Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.06.2010, Blaðsíða 26
Auglýsing Þú gerir það á www.f4x4.is Sendu mótmælapóstkort vegna lokana á ferðaleiðum Útgefandi: Ferðaklúbburinn 4x4 á Íslandi - BLAÐSÍÐA 6 Íslenska jeppatæknin er með merkari uppfinningum sem fram hafa komið í samgöngutækni hér á landi. Almennt ferðafrelsi og framsýni yfirvalda á þeim tíma eru grundvallarástæða fyrir því að þessi þróun hófst og varð jafn farsæl og raun ber vitni. Við vorum rétt rúmlega tvítugir þegar þróunin var að byrja. Stærstu hjólin voru 38 tommu há og menn að læra að hleypa loftinu úr og láta hjólin fljóta á snjónum. Við vorum í góðum tengslum við öflugustu jeppamenn landsins og ferðuðumst mikið með þeim. Kolbeinn Pálsson, einn af frumkvöðlunum, taldi það hátind jeppaferðalaga að komast á jeppum í Grímsvötn á miðjum Vatnajökli. Á þessum tíma virtist það vera ógerlegt. Jeppamenn höfðu lítið kynnst jöklum og jöklaferðir ekki á færi almennings á þessum tíma. Það höfðu bara vísindamenn og björgunarsveitir á snjóbílum og einstaka ofurhugar gert og áttu ekki alltaf afturkvæmt. Áskorunin var því mikil fyrir unga jeppamenn. Vorið 1984 þegar undirbúningur fyrir vorleiðangur Jöklarannsóknafélagsins var í fullum gangi spurðum við jöklafólk Raunsvísindastofnunar hvort við gætum verið þeim samferða og jafnvel að keyra með þeim í Grímsvötn. Hlaut þessi málaleitan góðar undirtektir þeirra sem þekktu til okkar en undirtektir annara voru dræmari. Leyfið fékkst með loforði um að við yrðum sjálfbjarga og myndum snúa einir til baka ef illa gengi. Að sjálfsögðu var alltaf lagt upp með þessi sjónarmið af okkar hálfu. Fáir úr vinahópnum áttu heimangengt þessa daga, en félagi okkar Jón Valgeir Ólafsson og kona hans Kristín Elfa Bragadóttir gátu komið og því vorum við aðeins á tveimur jeppum. Við á Willisjeppa á 38“ diagonal hjólbörðumum, Jón og Kristín voru á Toyota Hilux á 33“ radial hjólbörðum. Lagt var af stað frá Reykjavík og komið í Jökulheima síðdegis. Strax var hafist handa við að undirbúa jökulferðina. Snjóbílar voru teknir af flutningabílunum, vistir og búnaður flutt yfir á sleða og snjóbíla, sleði með nokkrum bensítunnum yfirfarinn, sprunguleitarstangir yfirfarnar og svo mætti lengi telja. Í skálanum í Jökulheimum var hópur vaskra kvenna að elda kjötsúpu til að næra mannskapinn fyrir langa og erfiða ferð. Við fylgdumst með þessu af áhuga, yfirfórum bíla okkar og athuguðum hvort allt væri í standi. Við fengu líka að heyra miklar efasemdaraddir um getu okkar til að komast upp á svellaða jökulbrúnina. Þegar kallað var til kvöldverðar urðum við eftir við jökulröndina, því við vildum prófa að keyra upp án þess að leiðangursmenn Jöklarannsóknarfélagsins sæu til. Þannig gætum við farið heim strax án þess að verða okkur til skammar. Vel gekk að komast yfir Tungnaána og svo tók jökullinn við. Sporðurinn var að mestu ís en mjög óhreinn þannig að grip var gott og okkur reyndist auðvelt að keyra upp í snjó. Þar með var fyrsti björninn unninn og við vörpuðum öndinni léttar. Við snerum til baka og biðum eftir að leiðangursmenn kæmu úr kvöldmatnum. Þarna voru tilbúnir 3 snjóbílar og nokkrir vélsleðar. Svo var lagt af stað. Gamli Bombardier snjóbíllinn, sem var með 318 kúbiktommu Chrysler Industrial mótor, silaðist af stað með þungan sleða í eftirdragi en festist fljótlega. Öflugi Hooglund snjóbíllinn frá Landsvirkjun tók hann í tog og halarófan mjakaðist aftur af stað. Okkur gekk hins vegar vel. Karlarnir sögðu þá; „Jæja bíðið bara þar til við komum í krapasvæðið sem alltaf bíður okkar í ákveðinni hæð, þar getur nú versnað í því.