Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 21. júní 2010 15 AF NETINU Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is Sólarmegin Á lengsta degi ársins, mánudagskvöldið 21. júní, býður TM til Esjugöngu með leiðsögn reyndra fararstjóra frá Ferðafélagi Íslands. Allir viðskiptavinir TM eru velkomnir ásamt fjölskyldum sínum. Göngufólk safnast saman í Esjustofu við rætur Esju (hjá Mógilsá) kl. 20.00 þar sem farið verður í létta upphitun. Gangan hefst svo kl. 20.30. Fararstjórar FÍ fræða göngufólk um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber. TM gefur öllum göngugörpum buff og vatnsflösku. Að göngu lokinni býður TM upp á kakó í Esjustofu, sem verður opin allt kvöldið. Vil þjóðstjórn Össur talar um þörf á þverpólitískri samvinnu um ýmis stórmál og nefnir Icesave sérstaklega sem dæmi um þverpólitískt samstarf sem verið hafi til góðs. Þessu er ég tvímælalaust sammála og vil ganga lengra: Engin ríkisstjórn hefur leyfi til þess að leita ekki eftir þverpólitískri aðkomu að málum af þessari stærðargráðu sem varða þjóðarhag um ókominn tíma. Össur viðrar í framhaldinu þá hugmynd að þjóðstjórn gæti verið heppileg við þær aðstæður sem við nú búum við. Margt gott gæti vissulega hlotist af þessu fyrirkomulagi. Þetta gæti orðið til að frelsa þingið, stjórnmálaflokkana sem þar eru starfandi og einstaklinga þar innanborðs. Ég hef haldið því fram að ef einstakir þingmenn hættu að hugsa samkvæmt flokkspólitísku forriti og virkjuðu eigin dómgreind þá væri mikið unnið. Þjóðstjórn- arfyrirkomulag – sem er háfleygt orð yfir samstjórn allra flokka – breytir því hins vegar ekki að um hugsjónir og stefnumál eru skiptar skoðanir á milli stjórnmálaflokka og hlýtur afstaða til grund- vallarmála að skipta sköpum þegar ríkisstjórnir eru myndaðar. Þess vegna verður að spyrja Össur í framhaldinu: Hvað er það sem samstjórn allra flokka myndi gera sem þessi ríkisstjórn gæti ekki gert? ogmundur.is Ögmundur Jónasson Ríkið mun ekki græða Fulltrúar hagsmunaaðila halda jafnan fram, að leggi ríkið þeim til peninga þá muni þjóðfélagið græða. Gróði skattgreiðenda er að borga þessi arðbæru verkefni núna til að geta notið þeirra síðar. Í meir en 50 ár hafa skattgreiðendur greitt gríðarlega fjármuni árlega til að tryggja markaðssókn í sauðfjárrækt. Ekkert hefur skilað sér til baka ... Talsmenn músíkhússins við höfnina í Reykjavík halda því fram að húsið muni ekki kosta skattgreið- endur neitt því að þjóðhagslegur hagnaður af músíkhúsinu vegna grósku í söng- og öðru listalífi muni skila sér í auknum tekjum þ.á.m. gjaldeyristekjum. Fróðlegt verður að sjá hvernig á að rökfæra það að ná megi inn hagnaði þó ekki sé nema bara á móti rekstrarkostnaði við músíkhúsið sem verða rúmir 8 milljón- ir á dag, hvað þá byggingarkostnaðinum. jonmagnusson.blog.is Jón Magnússon Nýja auglýsingin frá Flug-leiðum sýnir fólk í þjónustu- störfum um allan heim að tala um Íslendinga. Ó svo kunnug- legt: þessi blanda af vanmeta- kennd og sjálfsupphafningu, þessi þörf að sjá sig með augum útlendinga, þessi hugmynd að fólk víða um lönd sé að bolla- leggja fram og aftur um Íslend- inga. Samskonar auglýsing dynur á okkur frá Keflavíkur- flugvelli (sem vill væntanlega minna á sig til að við flykkjumst ekki á Akureyrar – eða Egils- staðaflugvöll til að fljúga þaðan til útlanda) þar sem einhver Jap- ani þruglar um breytta jeppa og „þessa Ísslendinga“ áður en okkur er tjáð að þetta sé besti flugvöllur í heimi. Nýja sjálfsmynd Við þurfum að fara að hugsa öðruvísi. Allt þetta úti/inni – útrás/innrás – þeir/við: þetta gengur ekki lengur. Íslenskt samfélag getur orðið ágætt: Hér er fátt fólk og mikið rými, verðmætasköpun, sveigjanleiki, mikið