Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 finnsk „£auna" Elt MEIRA EX BADSTOFA BAÐSTOFUR eru ævagamlar. Málfræð- ingar þykjast geta rakið feril orðsins sauna aftur til þess, er finnsk tunga var að mót- ast lengra suður frá, en varlegt er auðvitað að treysta getgátum þeirra. Hitt vita allir, að finnskar baðstofur eru heimsfrægar og að heiti þeirra er orðið alþjóðaorð líkt og ísl. orðið saga. Menn halda helzt, að svitaböðin hafi orðið svo vinsæl á norðlægum breiddarstigum sem raun ber vitni, af því að störf voru þar erf- ið og skógar miklir. Heldur virðist okkur fyrri ágizkunin hæpin, því að væntanlega hafa menn víðar unnið eríiðisvinnu en á norðurhjara heims. Skynsamlegra væri að geta sér þess til, að kuldarnir þar hafi eggjað fólk til gufubaða. Viturlegast er að fullyrða sem minnst um gufuböðin i fornöld, því að á þeim brestur okkur örugga þekkingu. Hitt er vitað, að finnskar baðstofur hafa löngum verið meira en venjulegar þrifnaðarstöðvar. ^ær hafa jafnframt verið eins konar helgi- dómar. Jafn saknæmt þótti t. d. að stela munum úr baðstofu og gripum úr kirkju, og fyrir sérhvert afbrot, sem framið var þar, hlutu sökudólgarnir rnjög þunga refsingu. Pinni, sem var að stofna heimili, gerði sér baðstofu, áður en hann reisti íbúðarhús sitt. I baðstofunni ól kona hans börn sín, og þar onduðust meðlimir fjölskyldunnar. Þangað var aufúsugestum fyrst boðið. Þar fóru fram brúðkaups- og útfararathafnir, galdraiðkanir °g lækningatilraunir. Talsvert eimir enn eftir af þessum fornu viðhorfum til baðstofanna í Finnlandi. Að minnsta kosti er hreinlætissjónarmiðið þar ekki allsráðandi. í Finnlandi er það metn- uðarmál að eiga baðstofu. Sá heimilisfaðir telst varla maður með mönnum, sem á hana ekki. Finnsku baðstofurnar eru þvi dreifðar um allt landið. Borgarbúar eiga jafnvel bað- stofur við sumarbústaði sína. í þessum einka- baðstofum þingar fjölskyldan um málefni sm. A þeirri ráðstefnu eru oft bæði börn og gamalmenni. Opinberu baðstofuinar i borg- um Finnlands eru einnig miklir umræðu- staðir. Talið er, að auðveldara sé að ræða málin þar við sjáifbirginga en í gildaskálum. Skapið mýkist neínilega, um leið og líkam- inn linast í hita „saununnar“. HINN merki brautryðjandi íslenzkra íþróttamála, Jón Þorsteinsson skóiastjóri, reisti af miklum stórhug og myndarskap íþróttaskóla í Reykjavík á miðjum 4. tug þessarar aldar. Hann vann það þarfaverk að koma þar fyrir gufubaðstofu. Þúsundir manna hafa sótt sér þangað hressingu og heilsubót síðan 1936. Þegar baðstofa Jóns Þorsteinssonar varð til, var Reykjavík írem- ur rykug borg. Götur voru þar þá víða ómal- bikaðar, og á vetrardögum lá oft mikill kola- reykur yfir höfuðborginni. Þótti mönnum þá mjög hressandi að fá sér gufubað í íþrótta- skólanum við Lindargötu. En frumkvæði Jóns Þorsteinssonar varð til þess, að nú eru gufubaðstofur orðnar nokkuð algengar hér á landi. Þangað sækir fólk sér fyrst og fremst hvíld og hressingu. En finnska trúar- og fé- lagsmálaviðhorfið til gufubaðstofunnar hef- ur ekki enn borizt til íslands, svo að vitað sé. Hitchcock í vígahug KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDINN Alfred J. Hitchcock, sem mjög er orðaður við hryll- ingssögur i blöðum og timaritum, en kvað vera mesti meinleysismaður í einkalífi sínu, var nýlega spurður, hvort hann langaði ekki til að taka kvikmynd af þeim hjónunum Jacqueline (áður Kennedy) og Aristotcles Onassis. Hitchcock anzaði af bragði: „Jú, sannar- lega langar mig til þess. Ég mundi láta Jackie drukkna. Hugsið yður: Skemmtisigl- ing á „Christine" (lystisnekkju Onassiss). Skyndilega heyrist óp. Jackie hefur hallað sér um of út af borðstokki skipsins, svo hún fellur útbyrðis og drukknar. Þungi gim- steinanna, sem hún hleður á sig, sökkvir henni niður í hafdjúpið.“ Um hlutverk Onassiss í myndinni fórust Hitchcock þannig orð: „Hann yrði dreginn fyrir lög og dóm og dæmdur til þrælkunar- vinnu af kviðdómendum úr hópi viðskipta- keppinauta sinna.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.