Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 16
16 21. júní 2010 MÁNUDAGUR Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveit-ir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðar- hverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við lands- framleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi? Æi þetta er bara svona. Það er víst ekkert annað í boði. Og hvað erum við að kvarta? Vitum við ekki hvernig ástandið er í Albaníu, Rússlandi eða Níger- íu? Þar grasserar allt í spillingu. Og vatnið þar er líka ógeðslegt. Við eigum ekki að kvarta. Það er heldur ekki til nein lausn. Þetta eru lítil fórnargjöld fyrir sæmilegt samfélag þar sem fólk kann að lesa. Ekki setja spurningamerki við íslenska stílinn. Ég ætla samt að leyfa mér að kvarta, en skal þó stilla mig um að kenna einhverjum um. Þetta er rót- gróinn vandi sem kemur til af efnislegum ástæð- um eins og fámenni og einangrun. Við höfum leyft okkur að halda að við séum sérstök. Einhverntím- ann fékk einhver þá hugmynd að við værum betri en allir aðrir í refarækt. Við eyddum nokkrum milljörðum í það. Við erum líka með sjö sveitarfé- lög til að stjórna einni borg, en enga alvöru stefnu um hvernig hún eigi að þróast en tugi bæjar- og borgarfulltrúa sem eiga verktaka fyrir vini með skurðgröfur sem skemmast ef þær fá ekki að liðka hjöruliðina. Ekkert mál. Smurolía er dýrari en gott borgarskipulag. Það eru nefnilega sérstakar aðstæður á Íslandi. Líka frábært vatn. Kjörið til útflutnings. Það hefur að vísu misheppnast nokkr- um sinnum að flytja það úr landi með hagnaði. En hendum samt nokkrum milljörðum í svoleiðis verkefni fljótlega, bara til að vera viss. Ísland fór í kálið vegna þess að hér var léleg efna- hagsstjórn í mörg ár. Til rökstuðnings vísa ég í hér um bil til allra erlendra fræðigreina sem skrifað- ar hafa verið um íslenska efnahagshrunið. Það sem mér finnst verra er að við höfum enga tryggingu fyrir því að efnahagsstjórn verði betri á Íslandi í framtíðinni. Það skiptir engu máli hvort að Íslandi sé stjórnað af sympatískri gráhærðri konu eða slef- greiddum siðleysingja. Vandamálið liggur í kerfinu en ekki í fólki. Okkur skortir aðhald, aga og yfirsýn. Það er eðlilegt. Íslenskir stjórnmálamenn halda í fullri alvöru að umræður um messuhald í sveitum séu merkilegri en utanríkismál. Evrópusamband- ið er afgreitt af mörgum leiðandi stjórnmálamönn- um sem húmbúkk og leiðindi. Þeim finnst miklu skemmtilegra að opna rafvætt kúabú eða rífast um misheppnaða hörpudiskaútgerð. Í slíkum málum hafa þeir allavega einhver völd, eitthvað að segja og eitthvað að gera. Ekki viljum við að vesalings stjórnmálamennirnir verði gerðir kjaftstopp með leiðindamali úr möppudýrum í Brussel. Það væri eins og að troða sokki í trantinn á manni sem er í miðri sögu. Ég veit ekki með ykkur, en ég vil eitthvað meira. Ég vil vera partur af einhverju stærra og fjöl- breyttara. Ég sleppi því að segja „göfugra“ því það er of gildishlaðið orð, en ég er orðinn svo þreytt- ur á því hvernig löngu úreltar hugmyndir fá að lifa hér á landi vegna þess að við erum sérstök. Íslenskt fólk býr nú við gjaldeyrishöft. Peningar mega bara streyma inn í landið en helst ekki út úr því. Þetta er brot á grundvallarreglu EES-samn- ingsins um frjálsa för fjármagns en við megum þetta því við eigum svo bágt. Ég er orðinn þreyttur á því að Ísland verði bara læknað með sérstökum aðferðum eins og refarækt eða Rússalánum. Við erum því miður ekkert sérstök að þessu leyti. Það sem við þurfum er aðhald, agi og yfirsýn, og sam- kvæmt hreinu eðli þessara hluta er það eitthvað sem við verðum að sækja að utan. Ísland hefur undanfarna áratugi verið með gríð- arlega landsframleiðslu. Hér eru mikil náttúru- auðæfi en fátt fólk. Mér