Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 þessu kunnu formæður okkar að jafnaði engin ráð. Við nútímakonurnar stöndum hér ólikt betur að vígi og snúumst af ráðn- um hug gegn hrörnuninni. Það er ekki framar neitt vandamál að varðveita mýkt og fegurð handanna. Vís- mdamennirnir fétta okkur í þeim efnum hjálparhönd. Þeir hafa fundið rakamett- aða olíu, sem reynzt hefur mjög vel til að mýkja og yngja þreytta húð. Þessi olía uefnist olazolía (Oil of Olaz) og er orðin geysivinsæl víða um lönd. Nauðsynlegt er uð nudda hana inn í hörundið á hálsi og höndum. Á sumrin ver hún húðina þurrki af völdum sólarinnar, á vetrum gegn áhrif- um kaldrar veðráttu. Olazolía er tilvalin Þ1 að hreinsa og yngja hörundið, hvort heldur er að kvöldlagi eða áður en við suyrtum okkur á morgflana. Hvað er ostur? OSTUR er ekki einungis ljúffengur, heldur einnig ein bezta og heilnæmasta feða, sem hugsazt getur. Aðalefni osts- lns eru eggjahvítuefni (protein), sem eru uauðsynleg öllum, bæði ungum og gömlum. h*örn þarfnast þeirra til eðlilegs vaxtar og fullorðnir til viðhalds líkamanum. Eggja- hvítuefni mjólkurinnar eru ein hin beztu, sem völ er á, og í osti eru þau auk þess uokkru auðmeltari en í nýmjólk. Mjólk inniheldur 60—70 önnur mikil- V0eg n^æringarefni, sem flest finnast í því níei' óbreyttri mynd í osti, þar á meðal mörg vitamín. Þar sem 1 kg af osti er framleitt úr 10—11 lítrum af mjólk, er uugljóst, að næringarefnin eru í mun rík- ai‘i mæli í osti en upphaflega í mjólkinni. jfr Óþolandi afbrýðisemi Á. skrifar: Pilturinn, sem ég hef verið með að undanförnu, er ákaflega afbrýði- samur og spyr mig alltaf spjörunum úr, þegar við hittumst. Þá vill hann fá að vita, hvar ég hef verið á hverri stundu, hvað ég hef verið að gera o. s. frv. Mér þvkir ákaflega vænt um þennan pilt, og ég býst við, að þessar sífelldu spurningar hans stafi af því, að honum þyki líka vænt um mig. En þessi sífellda afbrýðisemi hans er farin að fara svo í taugarnar á mér, að ég þori tæplega að leggja út í að giftast hon- um. Hvað ráðleggur þú mér að gera, Freyja mín? SVAR: Mér mundi ekki koma til hugar að giftast svona manni í þínum sporum. Hann hagar sér blátt áfram sjúklega. Gerðu upp sakirnar við hann í fullri ein- lægni og neitaðu að svara þessum nær- göngulu spurningum hans, sem ná engri átt. Ef hann sér að sér og getur hætt þessu, er lítill vegur, að þú giftist honum, en farðu þér að engu óðslega; annars get- urðu átt á hættu að verða óhamingjusöm alla ævi. ir Hollt viðurværi er lífsnauðsyn HEILSA okkar og útlit er mjög undir því komið, að við gætum þess að neyta ávallt hollrar fæðu. Margir borða of mik- ið, þrátt fyrir ægilega dýrtíð af völdum gengislækkananna. Talið er, að 3000 hita- einingar í daglegu viðurværi nægi kari- manni, sem stundar erfiðisvinnu, en kona í léttavinnu komist af með 1800 hitaein- ingar á dag. Viljirðu megrast, skaltu ráðfæra þig við lækni, en forðast ber stuttar og róttækar föstur. Óhollt er að gleypa fæðuna í flýti án þess að tyggja hana vel. Það getur leitt til taugabilunar og magaveiki. Áríð- andi er því að borða í ró og næði og reyna að njóta máltíðarinnar eftir beztu getu. Lærdómsríkt er að kynnast máltíðarvenj- um suðrænna Evrópuþjóða, sem hefja dag- leg störf sín yfirleitt fyrr en við, en taka sér ávallt ríflegan tíma til máltíðar um hádegisbilið.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.