Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 Heimsfræg athafnasöm fjölskylda i ElTT sinn fór ég að hlusta á fiðluleik Yehudis Menuhins í París og varð heldur en ekki hugfanginn af snilli meistai’ans. Nú er orðið alllangt síðan, og börn Menu- hins eru löngu orðin stój- og feta frægðar- slóð föður síns, nema hvað öllu meiri sögur fara jafnvel af þeim. Yehudi Menuhin er Gyðingur, kominn í beinan karllegg af rabbínum hverjum fram af öðrum. Þetta hlýtur að vera merkileg ætt, enda láta afrek hennar nú ekki á sér standa. Menuhin kvæntist ungri veik- byggri stúlku, Mamtha, Sher, að nafni, vestur í Bandaríkjum skömmu fyrir heimsstyrjöldina 1914—18, en þangað hafði hann haft hana með sér að austan. 22. apríl 1916 fæddist þeim sonur, sem var skírður Yehudi, en það er hebreskt nafn og merkir Gyðingurinn. Seinna eign- aðust þau hjón tvær dætur: Hephzibah og Yaltah. Svo samhent reyndist þessi fjölskylda, að öll systkinin þrjú gengu í hjónaband sama árið og ekki nóg með það: Kona Ye- hudis og maður Hephzibahs voru systkin °g hétu Nola og Lindsay Nicholas. En stutt varð í hjónaböndum þeirra. Næst kvæntist Yehudi stúlku, sem hét Diana Gould, og Hephzibah giftist félagsfræðingi, sem ég veit ekki, hvað heitir, enda virðist hann bara vera maðurinn konunnar sinn- ar> sem svo er nefnt. Það hefur sannazt á Hephzibah, sem fyrir henni var spáð i bernsku, að hún myndi fara mjög að dæmi Yehudis, bróður síns — að öðru leyti en Pví, að hann spilar á fiðlu, en hún á píanó! Hað var eitt sinn fyrir löngu, að Menuh- in eldri fór með báðar litlu telpurnar sín- ar til Marcels Ciampis, kennara í píanó- leik við tónlistarskólann í París, og bað hann að kenna þeim. Ciampi kvaðst ekki kenna börnum, en sagði, að einn af nem- endum sínum myndi gera það. Menuhin svaraði engu, en lét Hephzibah umsvifa- laust setjast við hljóðfærið. Telpan fór þegar að spila „Rondo brillante" eftir Weber með þeim ágætum, að Ciampi gafst upp orrustulaust og kvaðst mundu taka að sér að kenna henni. „Þá takið þér þessa líka,“ sagði Menuhin og benti á Yaltah litlu. „En hún er of ung til náms,“ andmælti Ciampi. Telpan settiet þá við hljóðfærið og spil- aði verk eftir Schumann. Hreif hún Ci- ampi svo með leik sínum, að hann lofaði að kenna henni líka og sagði: „Hún frú Menuhin hefur bara fætt af sér efnivið í heilan tónlistarskóla." Að svo mæltu tók hann báðar telpurnar í bekkinn hjá sér. „Ég skil ekki, að hægt sé að hugsa sér betra né óþvingaðra samkomulag en hjá fjölskyldu minni,“ segir Menuhin. „Hún Hephzibah er ímynd úthverfunnar á mér, en Yaltah þess, sem inn snýr.“ Hephzibah hélt fyrsta konsert sinn í París með Yehudi, bróður sínum, haustið 1934. Það var annar konsertinn hennar. Systkinin léku verk eftir Mozart, Beethov- en og Brahms. Það er áhættulaust að halda konsert með öðrum eins félaga,“ sagði Hephzibah. „Yehudi rifjar upp öll verkin með mér, áður en tónleikarnir hefjast. Allt lifnar við, þegar hann útskýrir þau. Hann skýr- ir sérhvert smáatriði, svo að allt liggur ljóst fyrir. Enda þótt ég flíki engri til-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.