leiðist að segja það, en við höfum sóað svo miklu fé með lélegu skipulagi að það er nánast grátlegt. Og hefði það ekki gerst ef við hefðum verið aðilar að ESB, jafnvel með evrópskan banka í samkeppni við þá innlendu, og erlenda peningastjórn og aðhald í stjórnsýslu? Nei. Það hefði ekki gerst. Þá hefði verið sett spurn- ingamerki við milljarða ríkisstyrki, ríkisábyrgðir, taumlausar lánveitingar til verkefna án framtíðar- sýnar. Þá hefði verið sett spurningamerki við pólit- ískar ráðningar embættismanna, óhagstæða samn- inga ríkisins við flokksgæðinga. Þá hefði verið sett spurningamerki við allar „sérstöku aðferðirnar“ sem við Íslendingar eigum að þurfa til að lifa. Evrópusambandið er ekki skemmtiklúbbur. Það er ekkert gaman að gerast aðili þar. Þetta er ekki eins og að fá sér áskrift að Stöð 2 eða mæta full- ur í partí. Það er fullt af fúlu fólki í ESB, alvar- legu, gráu og andfúlu. Þá er innganga í ESB ekki skyndilausn og ESB er ekki sérsniðið fyrir íslenskar aðstæður. Þetta eru kostir. Að auki vill svo til að í grunnreglum ESB er samankom- in hæfilegasta blanda af lýðræðishefðum Evr- ópuríkja, þar er hugmyndum mörkuð stefna en skyndilausnir og panik kæft í fæðingu. Ég veit að það er ekki gaman. Það er ekki „íslenski stíllinn“. En mikið er ég orðinn þreyttur – og ég veit það elsku Fjallkona og eldgamla Ísafold að þið móðg- ist ekki – mikið er ég orðinn þreyttur á þessum íslenska stíl. Íslenski stíllinn Nýverið samþykkti meirihluti Háskólaráðs Háskóla Íslands að fara þess á leit við ráðherra að gjaldtökuheimild fyrir skrásetn- ingargjöldum yrði hækkuð úr 45.000 kr. í 65.000 kr. fyrir hvern nemanda á ársgrundvelli. Fulltrú- ar nemenda í Háskólaráði neituðu að greiða atkvæði með tillögunni og sátu hjá. Það er óhætt að fullyrða að nemendur við Háskóla Íslands hafa borið mjög skarðan hlut frá borði undanfarin misseri. Árferði í atvinnutækifærum fyrir stúd- enta hefur reynst mjög erfitt og fjöldi námsmanna stendur frammi fyrir atvinnuleysi í sumar. Átaks- verkefni sveitarfélaga og stofnana þeirra, sem Félags- og trygginga- málaráðuneyti hrinti af stað, útveg- aði um 900 námsmönnum sumar- vinnu í að meðaltali tvo mánuði í senn. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru hins vegar um 1500-1700 námsmenn sem sóttu um þessar 900 stöður. Þar má því glöggt sjá þörfina fyrir frekari úrræðum fyrir námsmenn yfir sumartímann. Að mati SHÍ er óhætt að full- yrða að sumarnám það sem Háskóli Íslands bauð nemendum sínum upp á í sumar hafi ekki þjónað sínum tilgangi. Á opinberu málþingi í mars var þeirri staðhæfingu varp- að fram að boðið yrði upp á 100-200 sumarpróf við háskólann. Í kjölfar- ið gerðu margir nemendur ráð fyrir því að sú yrði raunin og ráðstöf- uðu sumrinu í samræmi við það. SHÍ beitti sér sömuleiðis af full- um þunga fyrir því að háskólayfir- völd uppfylltu gefin loforð, og var þá helst horft til möguleika nem- enda á framfærslu í gegnum LÍN. Þegar upp var staðið bauð Háskóli Íslands upp á tæplega 30 sumar próf – úrræði sem nýttust einungis tak- mörkuðum hópi námsmanna. Nú liggja fyrir breytingar á 56. og 57. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands þar sem sú megin- regla verður fest í sessi að sjúkra- og upptökupróf verða aðgreind. Breytingarnar munu taka gildi 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt þess- um reglum munu upptökupróf fara fram næst þegar almennt próf er haldið í námskeiðinu og eigi síðar en innan árs. