Fréttablaðið - 21.06.2010, Page 14

Fréttablaðið - 21.06.2010, Page 14
14 21. júní 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR - Lifið heil www.lyfja.is 25% afsláttur af öllum Schollvörum út júlí í öllum verslunum Lyfju. Fallegir fætur með Scholl Á síðustu metrunum verða ákafari úrtöluraddirnar að nýjar og glæsilegar byggingar í Reykjavík og á Akur- eyri hafi aldrei átt að rísa. „Seint séð Þuríður.“ Nú skal ekki hér rifjað upp hver tildrögin voru að því að Harpa og Hof voru undirbúin, hönnuð og reist. Aðdragand- inn að báðum húsunum var langur og hugsjónir um byggingu þeirra kviknuðu af sárri þörf, hvorki norðan né sunnan heiða voru nein hús tiltæk til samkomuhalds þannig að sómi væri að. Og þá var sama til hvaða tónlistarnota var litið: sinfónískrar tón- listar, kórverka, hljómsveita stórra og smárra af hvaða tagi sem gafst. Íslenskum áhugamönnum um tónlist af öllu tagi var vísað í skítuga bari, íþróttahús, gamla bíósali, félagsheimili af annarri kynslóð – því ástandi varð að linna. Víst skal ekki efast um að allur undirbúningur beggja mannvirkjanna mátti vera betri, mælieiningar um kostnaðar- hækkanir á báðum húsunum eru tímabundnar og háðar mörgum ytri skilyrðum. Það er lítið gagn í að tauta nú: „Þetta gat ég gert ódýrar hefði ég átt sög“, eða „þessu var ég alltaf á móti“ eins og bæjarfulltrúinn á Akureyri gerir nú. Hvað ætlar hann að gera í framtíðinni? Bíða á tröppunum meðan bærinn fer í Hof? Húsin munu þýða algera byltingu í rekstri stórra menningar- stofnana: rekstrargrunni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar er gerbylt með Hofi. Loks verður fýsilegt fyrir opinberar stofnanir að sækja norður, leikflokka, dansflokka og tónlistarhópa af öllu tagi. Hagnaður í hjarta Akureyringa og Norðlendinga verður mikill og óumræddur. Hof mun kosta tals- vert í rekstri en tilkoma hússins gerir norðurströndina frá Húna- flóa að Húsavík að byggilegri stað, bætir lífsgæðin. Harpa mun á sama máta kalla á umtalsverðar breytingar í flutningi og notum tónlistar af hvaða tagi sem hún er. Húsið er risastórt skref til ánægjuauka fyrir íbúa allt upp í Borgarfjörð og austur eftir suðurströndinni. Mannvirki sem mun hvað sem stækkun og mannfjöldaaukningu á höfuðborgarsvæðinu og í nálægum byggðum líður duga í hundruð ára – gleymi menn ekki viðhaldinu. Ekki skal það efað að yfirvöld borgar og ríkis með þau Ingibjörgu Sólrúnu og Björn Bjarnason í fararbroddi hafa ekki hugsað dæmið til enda þegar Landsbankafélögum Björgólfs Guðmundssonar var veittur réttur til að reisa Hörpu. En þýðir um það að fást nú? Ekki lokum við skólunum fokheldum, sláum fyrir kirkjurnar þótt þær geri ekki í blóðið sitt. Ekki er rekstrar- kostnaðurinn á bæjarstjórnarskrifstofum og ráðhúsum metinn svo að þau hús verði að nýta með tví- eða þrísetningu. Sem þó er hægt að gera bæði með Hof og Hörpu. Tilkoma þessara mannvirkja kallar aftur á róttæka endurskoð- un á menningarpólitík ríkis og sveitarfélaga, skarpan skilning á hvað er mögulegt og hvernig má hrinda því í verk öllum íbúum landsins til yndisauka. Aðsókn að úrtölumönnum hefur aldrei verið mikil. Fyllist allt af lífi: Hof og hallir SKOÐUN Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettabladid.is Eitt af lögmálum eðlisfræðinnar segir að orka geti hvorki orðið til né eyðst, heldur aðeins umbreyst. Án þess að