Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 Eiga böm á sextugsaldri SÆNSK kona, Lena að nafni, 52ja ára gömdl, vaknaði nýlega í sjúkrahúsi eftir að- gerð og spurði kvíðafull: Var æxlið illkynj- að?” Læknirinn hristi höfuðið og anzaði hálf- vandræðalegur á svipinn: „Þér eruð vanfær- ar”. Lena þessi, sem lögð hafði verið á spítal- ann til móðurlífsuppskurðar, var áður bæði orðin móðir og amma. Við aðgerðina upp- götvuðu læknarnir sér til mikillar undrunar, að hún var vanfær. Frú Lena varð bæði glöð og óttaslegin, er hún heyrði úrskurð læknisins, sem að fram- an greinir, og sagði: „Af hverju voruð þið ekki búnir að rannsaka áður, hvort ég væri ófrísk? Og hvers vegna tókuð þi^ barnið ekki, þegar þið skáruð mig upp? Það endar með því, að ég verð aftur amma!” Dr. Vagn Sele ríkislæknir sagði: „Fæðing þessa barns í sumar táknar norrænt met“ — Evrópumet er það hins vegar ekki, því að elzta kona, sem eignazt hefur barn í Hollandi, var þá 56 ára gömul. Hollenzkur kynsjúkdómafræðingur segir: „Fáfróðir eiginmenn stagast á því við konur sínar, að þær geti ekki átt börn, þegar þær séu orðnar fimmtugar, þótt þær hafi enn á klæðum”. — Sænskir læknar segja hins veg- ar, að það stafi einungis af „þreytu eigin- mannanna”, hve fáar konur eignist börn á sextugsaldri. Sannleikurinn er sá, að fæðing- araldur kvenna hefur hækkað að mun sam- fara nútíma lifnaðarháttum. Nú spyrja menn: Rjúka löggjafar landanna ekki upp til handa og fóta og setja lagabann við því, að konur eignist böm eftir fimmtug- asta afmælisdag sinn? Það væri í fullu sam- ræmi við hina úreltu löggjöf um aldurstak- mark opinberra embættismanna, sem gerist fáránlegri með ári hverju vegna síhækkandi starfsgetualdurs þeirra með bættum lífsskil- yrðum og stóraukinni heilsugæzlu. Fágætur félagsskapur í ÁRSBYRJUN 1969 var haldið nýstárlegt þing í litlum og fögrum ferðamannabæ, Mart- in Brod, í Júgóslavíu. Driffjöðrin í þinghald- inu var skólastjóri einn í bænum Nedeljko Sobot. Hann er formaður piparsveinafélags bæjarins, en það nefnist á júgóslavnesku Bulc na Uni. Félag þetta hafði boðað allt ógift fólk í landinu eldra en 25 ára, sem koma vildi, til þingsins, en til þess að öðlast pipar-nafngift í Júgóslavíu verður fólk að hafa náð þeim aldri. Margir hristu höfuðið yfir þessu þinghaldi, en urðu þó jafnframt æði forvitnir, þegar þeir heyrðu, að þangað hefðu komið fulltrú- ar frá 120 piparsveinafélögum í landinu. Þing- fulltrúarnir, sem bæði voru konur og karl- ar, virtust eiga margs konar erindi á sam- kunduna, því að þar voru rædd skattamál, húsnæðismál, réttindamál einhleypinga auk ýmiss konar viðkvæmra einkamála, eins og gefur að skilja. Þingfulltrúarnir reyndust frjálslyndir og við- ræðugóðir, jafnvel aldursforsetinn, Melenko Sekulic, sem orðinn var 77 ára. Á þinginu var fólk einhuga um að neyta allra tiltækra ráða til að fá þingfulltrúana til að giftast. Félagsgjöld meðlima klúbbanna ýta undir þá viðleitni. Þau hækka nefnilega með aldri meðlimanna. Þeim er ekki varið til skógar- ferða, heldur giftingarstyrkja. Þegar félags- maður gengur í hjónaband, fær hann (eða hún) sem svarar um 6000 ísl. kr. (gengi í apríl 1969). Oft ber það við, að félagar gift- ast, enda er fólk óspart eggjað á það. Meðan þingið í Martin Brod fór fram, var haldinn þar svellandi dansleikur á hverju kvöldi, og skemmti fólk sér þá svo vel, að árangurinn varð: 10 giftingar. Geta menn af framan skráðu auðveldlega reiknað út. hvað það muni hafa kostað hinn ágæta félags- skap Buk na Uni. ^ SEGIÐ vinum yðar frá SAMTÍÐINNI. VlÐ greiðum án nokkurs viðbótariðgjalds aukabætur til þeirra, sem slasast alvarlega þrátt fyrir notkun öryggisbelta. Fram yfir aðrar tryggingar greiðum við 50.000 kr. við dauðsfali og allt að 150.000 kr. við örorku. Kynnið yður þessa mikilsverðu nýjung í ísl. tryggingum. ÁBYRGÐ H.F. — TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN — Skúlagötu 63 — Reykjavík — Símar: 17455 og 17947.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.