Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.06.1970, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRU SÖGÐU I SIGURÐUR NORDAL: „Köllun er steypa, þegar allir kraftar pei-sónunn- ar, vit, vilji og tilfinningar, beinast að sama marki. Maðurinn með köllun hlýtur stundum að láta tillit til annarra víkja fyrir megintakmarkinu og ekki síður til- lit til einkalífs síns“. HANS RASMUSSEN: „Fjármagn forð- ast þá staði, þar sem það er ofsótt, eins og heitan eld og leitar auðvitað ávallt þangað, sem það getur verið óáreitt og gef- ið mest af sér. Ofsköttun er þjóðfélögum hættuleg, því að hún getur leitt til fjár- flótta“. HENRY OLSEN: „Fólk getur ekki orð- ið það gamalt, að það hætti að verða ást- fangið. Þegar aldraður maður og öldruð kona sitja saman og haldast í hendur, eru þau ekki lengur einmana, en það óttast fólk mest af öllu“. P. NYBOE ANDERSEN, fjármálaráð- herra Danmerkur: „Gengislækkun dönsku krónunnar leysir engan vanda og er því gagnslaus“. BERNHARD SHAW (Nóbelsverðlauna- höfundur); „Blaðamennsku má telja aíðstu tegund bókmennta, því að allar beztu bókmenntir eru blaðamennska. Sá rithöfundur, sem stritar við að skapa fá- nýt verk, ekki handa samtíð sinni, heldur handa öldnum og óbornum, mun uppskera þau laun, að þau munu reynast öldungis ólesandi á öllm tímum... Ég er sjálfur blaðamaður, og ég er hreykinn af því. Allt það, sem er ekki blaðamennska, nem ég af ásettu ráði úr verkum mínum, sann- færður um, að ekkert nema blaðamennska louni reynast langlíft sem bókmenntir né vorða til neins gagns, meðan það heldur velli“. --------------------------------------- * A BÓKAMARKAÐINUM ___-___________________________________ Eigil Steinmetz: Tilræði og pólitísk morð. Sögu- leg bók um tilræði við stjórnmálamenn og þjóðhöfðingja. Með myndum. 303 bls., íb. kr. 588.50. Guðmundur Daníelsson: Sandur. Skáldsaga. 209 bls., ib. kr. 511.00. Þorbjörg Árnadótttir: Öldurót. Skáldsaga. 141 bls., íb. kr. 377.50. Desmond Morris: Mannabúrið. Bók um menn og konur í búri nýtízku borga. Hersteinn Páls- son þýddi. 247 bls., íb. kr. 411.00. Bjarni Bjarnason: Suðri I. Þættir úr framfara- sögu Sunnlendinga frá Lómagnúp til Hellis- lieiðar. Með myndum. 400 bls., íb. kr. 635.00. Magnús Magnússon: Syndugur maður segir frá. Minningar og mannlýsingar. 352 bls., íb. kr. 499.50. Snorri Sigfússon: Ferðin frá Brekku. II. bindi. Minningar. Með myndum. 270 bls., íb. -kr. 705.00. Þorsteinn frá Hamri: Himinbjargarsaga eða skógardraumur. Ævinlýri. 224 bls., íb. kr. 516.00. Örn Snorrason: Gamantregi. Sögur og kvæði. 183 bls., ib. kr. 411.00. Þorsteinn Matthíasson: Ég raka mig ekki í dag, góði. Þættir úr þjóðlifinu. Með myndum. 133 bls., íb. kr. 289.00. Jón Óskar: Fundnir snillingar. Endurminning- ar höfundar frá styrjaldarárunum. 208 bls., ób. kr. 440.00, íb. kr. 610,50. Sigurður Jónsson: Siggi flug. Endurminningar fyrsta íslenzka flugmannsins. Með myndum. Hersteinn Pálsson skráði. 270 bls., íb. kr. 610.50. Birgir Kjaran: Skaftafell. Þingvellir. Þjóðgarð- ur íslands. (The National Parks of Iceland. Islands nationalparker. Die islandischen Na- tonalpark). Með litmyndum. 100 bls., íb. kr. 362.00. Útveguim allar fáanlegar bækur. Kaupið bækumar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Bóhaverslun ÍSAFOl/DJkll Austurstræti 8 — Reykjavík — Sími 1-45-27

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.