Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN öðlazt þá ástríðu að fara aða safna alls konar járnmunum. Sú ástríða kostaði hann aleiguna og eiginkonuna, en hins vegar auðnaðist honum að viða að sér fjölbreytt- asta járnmunasafni, sem til er í heiminum. Ægir þar öllu saman: listmunum, búsá- höldum, smíðatólum, lyklum, lásum, skilt- um, fornum skurðlækningatækjum o. s. frv. Sagt hefur verið, að í safni þessu, sem kennt er við safnandann og nefnist á frönsku Musée Le Secq des Tournelles, megi með nokkrum hætti skynja heila ver- aldarsögu úr járni, allar götur frá dög- um Rómaveldis og fram yfir Napóleons- styrjaldirnar. Safninu hefur verið komið fyrir í skrautlegri, gotneskri kirkju frá 15. öld, kenndri við St. Laurentius. Þang- að kemur árlega fjöldi fólks að skoða þetta einstæða safn, og listaverkasalar, fræði- menn og leikarar leita sér þar fræðslu í sambandi við starfsgreinar sínar. Le Secq var haldinn furðulegri járnsöfn- unarástríðu. Hann fyllti hús sitt af járn- munum og seldi húsgögn sín til þess að rýma fyrir járngripunum. Þar kom, að kona hans hljóp frá honum, enda var ekk- ert rúm fyrir hana á heimilinu! Hún gift- ist síðan öðrum manni, en sá tók seinna að safna gömlum klukkum. Er klukkna- safn hans nú varðveitt í listmunasafni Rúðuborgar. Liggur við, að Frakkar óski þess nú, að frúin hefði gifzt fleirum! Um síðustu aldamót var Le Secq orðinn að viðundri í Rúðu. Hús hans var orðið troð- fullt af járnmunum, og sjálfur reikaði hann, tötralega klæddur, um borgina og umhverfi hennar í sífelldri leit að enn meira járni í ruslatunnum og hvers konar skúmaskotum. Hann eyddi öllum fjármun- um sínum fyrir járnmuni og gerðist með tímanum eins konar fáránlegur förumað- ur, er Frakkar nefna clochard og margir hafa séð reikandi á Signubökkum í París eða sofandi undir brúnum. Sú manntegund mun að mestu óþekkt hér á landi.Henni svipar að ytra útliti til þeirra manna, er Islendingar kalla róna, en er þó annars eðlis, því að clochardarnir eru heimspek- ingar fullkomins aðgerðarleysis og þurfa ekki að vera drykkjusjúklingar. Árið 1900 var haldin sýning mikil í Par- ís (l’Exposition retrospective). Voru járn- munir Le Secqs þá fluttir þangað og hús hans tæmt. Sýningin var opin 6 mánuði, en þegar átti að skila járnmununum, hafði Le Secq fyllt hús sitt með járni að nýju. Safn hans var því geymt í París í 13 ár, en loks var horfið að því ráði að koma því fyrir í St. Laurentiusarkirkjunni í Rúðu, eins og áður er getið. Þangað stre.vmir nú fjöldi fólks til að skoða þá hluti, sem eitt sinn voru svo hversdagsleg- ir, að fæstir virtu þá viðlits, en eru nú orðnir menningarsöguleg verðmæti. Frænkan: „Þegar ég var ung, var mér bannað a'ð vera grettin á svipinn.“ „Og þú hefur ekki gegnt því!“ Herforinginn: „f hvaða herdeild eruð þér?“ Nýliðinn: „Fó-fó-fó-“ „Nú svo þér eruð annaðhvort í fót■ gönguliðinu eða vélbyssuskytta.“ MERKINGAR ORÐA á bls. 8: 1. Varanlegur, 2, titra, 3. að stara, 4. lirafn, 5. ræfill, (i. liýði af liör, 7 bleyða, 8 hrafn, 9 slægð, 10. hálfkreppt liönd. ALLS KONAR MYNDATÖKUR Einnig passamyndir, teknar í dag, tilbúnar á morgun. Studio GESTS, Laufásvegi 18A, — Sími 2-40-28

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.