Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 40
24 21. júní 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is KR 1-0 ÍBV 1-0 Baldur Sigurðsson (89.) KR-völlurinn, áhorf.: 1003 Dómari: Þorvaldur Árnason (3) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark): 14-12 (7-7) Varin skot: Lars 6 – Albert 5 Horn: 4-4 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Rangstöður: 4-0 Stjörnuvöllur, áhorf.: 724 Stjarnan Valur TÖLFRÆÐIN SkSkot (á mark): 9-9 (4-6) Varin skot: Bjarni 4 – Kjartan 3 Horn: 3-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-13 Rangstöður: 2-2 VALUR 4–5–1 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 6 Reynir Leósson 6 Atli S. Þórarinsson 5 Martin Pedersen 6 (79. Stefán Eggerts. -) Sigurbjörn Hreiðars. 6 Haukur Sigurðsson 5 (45. Rúnar Sigurjó. 7) Ian Jeffs 7* Guðm. Hafsteins. 6 (68. Þórir Guðjóns. 5) Arnar Sv. Geirsson 6 Danni König 5 *Maður leiksins STJARN. 4–5–1 Bjarni Þ. Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 5 (78. Bjarki Eysteinss.-) Tryggvi S. Bjarnason 6 Daníel Laxdal 6 Hilmar Þór Hilmarss. 5 Dennis Danry 5 Ellert Hreinsson 6 Jóhann Laxdal 6 Steinþór F. Þorsteinss. 7 (89. Atli Jóhannsson - ) Halldór Orri Björnss. 5 Þorvaldur Árnason 6 (83. Ólafur K. Finsen -) 1-0 Ellert Hreinsson (25.) 1-1 Rúnar Már Sigurjónsson (53.) 1-1 Valgeir Valgeirsson (6) FÓTBOLTI Þrátt fyrir tuttugu marktilraunir gegn Norð- ur-Írum á laugardaginn skoraði íslenska kvennalands- liðið aðeins tvö mörk. Sigurinn var öruggur, lokatölur 2-0, en gestirnir komust um það bil þrisvar yfir miðju í leiknum og áttu ekkert skot að marki. Íslenska liðið átti góðan leik en bæði mörkin voru skoruð með skalla eftir sendingar Eddu Garðarsdóttur. Fyrst skoraði Sara Björk Gunnarsdóttir og svo Katrín Jónsdóttir. Ísland og Frakkland keppa um efsta sæti riðilsins. Frakkar eru þremur stigum á undan Íslandi. Ef Ísland á að eiga möguleika á að komast í umspilsleiki um laust sæti á HM þarf það að vinna riðilinn og þar með að vinna Frakka 3-0 í ágúst eftir tap í fyrri leiknum, 2-0. Markatala Íslands er núna 23 mörk í plús en Frakk- ar eru með 36 mörk í plús. Ísland mætir Króötum á þriðjudag og þarf að vinna þann leik til að búa til úrslitaleik gegn Frökkum 21. ágúst. „Markatalan gæti skipt máli. Frakkar unnu Norð- ur-Íra samtals 7-0 en við samtals 3-0. Svo var ótrúlegt að þær skyldu líka skora tólf á Eistland eins og við,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari eftir leikinn sem vildi sjá Ísland nýta færin betur. Vinni Ísland 2-0 gegn Frökkum skiptir markatal- an máli en á það er erfitt að treysta og því er nokkuð ljóst að aðeins 3-0 sigur gegn Frökkum dugar Íslandi til að komast áfram. - hþh Ísland vann öruggan 2-0 sigur á Norður-Írlandi en hefði átt að skora meira: Þarf að vinna Frakka 3-0 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir skallar boltann í netið og kemur Íslandi yfir í leiknum á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Pepsi-deild karla: Staðan Valur 8 4 3 1 15-11 15 Breiðablik 8 4 2 2 17-11 14 Fram 7 4 2 1 14-9 14 ÍBV 8 4 2 2 11-8 14 Keflavík 7 4 2 1 7-7 14 FH 7 3 2 2 12-12 11 Stjarnan 8 2 4 2 17-12 10 KR 8 2 3 3 12-13 9 Fylkir 8 2 2 4 15-18 8 Selfoss 7 2 1 4 11-12 7 Haukar 7 0 3 4 7-16 3 Grindavík 7 1 0 