vera sérlega hagspekilega vaxinn tel ég að þannig sé þessu einnig háttað um fjármagn: Það verður hvorki til úr engu né heldur getur það gufað upp (eða bara farið til himna, eins og Björ- gólfur Thor orðaði það í kvikmynd Gunn- ars Sigurðssonar). Fjármagn umbreyt- ist aðeins í vinnu, hluti, og þjónustu, og öfugt. Af því dreg ég þá ályktun að skuld- ir sem stofnað hefur verið til hverfi ekki. Ef einhver sleppur við að borga skuld sína, hvort sem hún hefur verið afskrifuð eða af öðrum orsökum, þá flyst skuldin væntanlega á annan aðila. Ef þessi annar aðili er banki eða starf- semi í hans eign fæ ég ekki betur séð en að verið sé að velta skuldinni yfir á almenning, þ.e.a.s. þann hluta hans sem er borgunarmaður fyrir skuldum. Því þegar bankar hagnast þá eiga þeir gróðann. En þegar þeir tapa eigum við tapið. Það virðist líka vera lögmál. Sama sýnist mér eiga við um gjaldeyris tryggð bílakaupalán. Þegar þau voru tekin var fólk vísvitandi og markvisst að gambla með lánsféð, treysti á að krónan myndi halda áfram að styrkjast og það myndi græða á geng- ismuninum. Eins og það væri að búa til peninga úr engu. Nú þegar vopnin hafa snúist í höndum fólksins sé ég ekki beinlínis að lánafyr- irtækin eða eigendur þeirra, bankarn- ir, eigi að taka á sig skellinn þrátt fyrir nýgenginn dóm um annað. Geri ráð fyrir að það ríði lánafyrirtækjunum að fullu. Bankar eiga þessar lánastofnanir, og hverjir skyldu nú eiga bankana? Af því að skuldir hverfa ekki fæ ég ekki betur séð en að það lendi á mér að borga ef lánafyrirtækin eru þurrausin. Það lendir á mér og öðru fólki sem er með allt sitt á hreinu vegna þess að það tók ekki þátt í hrunadansinum. Af því að ég stillti mig um að kaupa mér nýjan bíl með glýju í augum af gengistryggð- um lánum og get því greitt mín gjöld til samfélagsins. En á að fara að refsa okkur fyrir það með því að láta okkur líka halda bönk- um uppi sem lánuðu fólki peninga í þetta fjárhættuspil? Orkulögmál í fjármálaheiminum Fjármál Jón Baldur Þorbjörnsson bíltæknifræðingur Bleikir steinar Femínistafélagið afhendir í dag bleika steina í tilefni af kvenréttindadeg- inum, 19. júní. Bleiku steinarnir eru hvatningarverðlaun og veittir fólki í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á gang jafnréttismála í samfélaginu. Í fyrra voru það ráðherrar í ríkisstjórninni sem tóku við verðlaununum en í ár hljóta steinana Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, Egill Helgason, þáttastjórnandi hjá RÚV, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Óþörf hvatning Agli Helgasyni hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að láta halla á hlut kvenna í þætti sínum. Því hefur hann neitað og segir konur einatt færast undan þegar hann hringir í þær. Það má því draga í efa að Egill Helgason telji sig þurfa á nokkurri hvatningu að halda þegar þegar kemur að því að rétta hlut kvenna, allra síst frá konum. Nýr stjórnarformaður Besti flokkurinn hefur útnefnt Harald Flosa Tryggvason sem formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Haraldur Flosi er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Lýsingar og því einn þeirra sem höfðu hönd í bagga með myntkörfulánunum sem Hæstiréttur dæmdi ólögleg á dögunum. Vonandi farnast honum betur í stjórn Orkuveitunnar. sigridur@ frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.