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna fyrirhug- aðra breytinga á reglunum, enda ljóst að áratugalangri venju fyrir því að halda upptökupróf sé nú á enda, með ákveðnum undantekn- ingum þó. SHÍ telur breytinguna einungis til þess fallna að gera nemendum mun erfiðara um vik og þá ekki síst fjárhagslega (með tilliti til námslána frá LÍN – sem byggja m.a. á námsframvindu). Það er því erfitt að sjá hvernig það starf innan háskólans sem miðar að því að takmarka brottfall nemenda getur gefið þessum breytingum byr undir báða vængi eins og háskóla- yfirvöld halda fram. Að auki við þessa breytingu á fyrirkomulagi upptökuprófa sam- þykkti háskólaráð nýverið gjald- töku fyrir upptökupróf við Háskóla Íslands, en í samræmi við heimild í b-lið 2. mgr. 24. gr. laga um opin- bera háskóla má taka gjald til að standa undir fyrirlögn og yfirferð upptökuprófa. Samþykkt viðmið- unargjald í háskólaráði var 6.000 krónur. Þetta þýðir að í þeim tilvik- um sem undantekningarnar eiga við og boðið er upp á upptökupróf verður nú innheimt sérstakt gjald fyrir það. Til að bæta gráu ofan á svart var úthlutunarreglum LÍN svo nýlega breytt í þá veru að auknar kröfur eru gerðar til námsframvindu nem- enda. Í staðinn fyrir að lágmarks- viðmið um námsframvindu séu 20 einingar á skólaári hafa reglurn- ar verið hertar í þá veru að gerð er krafa um lágmark 18 einingar á önn. Með afnámi upptökuprófa sem meginreglu getur þetta haft gríðar- lega slæmar fjárhagslegar afleið- ingar fyrir námsmenn Háskóla Íslands. Það er mat SHÍ að aukin fjár- hagsleg byrði á nemendur Háskóla Íslands muni skerða jafnrétti þegna þjóðfélagsins enn frekar til náms. Íslenskt samfélag hefur lengi státað sig af því að standa vörð um jafn- rétti einstaklinga til náms án tillits til efnahags en með hækkun skrá- setningargjalda er ljóst að menntun myndi færast enn einu skammar- legu skrefinu til viðbótar nær for- réttindum hinna efnameiri. Skrásetningargjöld við opinbera háskóla eru ekki lánshæf hjá LÍN öfugt við skólagjöld einkareknu háskóla landsins. Með þessu er í raun verið að klyfja námsmenn skólanna með ósanngjarnri gjald- töku, ekki síst í ljósi þess að náms- mönnum sem sækja nám af frjáls- um vilja til einkarekinna háskóla er boðið upp á lán fyrir skólagjöld- um þeirra. Það skýtur skökku við að LÍN veiti nemendum opinberu háskólanna í raun lakari kjör en nemendum einkarekinna háskóla. Í ljósi ofangreinds hefur SHÍ krafist þess að menntamálaráð- herra hafni beiðni háskólaráðs Háskóla Íslands um heimild til hækkunar skrásetningargjalda. Það er með öllu ótækt að námsmönnum við hinn ríkisrekna háskóla sé gert svo erfitt um vik að stunda nám sér í lagi með hliðsjón af breytingum á högum námsmanna við Háskóla Íslands undanfarið til hins verra. Aukinn fjárhags- vandi stúdenta Evrópumál Bergur Ebbi Benediktsson lögfræðingur Ég er orðinn þreyttur á því að Ísland verði bara læknað með sér- stökum aðferðum eins og refarækt eða Rús- salánum. Við erum því miður ekkert sérstök að þessu leyti. Námslán Jens Fjalar Skaptason formaður Stúdentaráðs HÍ AF NETINU Athyglisvert hjá Össuri Í viðtali í Fréttablaði helgarinnar telur Össur Skarphéð- insson, utanríkisráðherra, þjóðstjórn ekki afleitan kost. Össur segir margt gott og merkilegt í þessu viðtali og mér finnst því hafa verið veitt furðulítil athygli. Þar segir hann t.d. að Samfylkingin hafi ekki verið saklaus af því að tilbiðja gullkálf markaðarins. Merkilegust finnast mér þó þessi ummæli utanríkisráðherrans: Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í við- skiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir. Hin pólitísku átök fyrirhrunsáranna voru fyrst og fremst átök viðskiptablokka. Blokkirnar áttu flokkana B, D & S. Þær voru búnar að kaupa sér flokka og stjórnmálamenn. Og það versta er að sennilega eru þær enn að takast á í ofangreindum flokkum. Þjóðin er enn sem fyrr leiksoppur þessara afla. Össur fær prik fyrir að viðurkenna það. svavaralfred.blog.is Svavar Alfreð Jónsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.