6 6-15 3 KR 4–3–3 Lars Moldsked 8* - Maður leiksins, Skúli Jón Friðgeirsson 7, Grétar Sigurðarson 7, Mark Rutgers 7, Guðmundur Gunnarsson 7, (77. Gunnar Kristjánsson -), Baldur Sigurðsson 7, Viktor Bjarki Arnarsson 5, Óskar Ö. Hauksson 6, Gunnar Örn Jónsson 5, (74. Kjartan Finnbogason -), Jordao Diogo 5, Björgólfur Takefusa 6. ÍBV 4–3–3 Albert Sævarsson 7, James Hurst 7, Eiður Sigurbjörnsson 7, Rasmus Christiansen 6, Matt Garner 6, Andri Ólafsson 7, Finnur Ólafsson 6, (90. Gauti Þorvarðars. -), Tryggvi Guðmundss. 7, Þórarinn Valdi- marsson 6, (71. Yngvi Borgþórsson -), Tonny Mawejje 6, Eyþór H. Birgisson 5, (26. Denis Sytnik 6). > Ísland áfram í 3. deild Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum verður áfram í 3. deild Evrópubikarsins eftir mótið á Möltu um helgina. Ísland lauk keppni í fjórða sæti og fékk 400 stig. Margir keppendur náðu sér alls ekki á strik, til að mynda Bergur Ingi Pétursson sem gerði þrisvar sinnum ógilt í kúluvarpskeppninni þar sem hann þótti sigurstrangleg- ur. Íslenska liðið náðu þó mörgum góðum úrslitum. Danmörk og Búlg- aría fara upp í 2. deildina en Kýpur lauk keppni í þriðja sæti. FÓTBOLTI Þetta hefur ekki verið að falla með KR-ingum í sumar en í gær varð breyting á. Mývetning- urinn Baldur Sigurðsson, oft kall- aður smalinn, reyndist hetja þeirra þegar hann skoraði eina markið í leik gegn ÍBV með skalla sem flaug í fjærhornið á 89. mínútu. „Menn voru farnir að hugsa mikið út í það að þetta væri ekki að falla með okkur. Þannig hugs- unarhátt fá oft lið í neðri deildun- um en núna féll þetta með okkur,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðar- son, leikmaður KR, eftir leikinn. Grétar bar fyrirliðabandið í fjarveru Bjarna Guðjónssonar sem tók út leikbann en Vesturbæjarlið- ið lék afbrigði af 4-3-3 leikkerfinu eftir að hafa spilað 4-4-2 nánast allt mótið. „Við höfum verið að tapa miðjunni en núna voru komnir þrír þangað. Að þessu sinni náðum við að vinna seinni boltann mun oftar. Við vorum tilbúnir að berjast allan tímann og þetta vannst á því.“ KR-ingar náðu loks að landa sigri á heimavelli sínum. Eyja- menn voru síst lakari aðilinn og voru í heild líklegri til að skora en var refsað fyrir að nýta ekki færin. Lengi vel voru KR-ingar bitlaus- ir fram á við í leiknum en varn- arlega voru þeir mjög sterkir. Mark Rutgers og Lars Ivar Mold- sked áttu báðir sinn besta leik í sumar en þeir hafa fengið harða gagnrýni. Markvörðurinn Lars Ivar var mjög öruggur í leiknum, varði nokkrum sinnum frábærlega og kom í veg fyrir að Eyjamenn tækju forystuna rétt fyrir leik- hlé þegar hann varði vítaspyrnu Tryggva Guðmundssonar. „Þetta var einfaldlega ekki víti. Það er gjörsamlega óþolandi þegar menn láta sig detta,“ sagði Grétar en Denis Sytnik féll í teignum og dæmt var brot á Lars Ivar. Dóm- arinn Þorvaldur Árnason var mjög óöruggur í leiknum og endurspegl- aðist það í þeirri ákvörðun hans að lyfta ekki spjaldi á loft. „Það var frábært hjá honum að verja þetta víti og hann er flottur milli stang- anna. Við höfum allir gert mistök í sumar en mistök markvarða verða oft dýrkeyptari.