stéttaflökt, sterkt menn- ingarlíf, góðir skólar á yngri stigum og ýmsar forsendur til að byggja fyrirmyndarsamfé- lag jafnaðar og framtakssemi. En við verðum að hætta að sækja sjálfsmynd okkar til útlendinga. Við eigum að hætta að vera hinn athyglissjúki krakki Evrópu. Hætta að ýkja afbrigðin og útúr- dúrana í eigin fari, hætta að veg- sama óhófið. Við eigum að segja satt. Hákarl er ekki þjóðarréttur Íslendinga. Brennivín er bara viðbjóður. Við trúum ekkert á álfa. Við eigum að horfa á styrk okkar: hér er allgóð og stundum frumleg verkkunnátta, tungu- mál sem er vel til þess fallið að hugsa um hvaðeina, gróska í tón- list, háþróaður sjávarútvegur, góðar mjólkurvörur og lamba- kjöt, landið fagurt og frítt og hér er landlægur dugnaður … Veikleikarnir eru til dæmis vond háskólamenntun, einkum á sviði viðskiptalífs og laga, spill- ing valdastéttarinnar, landlæg trú á að lífið sé lotterí, vantrú á regluverki, skilningsleysi á gildi þess að gefa stefnuljós í lífinu rétt eins og í umferðinni – og landlægur dugnaður. Það er kalt að standa í gættinni Fyrir nokkrum árum var mikill meirihluti þjóðarinnar hlynnt- ur inngöngu í Evrópusamband- ið enda þóttist fólk sjá að betra er að sitja við borðið og semja reglurnar en að híma í gættinni og taka við þeim og reyna svo að sniðganga þær. Icesavemálið virðist hins vegar hafa snúið mörgum. Fólk virðist unnvörpum hafa dreg- ið þá ályktun að það mál sýni að ESB sé „á móti okkur“. Eins og kunnugt er hafði Sjálfstæð- ismannabankinn safnað yfir- þyrmandi upphæðum hjá enskum og hollenskum sparifjár- eigendum án þess að styrkja sem því nam hinn lögboðna trygg- ingarsjóð innistæðueigenda heldur vísuðu óljóst á ríkissjóð Íslands þegar spurt var í Eng- landi og Hollandi um tryggingar ef illa færi og þumbuðust við að færa starfsemina undir lögsögu þeirra landa því að þá hefðu þeir ekki fengið að flytja peningana heim í „góðærið“. Þegar á reyndi brást ríkissjóður Íslands líka og mun helsta málsvörn Íslendinga að nóg hafi verið að koma á fót hinum lögboðna tryggingasjóði – aldrei hafi neinn sagt að eitthvað ætti að vera í honum. Þetta er íslensk lögspeki – sú sama og bjó til gengistryggðu lánin. En kannski er lærdóm- urinn sem margir Íslendingar draga af framgöngu Evrópusam- bandsins í Icesavemálinu ekki réttur: kannski sýnir málið ein- mitt að ESB myndar skjól aðild- arþjóðum sínum – en ekki hinum sem standa fyrir utan. Og það er kalt að standa í gættinni. Kannski er lærdómurinn að Íslendingar geta ekki verið ábyrgðarlausir og fríttspilandi í heiminum; geta ekki notið góðs af viðskiptafrelsinu án þess að virða regluverkið. Efnahagshrunið varð ekki út af reiði Davíðs eða þýlyndi Geirs, ágirnd útrásarvitfirringa, fláttskap framsóknarforkólfa eða læpuskap Samfylkingarinn- ar. Það varð ekki vegna skap- gerðarbresta ráðamanna. Ekki bara að minnsta kosti, en við munum alltaf hafa skammsýna ráðamenn, ágjarna kaupsýslu- menn og hrokafulla bankamenn meðal okkar: hrunið varð vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem sköpuðust hjá þessu þjóðarkríli í gættinni að ESB. Og lærdóm- urinn: Við þurfum að komast af sérleiðunum á sjálfa þjóðbraut viðskiptanna. Hugmyndin um Ísland sem efnahagslegt eyland sem spilar til skiptis á Kanann og Kínverjann er stórhættuleg. Ísendingar eru ekki klóka sér- leiðaþjóðin og þar með þrotlaust umhugsunarefni öðrum þjóðum. Við þurfum umgjörð um efna- hagslífið. Við þurfum skjól. Og í útlöndum er einmitt skjól. Í útlöndum er einmitt skjól Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Kannski er lærdómurinn að Íslending- ar geta ekki verið ábyrgðarlausir og fríttspilandi í heiminum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.