Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 SAGA EFTIR G. CRGUDACE HÚN hélt niðri í sér andanum og settist UPP í rúminu. — Tunglsljósið varpaði af- skræmdri skuggamynd af glugganum hennar a vegginn andspænis henni; inn í hana flétt- uðust daufir skuggar trjágreinanna. Skyndi- lega varð hún að grípa fyrir munninn til að koma í veg fyrir, að óp hennar heyrðist: Dökk- ur karlmannsskuggi laumaðist inn á myndina á veggnum. Hún hafði dregið tjöldin frá glugganum að vanda, áður en hún háttaði, svo að hún gæti vaknað við geislaflóð morgunsólarinnar. Og eins og jafnan áður hafði hún lagzt nakin svefns. Hún renndi sér hljóðlega undan dúnteppinu og laumaðist út að glugganum. Þar staðnæmdist hún 'bak við gluggatjaldið °g gægðist út. í sama bili kom hún auga á dökkan, grannvaxinn mann, sem lét fallast uiður úr trénu og hljóp yfir grasflötina milli hússins og þjóðvegarins. Andvarpandi snéri hún sér frá gluggan- um. Það mundi vera tilgangslaust að vekja hitt fólkið í húsinu úr þessu. Tjóninu yrði ekki afstýrt, og auk þess hafði húsbóndi henn- ar ákaflega illan bifur á hvers konar opin- beru umtali. Hún fór í hlýjan ullarslopp og reyrði mitt- isbandið fast að sér. Síðan tók hún töskuna Slua undan koddanum og skundaði því næst fram ganginn til stóra svefnherbergisins. Fallega mahóníhurðin var í raun réttri úr stali, en til að sjá virtist hún svo glæsileg, að engan gat grunað, hve sterk hún var. En Þannig var svo margt í þessu milljónerahúsi Parna á Miðjarðarhafsströndinni. Hún tók lítinn lykil upp úr töskunni sinni, °pnaði dyrnar og kveikti ljósið. Um leið sá hún, ag myndin eftir Cézanne var horfin. Húsbóndi hennar átti mikið málverkasafn, eu þetta var eftirlætismyndin hans, enda Pótt hann hefði aldrei orð á því við neinn ne sýndi gestum sínum hana. Eins og hver annar maurapúki sat hann aleinn þarna uppi og gladdist yfir henni, og nú hafði hún verið skorin úr rammanum. Við lauslega athugun í herberginu gekk stúlkan úr skugga um, að engu öðru virtist hafa verið stolið þaðan. Því næst skundaði hún niður í bókaherbergið og pantaði samtal við Lundúnaborg. Hin áköfu: halló, halló voru svefnþrungin. Hún vissi, að hún hafði náð sambandi við Lundúnaborg og var sennilega að tala við móttökustjóra gistihússins. „Viljið þér gefa mér samband við van Golen í gistiíbúð 17?“ sagði hún og bar óð- an á. „Þér talið við einkaritara hans, ungfrú Butler, í Nice. Þetta er mjög áríðandi." „Já, en ungfrú Butler, hérna er klukkan 3 um nótt,“ maldaði maðurinn í móinn. Það var að henni komið að spyrja hann, hvað hann héldi. að klukkan væri í Suður- Frakklandi, en hún hætti við það. „Þetta er ákaflega áríðandi," endurtók hún, „svo ég verð að biðja yður að hringja undir eins upp til herra van Golens.“ „Jæja þá, . ..“ svaraði hann eins og á báð- um áttum. „Ef þér krefjizt þess, ungfrú Butler, þá . . .“ Andartaki síðar heyrði hún önuga rödd herra Golens hvæsa í eyra sér: „Eruð það þér, Marion? Ég geri ráð fyrir, að yður sé eitt- hvað mikilvægt á höndum?“ „Eftirlætismyndin yðar er horfin,“ sagði hún umsvifalaust. „Hún var skorin úr ramm- anum fyrir nokkrum mínútum.“ Ekkert svar. Hún fann það á sér, að hann fékk sér sígarettu. Já, nú heyrði hún í kveikj- aranum og síðan dauft hvísl, þegar hann púaði reyknum frá sér. „Og hvað hafið þér gert í því sambandi?“ „Hringt til yðar, herra van Golen, til að spyrja, hvað ég eigi að gera.“ „Skynsöm stúlka.“ Hún vissi, hvernig hann kinkaði kolli, um leið og hann sagði orðin og kipraði ljósblá augun. „Ég vil ekki, að á þetta sé minnzt einu orði, hvorki við lögregluna, blöðin né þjónustufólkið.“ „Ágætt, herra van Golen,“ svaraði hún. „Ég kem heim annað kvöld, Marion, og þá ákveð ég, hvað gera skuli.“ „Gott og vel, herra van Golen,“ svaraði hún og sveipaði sloppnum fastara að sér. „Það er aðeins eitt atriði í viðbót, sem ég verð að skýra yður frá.“ „Einmitt — segið þér það þá!“ Hún dró andann djúpt. „Ég hugsa, að ég

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.