Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.04.1970, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 GYLDENDALS forlagið í Khöfn hefur sent okkur þessar bækur: Áke Hallberg: Udforming og bestilling af tryksager. Pá dansk ved Ole Vedel, 104 bls. ■— Þetta er nytsöm handbók í bókagerð, frum- samin á sænsku og nefnist á því máli „Tryck- saksbestállning“. Höfundur fjallar um flest atriði, er varða frágang prentaðs máls, m. a. stafagerð, setningu, prófarkalestur og .prent- an. Bókin er handhæg og aðgengileg leið- beining öllum þeim, er við prentun og bóka- gerð íást, og fjöldi mynda er efni hennar til skýringar og skilningsauka. Hún er í svo- nefndum Kubus bókaflokki Gyldendals, en ýmsra bóka hans hefur nýlega verið getio bér í blaðinu. Bertil Ehn: Möbelpleje. Reparation og ved- Bgeholdelse af mþbler. Pá dansk við snedker- niester Jþrgen Reslet. Tcisnologisk Institut, Træafdelingen, 124 bls. — Hér eru saman komnar greinargóðar leiðbeiningar um við- arfræði, húsgagnagerð, kaup á gömlum hús- gögnum, viðgerð þeirra og varðveizlu. Á frummálinu, sænsku, nefnist bókin „Möbel- vard“, og ber það heiti hennar með sér, að fiiegináherzlan er lögð á varðveizlu og við- hald húsgagna. Fjöldi mynda er efninu til skýringar. Bókin er í Kubus bókaflokki for- lagsins. Lise Bræmme: Hvad skal vi ha’ til mid- dag? 227 bls. — Danir eru ágætir matreiðslu- menn og' kunna vel að meta unaðassemdir fostætra rétta. í þessari bók eru samtals um 800 mataruppskriftir af öllu tagi, bæði al- kunnar og nýjar. Einn af kostum hennar, auk bess hve létt og meðfærileg hún er í hendi, er sá, að uppskriftir á réttunum eru flestar flokkaðar eftir mánuðum með tilliti til þess, hvað þá er auðveldast að fá af hráefnum í matinn og hentugast að hafa á borðum. Fremst í bókinni eru uppskriftir ótímabund- inna fæðutegunda (grundopskrifter), og aft- ast eru hátíðaréttir, ætlaðir til neyzlu á nýársdag, páskum, jólum og gamlárskvöldi. Bókin er i áttblöðunga-bókaflokki forlagsins, Gyldendals Oktavbþger, og því handhæg, oins og áður er sagt. Horfir til bóta VIÐ lásum nýlega eftirfarandi í erlendu blaði: Gamalt fólk segir oft: Þegar við vor- um börn, vorum við sí og æ að fárast yfir ágölium okkar og' vanmætti. Þegar einhver kom í heimsókn, vorum við vön að segja: Æ, þú verður að fyrirgefa, hve allt er ófull- komið hjá okkur o. s. frv. — Og' þegar okkur var hrósað, roðnuðum við upp í hársrætur, hristum höfuðið og sögðum: Æ, nei. — Nú er þetta viðhorí úr tízku, sem betur fer. Gúmmíhjarta Goodyearmanna HINGAÐ til hefur mönnum ekki tekizt rétt vel að búa til gervihjörtu, en í verk- smiðjum Goodyear Tire and Rubber Co. hef- ur tæknisnillingunum nú með samstarfi við lækna lánazt að búa til hjarta, sem haldið hefur lífinu í tilraunadýrum í allt að 50 klst. Er það lengri tími en áður hefur frétzt af í þessum efnum og táknar því framfarir. Þetta gervihjarta er þakið lagi úr hálfstífu polyurethan, en innan í því er hólf úr hrá- gúmmi. Hefur það haldið teygjunni lengur en önnur efni, sem reynd hafa verið til þessa. ÖLL ÍSLENZK BÖRN þurfa að lesa ÆSKUNA, hiS fjölbreytta, víð- lesna og vinsœla barnablað. PóstsendiS strax þennan pöntunarseSil: Ég undirrit......... óska að gerast áskrif- andi að ÆSKUNNI og sendi hér með ár- gjaldið 300 kr. (Sendist í ábyrgðarbréfi eða póstávísun). Nafn Heimili Áritun: ÆSKAN, Pósthólf 14, Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.