Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN myndir mínar eru sannkallað'rósavatn sam- an borið við þær myndir, sem sýndar eru í dag.“ BLM: „Álítið þér, að kvikmyndabann sé okkur nauðsynlegt?" BARDOT: „Ég er að vona, að það eigi eft- ir að verða rýmra. Bönn stoða ekki neitt; þau auka aðeins freistinguna.“ BLM: „En hvernig á þá að vernda börn- in?“ BARDOT: „Fólk verndar ekki börn sín fyr- ir tóbakseitrun, þó það banni þeim að reykja. Ef það segir við þau: „Jæja, fáið ykkur sígar- ettu, þá verður þeim óglatt, og við það missa þau lystina. Ég hef aldrei bragðað fíknilyf. Ég fékk algeran viðbjóð á þeim, þegar ég sá Moore. í þeirri kvikmynd eyðilögðu ungl- ingarnir fótleggina og handleggina á sér með eiturlyfjaneyzlu. Þá fékk ég óbeit á eiturlyfjum.“ BLM: „Finnst yður, að það eigi að sýna svona ruddamennsku í kvikmyndahúsum?“ BARDOT: „Ruddamennskan blasir hvar- vetna við okkur í lífinu. Hvers vegna ætti þá að banna hana í kvikmyndum, sem eiga að vera spegill lífsins?“ BLM: „Hvaða skoðun hafið þér á nútíma- æskunni?“ BARDOT: „Mér finnst hún óheilbrigð. Henni leiðist, hún er of spillt af dekri, hún hefur ekki horfzt í augu við stríðið. hina hryllilegu neyð. Hún veit ekki, hvaða hugsjón hún á að eltast við né hvernig hún á að vaxa upp úr feninu. Margir unglingar grípa þá til eiturlyfja. Ég gat aldrei átt við það.“ BLM: „Teljið þér, að hegðun hippanna sé sprottin af einlægni?“ BARDOT: „Að vissu leyti. En meðal þeirra er mikið af bleyðum, sem fylla flokk þeirra vegna leti. Þetta eru dæmigerð ómenni.“ BLM: „Samt hafið þér nú lofsungið frjáls- ræðið og slæpingsháttinn, er ekki svo?“ BARDOT: „Að vísu, en ég vinn, og þess vegna get ég unnt mér frjálsræðis og slæpzt.“ MERKINGAR ORÐA á bls. 8. 1. Björn, 2. töfrasproti, 3. konungur, 4. sem nuddar fótunum saman á göngu, 5. hófsemi, 6 fugl af svartbaksætt, 7. spott, 8. brimsorfinn, 9. fiskur, sem nær 18 þumlunga stærð, 10. orð- gnótt. 4 MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI undir eins bústaðaskipti til að forðast vanskil. sA«T er j að umburðarlyndi annarra vitni um, að þeir vantreysti okkur ekki með öllu. ♦ að of margir stundi störf, sem þeim eru leið, til þess að geta keypt sitthvað, sem þeir gætu sér að skaðlausu verið án. ♦ að sá maður, sem væntir sér einskis af líf- inu, fái ekki hjá því komizt að njóta verulegrar ánægju á lífsleiðinni. ♦ að enginn maður heyri rödd sína eins og hún er í raun og veru. ♦ að ýmsir megi þakka sínum sæla fyrir, að þeim skuli vera hlíft við að heyra rödd sína með annarra eyrum. DAF bílarnir vinna á VIÐ lásum nýlega í erlendu tækniblaði, að salan á hollenzku DAF bílunum hefði aukizt svo gífurlega að undanförnu, að verk- smiðjurnar hefðu ekki undan að smíða þá. Árið 1968 smíðuðu þær samtals 60 000 fólks- bíla, en auk þess allmikið af vörubílum. Það ár jókst salan á DAF fólksbílum í Hollandi um 27%, en útflutningurinn til annarra landa um 26,5%. Það vekur athygli, að DAF bílar ryðja sér nú mjög til rúms í Vestur-Þýzka- landi og Frakklandi, þrátt fyrir harða sam- keppni við bílaframleiðslu þessara landa, sem er gífurleg. Vestur-þýzk útvarps- og sjónvarpstæki frá Schaub-Lorenz. Hagstætt verð. GELLIR sf., Garðastræti 11, sími 17412.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.