“ Stuttu síðar komum við upp að krapasvæðinu og kílómeters breiður krapablámi blasti við okkur. Við héldum okkur til hlés og snjóbílalestin óð útí . Gamli Jökull festist aftur en Hooglundinn sullaðist yfir og tosaði síðan Borbardierinn upp. Við keyrðum meðfram og virtum þetta fyrir okkur. Jeppinn sökk svolítið í en síðan var fast undir og við keyrðum þetta nokkuð auðveldlega. Við vorum komin á þéttan sumarsnjó, frekar auðveldan yfirferðar. Það létti yfir okkur og sjálfstraustið jókst. Mönnum leist vel á hvernig okkur gekk en bentu réttilega á að við værum ekki með neinn farangur nema fyrir okkur sjálfa. Svo hughreystu Ferðin þeir okkur með torfærum framundan: „Jæja, bíðið þar til við komum upp að brekkunni upp að skálanum“. Leiðangurinn mjakaðist upp jökulinn, hægt en örugglega. Veður var gott, en lágskýjað og brátt ókum við inn í þoku sem varð þéttari efir því sem ofar dró. Skyggni var ekkert þegar við komum í Háubungu og ekið var eftir LORAN-C staðsetningartækjum. Við fylgdum lestinni og gættum þess að vera ekki fyrir. Við vestari Svíahnjúk stöðvaðist leiðangurinn. Nokkrir metrar voru að bjargbrúninni en þar var 300 metra þverhnípi niður á íshellu Grímsvatna og eins gott að fara varlega. Við sáum bara örfáa metra og í sortanum mótaði fyrir sleða sem skyndilega stöðvaði og bakkaði til baka í sömu förum. Ökumaðurinn skynjaði að sleðinn hallaði óeðlilega. Hann gerði hið eina rétta, tók ekki áhættuna með því að taka U-beygju til baka. Úti í þokunni sáust menn með ógnarlangar stangir og potandi í snjóinn, leitandi að hengjum og sprungum. Þeir fóru gangandi á undan lestinni. Þarna vorum við á gríðarlega hættulegu svæði, hengiflug á vinstri hönd og sigkatlar á þá hægri. Finna þurfti réttu leiðina þarna á milli og hún var ekki nema nokkurra tuga metra breið. Í góðu skyggni er hægt að varast þessar hættur en nú þurfti að fara að öllu með gát. Að lokum sást eystri Svíahnjúkur þar sem skáli Jöklarannsóknafélagsins stendur og nú var erfiða brekkan framundan. Enn mjökuðust snjóbílarnir áfram og komust upp að skálanum. Við komum á eftir og reyndum fyrir okkur til hliðar við förin eftir snjóbílana til að kanna hvort við kæmumst upp á eigin spýtur. Það tókst og báðir jepparnir óku léttilega upp að skálanum. Við vorum komnir á áfangastað eftir um 12 tíma ferð úr Jökulheimum. Við trúðum vart eigin augum og tilfinningin var ólýsanleg. Leiðangursmenn komu og óskuðu okkur til hamingju með þetta. Þeir gerðu sér grein fyrir að líklega væru nýir tímar framundan í jöklarannsóknum. Þarna sáu þeir að með því að nýta sér stór hjól og létta jeppa væri hægt að fara fleiri og ódýrari ferðir til mælinga og rannsókna. Efasemdarmennirnir óskuðu okkur líka til hamingju en þeir fundu jafnframt að þessi veröld var að opnast almeninngi. Í huga sumra þeirra var búið að eyðileggja ævintýraljóma Vatnajökuls. Sigurjón Rist var þá formaður Jöklarannsóknafélagsins og hann fylgdist af áhuga með ferðum okkar. Hann var fljótur að átta sig á þeim möguleikum sem þessi nýta tækni gaf og kallaði úrhleyptu hjólin „loftþrúgur“. Í Grímsvötum stöldruðum við nokkurar klukkustundir en vildum ekki íþyngja önnum köfnum leiðangursmönnum með nærveru okkar. Fjölmenni var í leiðangrinum og skálapláss af skornum skammti. Við lögðum því síðdegis af stað til baka upp á eigin spýtur. Ferðin gekk vel. Við fylgdum slóðinni til baka og lentum ekki í neinum vandræðum Við vorum vel búnir talstöðvum og Grímsvatnamenn fylgdust með okkur. Að frumkvæði Sigurjóns Rist héldum við svo fyrirlestur um jeppa og hina nýju notkun þeirra á aðalfundi Jöklarannsóknar- félagsins 1985. Þessi áhugi hans á nýrri tækni er minnis- stæður og hann sá á augabragði möguleikana sem stór hjól veita þeim sem stunda vinnu og rannsóknastörf á hálendinu. Eftirmáli Snorri Ingimarsson og Hjalti Magnússon Fyrsta jeppaferðin í Grímsvötn 17. júní 1984 Íslenska jeppatæknin er með merkari uppfinningum sem fram hafa komið í samgöngutækni hér á landi. Almennt ferðafrelsi og framsýni yfirvalda á þeim tíma eru grundvallarástæða fyrir því að þessi þróun hófst og varð jafn farsæl og raun ber vitni. Við vorum rétt rúmlega tvítugir þegar þróunin var að byrja. Stærstu hjólin voru 