“ ÍBV hefur hörkugott lið og svekkjandi fyrir það að fara tóm- hent úr þessum leik. „Þetta er skelfilegt. Ég tek mikla sök á mig þar sem ég klúðraði líklega stærsta dauðafæri okkar í leikn- um. Það er ansi dapurt að fá ekk- ert úr þessu,“ sagði Tryggvi Guð- mundsson, leikmaður ÍBV. „Við sköpuðum miklu meiri hættu og vorum betri heilt yfir.“ Tryggvi var alls ekki sáttur við frammistöðu Þorvaldar dóm- ara. KR-ingar voru stálheppnir að ljúka fyrri hálfleiknum ellefu en Grétar hefði réttilega átt að fá sitt annað gula spjald. „Ég ætla ekki að kenna manninum um en við fengum mjög stressaðan dóm- ara í dag. Ég sé ekki stigsmuninn á þessum brotum hjá Grétari sem koma þarna með smá millibili. Honum var sleppt í seinna skiptið bara af því hann var kominn með gult. Ég yppti öxlum yfir þessari ákvörðun og hann vildi meina að ég væri að gera það fyrir stúk- una og ég fékk sjálfur gult. Ég sagði ekki eitt einasta orð,“ sagði Tryggvi. elvargeir@frettabladid.is Fengu loks eitthvað fyrir aurinn KR-ingar náðu sínum fyrsta heimasigri í Pepsi-deildinni í gær þegar þeir lögðu ÍBV 1-0. Eyjamenn áttu ekki skilið að fara tómhentir heim en að því er ekki spurt. Vesturbæingar fengu loksins sigur á heimavelli. SÁRT Baldur Sigurðsson, hetja KR í leiknum í gær, finnur greinilega til eftir viðskipti sín við Rasmus Christianen. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta hefði getað dottið báðum megin þó við værum sterkari,“ sagði Steinþór Freyr Þorsteinsson í liði Stjörnunnar eftir 1-1 jafn- tefli við Val í 8. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. Stjarnan komst yfir með marki frá Ellert Hreinssyni á 25. mínútu eftir laglega sókn en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Rúnar Már Sigurjónsson metin fyrir Val með laglegum skalla. Jafntefli var sanngjörn úrslit enda fengu bæði lið fjölda færa og gátu hvort um sig stolið sigrinum. „Við fengum mörg færi og það er svekkjandi að hirða ekki öll þrjú stigin á heimavelli,“ segir Steinþór og vildi fá víta- spyrnu þegar skammt var eftir af leiknum. „Þetta var víti en ég viðurkenni að þetta var ekki mikil snerting. Þetta var allavega víti úr því að ég fékk gult spjald fyrir mun minna brot.“ Steinþór var með kælipoka á ristinni í leikslok en var óviss um alvarleika meiðslanna. „Ég veit ekki hversu alvarleg þessi meiðsli eru. Þetta hefur plagað mig í langan tíma. Það er mjög vont að fá högg á meiðslin en að öðru leyti finn ég ekki mikið fyrir þessu. Ég hefði getað klárað leikinn en ákvað að leyfa ferskum löppum að spreyta sig.“ Arnar Sveinn Geirsson í liði Vals var nokkuð sáttur með stig í leikslok þó hann teldi að liðið hefði farið illa með mörg góð færi í leiknum. „Við hefðum getað stolið sigrinum undir lokin en það eru góð úrslit að ná jafntefli. Stjarnan hefur verið öflug á heimavelli en við sýndum karakter með að koma til baka eftir að við fengum á okkur markið.“ Úrslit leiksins þýða að Valsmenn eru komnir á toppinn í deildinni með 15 stig, í bili a.m.k. og er Sigurbjörn Hreiðarsson ánægður með þá stöðu. „Það er frábært að komast á toppinn. Við erum að leika vel og það er varla hægt að bera okkur saman við liðið á síðasta ári. Þá vorum við í vandamálum sem sum lið á HM virðast gíma við.“ VALSMENN ERU KOMNIR Á TOPPINN: STEINÞÓR SEGIR AÐ SIGURINN HEFÐI GETAÐ DOTTIÐ HVORU MEGIN SEM VAR Varla hægt að bera okkur saman við síðasta ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.