Fréttablaðið - 21.06.2010, Síða 46

Fréttablaðið - 21.06.2010, Síða 46
30 21. júní 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. strit, 6. hæð, 8. hald, 9. yfirbreiðsla, 11. nafnorð, 12. tíðindi, 14. rusl, 16. ætíð, 17. gerast, 18. umhyggja, 20. tveir eins, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. helminguð, 3. strit, 4. máski, 5. sjáðu, 7. fiskur, 10. kirna, 13. loft, 15. jarðefni, 16. afbrot, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. baks, 6. ás, 8. tak, 9. lak, 11. no, 12. fregn, 14. drasl, 16. sí, 17. ske, 18. önn, 20. ii, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. at, 4. kannski, 5. sko, 7. sardína, 10. ker, 13. gas, 15. leir, 16. sök, 19. nr. Hópur ungra veggjalistmanna fékk á dögunum um milljón króna styrk frá samtökunum Evrópa unga fólks- ins. Styrkinn fengu þau fyrir að fara í hringferð um landið og kynna veggjalistina. „Evrópa unga fólksins hélt kynn- ingu í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti um styrkinn og við ákváðum að sækja um,“ segir Kristín Þor- láksdóttir en hún er einmitt dótt- ir listamannsins Tolla og því ekki langt að sækja listahæfileikana. Það kom þeim ekki á óvart að fá styrk- inn enda lögðu þau mikla vinnu í umsóknina. Kristín og Loki, sem einnig er hluti af þessum sjö manna hópi, eru bjartsýn á að þau nái að afmá for- dóma almennings í garð veggjalist- arinnar með verkefni sínu. „Veggja- list og krot er ekki það sama. Þetta eru ekki skemmdarverk og við þurf- um að líða fyrir að það eru nokkrir svartir sauðir að krota á veggi sem gefa okkur mjög vont orðspor,“ segir Loki en þau fara ekki fögrum orðum um hreinsunarátak borgarinnar á síðustu árum þar sem málað hefur verið yfir listaverkin. „Við teljum að það sé mikill munur á venjuleg- um gráum húsvegg og húsvegg með listaverki á. Það er einfaldlega mikið fallegra að horfa á listaverk.“ Hóp- urinn hefur gefið út tímaritið Subur- bistan þar sem birtar eru myndir af veggjalistaverkum frá þeim. „Þetta eru allt veggjalistaverk sem hefur verið málað yfir á síðustu þremur árum og hefur því ákveðið sögulegt gildi,“ segir Loki en hópurinn hefur nú þegar sent öllum borgarfulltrú- um nýju borgarstjórnarinnar bréf til að kynna málstað veggjalistar- innar. Hringferðin hefst um miðjan júlí og mun byrja á Borgarnesi. alfrun@frettabladid.is KRISTÍN ÞORLÁKSDÓTTIR: VEGGJALIST OG KROT ER EKKI ÞAÐ SAMA FENGU MILLJÓN Í STYRK TIL AÐ KYNNA VEGGJALIST KRISTÍN OG LOKI Fengu milljón króna styrk frá Evrópu unga fólksins til að kynna veggjalist á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fréttablaðið fékk fregnir af því að norska söng- konan Kate Havnevik væri stödd á landinu og að ljósmyndarinn Rebekka Guðleifsdóttir hefði tekið af henni myndir. „Við Kate kynntumst árið 2007 þegar hún var að hita upp fyrir Air í Laugardalshöll. Það vantaði ljósmyndara til að mynda hana og ég var kölluð til,“ segir Rebekka og segir að þær hafi náð vel saman og haldið sambandi síðan þá. Hin norska Havnevik hefur gefið út margar plötur og sungið með norsku hljómsveitinni Röyksopp. Hún hefur unnið með sama upptökustjóra og Björk, Madonna og Britney Spears og lögin hennar hafa verið í sjónvarpsþáttum á borð Grey´s Anatomy. „Hún var í fríi hér á landi og við hittumst og tókum nokkrar myndir á leiðinni upp á flugvöll. Ég vona að hún muni kannski nota þær eitthvað í kynningar. Draumurinn væri náttúrulega að fá að taka af henni alvöru myndir sem ég gæti undirbúið vel og myndu jafnvel enda á plötuumslagi,“ segir Rebekka. Havnevik hefur tengsl við land og þjóð en hún var gift leikaranum Gott- skálki Degi Sigurðssyni í tíu ár og á marga vini og kunningja hér á landi. Hún mun hafa dvalið hér í fríi í síð- ustu viku en fyrsta plata hennar, Melakton, var að hluta