytar.di samtal, sem hafði Þau áhrif, að við fjarlægðumst hvor aðra. Svo vildi það til af hendingu dag einn, að eg léði Jack bók, sem ég hafði lesið, og hann léði mér bók, sem hann hafði þá nýlega fengið senda frá Ameríku, og nú urðum við enn samryndari en áður, af því að við lás- um sömu bækurnar. Tímunum saman gátum Vlð rabbað saman um ritstörf, og þá var það Rut, sem steinþagði, sat og reykti og grann- skoðaði lakkið á nöglunum á sér, en virti um leið plötuspilarann fyrir sér. Kvöid eitt kom Rut heim og sagði, stutt 1 spuna: „Eg ætla að fá hann Jack léðan og strjúka með hann frá þessum bókmenntaumræðum ykkar. Fisherhjónin vilja, að ég komi með Þeim á góðgerðardansleik, og ég á að hafa eira með mér. Ég ætla að spyrja hann Jack, vort hann vilji koma með mér.“ „Fyrir alla muni gerðu það,“ sagði ég gremjulega, „en að fá hann léðan finnst mér nú fullmikið sagt.“ Ég vann eftirvinnu kvöldið, sem þau voru á dansleiknum. Ég sá þau ekki fara að heiman, en þau voru tvímælalaust bæði í sjöunda himni. Ég lá vakandi og heyrði þau hlæja úti á tröppunum, þegar þau komu heim aftur. Morguninn eftir sagði Rut mér frá því í stuttu máli, að þau hefðu skemmt sér prýði- lega, en það var tæplega allur sannleikur- inn. því að við morgunverðarborðið sat hún og ljómaði af hamingju, sem henni reyndist um megn að dylja. Ég vissi ekki, hvað gerzt hafði, en þau töfrabrögð, sem Jack hafði viðhaft kvöldið, sem ég hafði sagt honum frá Michael, höfðu bersýnilega einnig haft sín áhrif á Rut. Við Rut höfðum oft rætt um, hvernig hún hefði leitað að þeim eina sanna, sem væri öðruvísi en allir hinir — og þess vegna svo vandfundinn. Þegar við sátum að morgunverði þennan morgun, flaug mér allt í einu i hug, að nú þyrfti hún ekki að leita hans lengur. VETURINN var liðinn, og nú þegar dimm kvöldin voru orðin fortíð og við flýttum okk- ur ekki lengur heim til arineldsins, var eins og síðustu leifarnar af óþvingaða lát- leysinu hryndu af vináttu okkar. Við vorum sjaldan heima samtímis. Flest kvöldin var það því annaðhvort Rut eða ég, sem Jack hitti heima. Hann og ég reyktum og spjöll- uðum og fórum út að borða kvöldverð. Hann spurði aldrei eftir Rut. — Og kvöldið eftir er trúlegt, að þau hafi farið út saman. Bezt man ég, hve stásslegar við vorum þetta vor. Við Rut höfðum aldrei verið veru- lega vel klæddar áður. Nú eyddum við pen- ingum okkar gegndarlaust og keyptum kjóla og dragtir og frammjóa ítalska skó. Við vor- um eins og tveir leiftrandi gimsteinar, sem kepptust við að vekja sem mesta athygli. Við

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.