Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN KVENNAÞÆTTIR VIÐ birtum hér mynd af sýningardömu í nýtízku frakka frá Pierre Cardin í París. Frakkinn er frjálslega sniðinn, og það er létt yfir honum. Línurnar eru mjúkar og litasamsetningin: svart, ljósbrúnt og hvítt, er falleg. Kjólar frá tízkuhúsi Car- dins eru aftur á móti gerðir samkvæmt ströngum stíl og stinga því allmjög í stúf við léttleika frakkans hér á myndinni. Varðveitum fagurt hörund NÝLEGA rákumst við á eftirfarandi grein í erlendu blaði: Þegar langömmur okkar voru orðnar 35 ára gamlar, áttu þær ævina venjulega að baki sér. Nútímakonur á þeim aldri eiga hins vegar venjulega beztu æviár sín ólif- uð. Þær þurfa ekki að óttast andlega né lík- amlega hrörnun fyrr en löngu seinna. Þær eru miklu lengur unglegar en konur fyrr á tímum og verða þar af leiðandi miklu eldri en formæður þeirra urðu yfirleitt. Ungt hörund endurnýjast að jafnaði af sjálfu sér á 18—20 dögum og varðveitist mjúkt vegna rakaefna, sem því berast innan úr líkamanum, ef allt er með felldu. Það er undir okkur sjálfum komið, hvort við varðveitum mýkt þess og fegurð, þegar árin færast yfir. Þá gerast húðfrumurn- ar oft þreyttar og þurrar vegna ónógs raka, og hörundið verður hrukkótt. Við ‘Jreijju Krommenie VINYL FLÍSAR □ G □ □ LFD Ú KAR SJÁLFGLJÁANDI - AUÐVELT VIÐHALD - MJÚKT UNDIR FÆTI FÆST í DLLUM HELZTU BYGGINGAVDRUVERZLUNUM LANDSINS.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.