tekin upp á Íslandi. Rebekka er annars á fullu að und- irbúa sýningu í haust fyrir netgall- eríið www.theevicaproject.com og er Rebekka þar á lista með frægum listamönnum á borð við Andy War- hol, Sally Mann og Chuck Close. - áp Óvænt myndataka með Havnevik REBEKKA GUÐLEIFSDÓTTIR Tók óvænt myndir af Kate Havnevik í hrauninu á Reykjanesi. Norska söng- konan hefur meðal annars sungið með hljómsveitinni Röyksopp. MYND/REBEKKA SUMARFRÍIÐ MITT „Ég fer til New York í haust með kærustunni. Annars er aldrei að vita nema ég detti í Galtalæk um verslunarmannahelgina.“ Daníel Ólafsson, plötusnúður og háskóla- nemi. Ósykrað Hollur barnamatur fyrir 6 mánaða og eldri www.barnamatur.is Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið Vefsíðan Inspired by Iceland hefur vakið mikla athygli erlendis og hlotið þónokkurt umtal. Vefmynda- vélarnar sem staðsettar eru víða um land hafa vakið sér- staklega mikla athygli og hefur verið valin meðal tíu bestu vefmyndasíða heims. Líkt og flestum er orðið kunnugt hafa einnig marg- ir heimsþekktir einstaklingar lagt verkefn- inu lið og nýlega bættist leikstjórinn Eli Roth í þann hóp og má skoða myndbönd hans og fleiri þekktra á vefsíðunni www. inspiredbyiceland.com. Grínistinn Steindi Jr. leikur í nýrri Ring auglýsingu. Það sem færri vita er að auglýsingin var tekin upp á heimili Dags B. Eggertssonar í Þing- holtunum. Þótti íbúð Dags henta sérstaklega vel í auglýsinguna og gengu tökur áfallalaust fyrir sig fyrir utan það að örlítið súkkulaði klíndist í sófa borgarfulltrúans. Dagur og eigin- kona hans tóku því þó með jafnaðargeði og skildu allir sáttir. Heyrst hefur að meðlimir Besta flokksins hafi í hyggju að stofna sérstakan Ráðhúskór þar sem nú sitji óvenju margt tónlistarfólk í borgarstjórn. Ef af kórnum verður mun það án efa létta lund margra í borgarstjórn að geta í stutta stund gleymt pólitíkinni og þess í stað sungið saman. Spennandi verður að sjá hver yrði valinn kórstjóri og einnig hvort meðlim- ir annarra stjórnmála- flokka myndu taka þátt. - sm FRÉTTIR AF FÓLKI Listakonan Sarah Applebaum er meðal þeirra listamanna taka þátt í sýningunni Lykkjur – Prjónalist í Norræna húsinu sem opnaði á þjóð- hátíðardaginn. Sarah býr og starfar í San Fransisco og er sjálflærður lista- maður. „Einn helsti kosturinn við að vera sjálflærður er að maður er ekki skuldum vafinn. Einnig finnst mér ég hafa meira frelsi til að gera nánast hvað sem er hvað listina varðar,“ segir Sarah. Verkið sem sýnt er í Norræna húsinu nefnist Meta Blanket og er það teppi búið til úr ókláruðum prjónaverkefnum annarra. „Ég hef verið að vinna með prjónateppi í svolítinn tíma núna. Teppin eru héðan og þaðan og ég sauma þau saman þannig þau mynda að lokum stóra skúlpt- úra. Meta Blanket er þó minna en margt af því sem ég hef verið að gera, því sumir skúlptúrarnir hafa þakið heilu herbergin.“ Aðspurð segist Sarah hafa notið dvalarinnar hér á landi og kveðst algjörlega heilluð af íslenskri nátt- úru. „Ég gæti talað endalaust um hvað landið er frábært en það sem mér finnst hvað skemmtileg- ast við heimsóknina hingað er að komast í kynni við þjóð sem trúir á huldufólk. Ég hef sjálf haft mik- inn áhuga á huldufólki allt frá barnsaldri og mér finnst einstakt að hér þyki þessi trú á huldufólk ekki barnaleg eða skrítin,“ segir Sarah sem hyggst heimsækja land- ið aftur sem fyrst. „Næst mundi ég gjarnan vilja heimsækja landið að vetri til svo ég fái líka að upplifa myrkrið sem hér ríkir.“ - sm Vill aftur til Íslands sem fyrst SJÁLFLÆRÐ Sarah Applebaum býr og starfar í San Fransisco í Bandaríkjunum, en hún er sjálflærður listamaður. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 21. júlí. 2 Heimili 3 Lykkjur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.