Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 13
SAMTlÐIN 9 minjasdfn eru merkar heimildir um vinnubrögð dg lifnaðar- hætti fö'lks á liðnum tímum. □ FT SKÓPU FRAMSÝNIR MENN, HALDNIR FURÐULEGRI SÖFNUNAR- ÁSTRÍÐU, ÞESSAR MENNINGARSTDFNANIR. JÁRNMUNMAIII) Minjasöfn eru menningararfleifð fi’á horfnum kynslóðum, veröld, sem var. Mið skammsýnir menn höldum oft, að toargt af því, sem við höfum handa milli 1 dag, sé fánýtt og fleygjum því í sorptunn- Urnar. Aðrir vita betur. Árni Magnússon kunni að meta gildi handrita á sinni tíð. Sérhver áritaður skinnsnepill eða krotað blað var honum með einhverjum hætti verðmætt. Islendingar hafa, frá því hann ]eið, átt ýmsa ágæta menn, sem kunnað bafa skil á verð'mæti þjóðminja. Síðan hungurbaráttu Islendinga lauk og Þjóðin gat snúið sér að jákvæðari við- fangsefnum, hefur hún eignazt sérmennt- aða fornleifafræðinga ásamt nokkrum á- hugamönnum, enda er safnmenning nú fehin að festa hér rætur. Erlend söfn eru mörg hver stórkostleg- ar stofnanir, og eiga sum þeirra sér all- ianga sögu. Fjölbreytni þeirra er mikil, °g ættu Islendingar ekki að láta undir höf- uð leggjast að skoða þau, þegar tækifæri býðst. Aðstreymi fólks að þessum minja- búrum er gífurleg, enda eru þau meðal b_eirra áróðurstækja, sem beitt er óspart tii að laða ferðafólk að borgunum. Sum söfn eru svo yfirþyrmandi, að Uienn gefast upp við að skoða þau að Sagni í skjótri svipan, en eiga þess því miður sjaldan kost að eyða þar löngum tírna. [ þvj samban(ji ma nefna Louvre- safnið í París og Metropolitansafnið í New York. Margir litast þar um stundarkorn í ferðamannahópi undir leiðsögu manna, sem þylja yfir fólki sömu skýringarnar á 2—3 tungumálum dag eftir dag árum sam- an. Þvílík safnskoðun er vitanlega ákaf- lega yfirborðskennd, en samt betri en eng- in. Minjasöfn geta verið allt að því fáran- leg, vegna þess hve einhæf þau eru. Nefni ég í því sambandi Vaxmyndasafnið fræga í Lundúnum, Vagnasafnið í Lissabon og Járnmunasafnið í Rúðuborg, sem hér verð- ur sagt frá í örstuttu máli. RLIÐA (ROUEN) er fornfræg borg við Signu og önnur mesta hafnarborg Frakk- lands, enda þótt hún sé 60 km frá sjó. Kjarni borgarinnar er frá miðöldum, og eru þar á annað hundrað kirkjur. Skyldi Sæmundur fróði ekki hafa stundað þar skólanám, en hann er talinn fyrsti Norður- landabúi, er sótti sér æðri menntun til Frakklands. Til lítils er víst að spyrja um slíkt. Hitt vita allir, að Jeanne d’Arc, mærin frá Orléans, var brennd á torginu í Rúðu árið 1431, ári áður en tslendingar drekktu Jóni biskupi Gerrekssyni í Brú- ará, og er að vísu ólíku saman að jafna. 1 Rúðu bjó við lok síðustu aldar auð- maður nokkur, Le Secq des Tournelles að nafni. Hið skrautlega nafn hans gæti bent til tigins uppruna, en vísast væri hann nú strágleymdur, ef hann hefði ekki

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.