Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.07.1970, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 Guðm. Arnlaugsson: 45. grein SKÁLDSKAPUR m~m Á SKÁKBORÐI “!%%"■ Armeníumaðurinn H. M. Kasparjan er í hópi fremstu tafllokahöfunda, þeirra er nú lifa. Fyrir Vestur-Evrópubúa er nærri eins erfitt að afla upplýsinga um skák- þrautahöfunda í Austur-Evrópu og fyrir Islending að hafa uppi á höfundum Islendingasagna: maður fær nafn, og ef vel ber í veiði fæðingar- og dánardag, en oftast lítið meira. Um Kasparjan hef ég þó þann fróðleik, að hann er fæddur árið 1910 og er því nýorðinn sextugur þegar þetta er ritað. Hann er byggingaverkfræð- ingur að menntun og aðalstarfi og á heima í Erevan. Kasparjan hefur náð langt á fleiri sviðum skákarinnar en einu, hann hefur teflt á skákmótum með góðum ár- angri og hlotið nafnbótina alþjóðlegur skákmeistari. Jafnframt hefur hann unn- ið sér margháttaða sæmd fyrir stúdíur sín- ar. Um þrjú hundruð tafllok hafa verið birt eftir hann og hafa um 200 þeirra hlotið einhver verðlaun, en ýmis blöð og tímarit hafa þann sið að efna öðru hverju til samkeppni um beztu skákdæmi og tafl- lok til þess að örva áhuga á þessari grein. Einnig er svo að sjá sem árlega sé hald- in samkeppni af þessu tagi í Sovétríkjun- um og hefur Kasparjan fjórum sinnum orðið meistari Sovétríkjanna á sviði tafl- loka. Við skulum nú líta á eina af kunn- ustu þrautum Kasparjans. minjagripir dg gjafavdrur VIÐ A’LLRA HÆFI. Skartgripaverzlunin EMAIL HAFNARSTRÆTl 7 - SÍMI Z-04-75 71. Kasparjan (ICg8-Rd6-Bc8-Pf4, g3, h4; Kh5-Hfl-Hh2-Pf6, g5, h6) Hvítur á að vinna. Svartur er liðmeiri, en kóngur hans er illa settur og á því byggjast vinningsvonir hvíts. 1. Re8! Hótar 2. Rg7f og Bf5 mát. Ekki dugar 1. —f5 gegn því vegna 2. Bxf5. Ekki dugar heldur að drepa með peði á h4 eða f4. Eina leiðin sem til greina kemur, auk þeirrar sem hér er valin, er 1.—Hxf4, en hún leiðir til sömu loka. 1. ... Kg6 2. 7i5f/ Hxh5 Um annað er ekki að ræða, því að Kxh5, Rg7f leiðir beint til máts. 3. f5H Hxf5 Ab gh Hótar Bxf5 mát, svo að hrókurinn verður að víkja. U. ... Hfl, 5. RfSfH Hxf5 6. Rg7 Nú er komin fram ótrúleg staða. Svart- ur á ofurefli liðs og leikinn, en hann kemst ekki hjá máti í næsta leik. Á bruökaupsnóttina sagói eiginmaður- inn: ..Jæjci, elskan, er ég nú fyrsti karl- maðurinn, sem þú ert ein hjá á næturþeli?“ Frúin: „Já, sofandi.“ MERKINGAR ORÐA á bls. 16. 1. Ofsaveður, 2. magur i andliti, 3. Miðgarðs- ormur, 4. svartbakur, 5. ákúra, 6. tófa, 7. ötull málflytjandi, 8. bóndi, sem nýtur álits, 9. tneð- limur, 10. hrœðilegur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.