Fréttablaðið - 21.06.2010, Síða 17

Fréttablaðið - 21.06.2010, Síða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 SUMAR ÚTSALA Gerið gæða- og verðsamanburð 20-50% AFSLÁTTUR Lök, hlífðardýnur, sængurverasett, heilsukoddar, viðhaldskoddar, íslenskir PU leðurgaflar, náttborð, útlitsgallaðar dýnur og fleira. 6 mán aða vaxtal ausar greiðs lur SAGA Queen rúm, nú aðeins 129.900 ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900 Ný se nding SAGA OG ÞÓR Hágæða heilsudýnur VALHÖLL/FREYJA Góð rúm á frábæru verði Ný sending Queen rúm, nú aðeins kr. 99.900Queen rúm nú aðeins kr. 179.900 - Gefðu íslenska hönnun Lín Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Sængurfatnaðurinn frá Lín Design er ofinn úr bómullardamask. Yfir 30 tegundir af íslenskum sængurfatnaði til brúðargjafa. Íslensk hönnun á góðu verði. Dúnmjúkar brúðargjafir GÓÐUR BURSTI til að þrífa grillið er algjört þarfaþing. Það fer best með grillið að þrífa það eftir hverja notkun auk þess sem það er miklu skemmtilegra að grilla ef maður kemur alltaf að grillinu hreinu. „Uppáhaldshluturinn minn er fíla- dagatal,“ segir Steinunn Björk Pieper, verkefnastjóri hjá Mann- réttindaskrifstofu Íslands, innt eftir sínum uppáhaldshlut á heimilinu. Heimili var yfirskrift alþjóðadags flóttamanna sem Mannréttinda- skrifstofa Íslands, Rauði krossinn og Alþjóðahús í samstarfi við Reykja- víkurborg efndu til á Ingólfstorgi í gær. Dagatalið fékk Steinunn Björk sent frá skoskri vinkonu sinni sem var trúboði í Botsvana um tíma. „Einu sinni tilheyrði ég kirkju sem var með trúboða. Ég var trúboði í Skotlandi. Mig langaði reyndar helst til Afríku. Þessi vinkona mín sem ég kynntist í Skotlandi fór til Botsvana og sendi mér þetta fíladagatal þess vegna.“ Steinunn Björk segir fíladagatalið handgert og lýsir því þannig: „Þetta eru sem sagt tólf fílar. Þeir eiga að vera litlir og fara svo stækkandi en mínir eru eiginlega allir jafnir að stærð. Þeir eru í halarófu en í jan- úar snýr einn á móti hinum og svo kemur febrúar og þá er öðrum snúið við,“ segir Steinunn Björk og bætir við að með dagatalinu séu mánuð- irnir taldir en ekki dagarnir. „Í rauninni þarf ég að vita úr hvaða átt ég er að telja. Þetta er ekkert mjög augljóst,“ upplýsir Steinunn Björk sem heldur mikið upp á fíla. „Ég veit nú ekki af hverju. Ég held það hafi eitthvað með það sem við þykjumst vita um þeirra sérstaka hópeðli. Þeir syrgja þá sem deyja og hugsa um sína.“ Að sögn Steinunnar Bjarkar á dagatalið sér góðan samastað á hillu í stofunni. „Þar sem ég sé það úr sófanum.“ martaf@frettabladid.is Telur mánuði með fílum Uppáhaldshlutur Steinunnar Bjarkar Pieper er handgert fíladagatal frá Botsvana. Kötturinn hennar Steinunnar Bjarkar ýtir dagatalinu reyndar oft niður af hillunni í stofunni þar sem það stendur. Steinunn Björk heldur mikið upp á fíla vegna þeirra sérstaka hópeðlis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.