38 tommu há og menn að læra að hleypa loftinu úr og láta hjólin fljóta á snjónum. Við vorum í góðum tengslum við öflugustu jeppamenn landsins og ferðuðumst mikið með þeim. Kolbeinn Pálsson, einn af frumkvöðlunum, taldi það hátind jeppaferðalaga að komast á jeppum í Grímsvötn á miðjum Vatnajökli. Á þessum tíma virtist það vera ógerlegt. Jeppamenn höfðu lítið kynnst jöklum og jöklaferðir ekki á færi almennings á þessum tíma. Það höfðu bara vísindamenn og björgunarsveitir á snjóbílum og einstaka ofurhugar gert og áttu ekki alltaf afturkvæmt. Áskorunin var því mikil fyrir unga jeppamenn. Vorið 1984 þegar undirbúningur fyrir vorleiðangur Jöklarannsóknafélagsins var í fullum gangi spurðum við jöklafólk Raunsvísindastofnunar hvort við gætum verið þeim samferða og jafnvel að keyra með þeim í Grímsvötn. Hlaut þessi málaleitan góðar undirtektir þeirra sem þekktu til okkar en undirtektir annara voru dræmari. Leyfið fékkst með loforði um að við yrðum sjálfbjarga og myndum snúa einir til baka ef illa gengi. Að sjálfsögðu var alltaf lagt upp með þessi sjónarmið af okkar hálfu. Fáir úr vinahópnum áttu heimangengt þessa daga, en félagi okkar Jón Valgeir Ólafsson og kona hans Kristín Elfa Bragadóttir gátu komið og því vorum við aðeins á tveimur jeppum. Við áWillisjeppa á 38“ diagonal hjólbörðumum, Jón og Kristín voru á Toyota Hilux á 33“ radial hjólbörðum. Lagt var af stað frá Reykjavík og komið í Jökulheima síðdegis. Strax var hafist handa við að undirbúa jökulferðina. Snjóbílar voru teknir af flutningabílunum, vistir og búnaður flutt yfir á sleða og snjóbíla, sleði með nokkrum bensítunnum yfirfarinn, sprunguleitarstangir yfirfarnar og svo mætti lengi telja. Í skálanum í Jökulheimum var hópur vaskra kvenna að elda kjötsúpu til að næra mannskapinn fyrir langa og erfiða ferð. Við fylgdumst með þessu af áhuga, yfirfórum bíla okkar og athuguðum hvort allt væri í standi. Við fengu líka að heyra Ferðin miklar efasemdaraddir um getu okkar til að komast upp á svellaða jökulbrúnina. Þegar kallað var til kvöldverðar urðum við eftir við jökulröndina, því við vildum prófa að keyra upp án þess að leiðangursmenn Jöklarannsóknarfélagsins sæu til. Þannig gætum við farið heim strax án þess að verða okkur til skammar. Vel gekk að komast yfir Tungnaána og svo tók jökullinn við. Sporðurinn var að mestu ís en mjög óhreinn þannig að grip var gott og okkur reyndist auðvelt að keyra upp í snjó. Þar með var fyrsti björninn unninn og við vörpuðum öndinni léttar. Við snerum til baka og biðum eftir að leiðangursmenn kæmu úr kvöldmatnum. Þarna voru tilbúnir 3 snjóbílar og nokkrir vélsleðar. Svo var lagt af stað. Gamli Bombardier snjóbíllinn, sem var með 318 kúbiktommu Chrysler Industrial mótor, silaðist af stað með þungan sleða í eftirdragi en festist fljótlega. Öflugi Hooglund snjóbíllinn frá Landsvirkjun tók hann í tog og halarófan mjakaðist aftur af stað. Okkur gekk hins vegar vel. Karlarnir sögðu þá; „Jæja bíðið bara þar til við komum í krapasvæðið sem alltaf bíður okkar í ákveðinni hæð, þar getur nú versnað í því.“ Stuttu síðar komum við upp að krapasvæðinu og kílómeters breiður krapablámi blasti við okkur. Við héldum okkur til hlés og snjóbílalestin óð útí . Gamli Jökull festist aftur en Hooglundinn sullaðist yfir og tosaði síðan Borbardierinn upp. Við keyrðum meðfram og virtum þetta fyrir okkur. Jeppinn sökk svolítið í en síðan var fast undir og við keyrðum þetta nokkuð auðveldlega. Við vorum komin á þéttan sumarsnjó, frekar auðveldan yfirferðar. Það létti yfir okkur og sjálfstraustið jókst. Mönnum leist vel á hvernig okkur gekk en bentu réttilega á að við værum ekki með neinn farangur nema fyrir okkur sjálfa. Svo hughreystu þeir okkur með torfærum framundan: „Jæja, bíðið þar til við komum upp að brekkunni upp að skálanum“. Leiðangurinn mjakaðist upp jökulinn, hægt en örugglega. Veður var gott, en lágskýjað og brátt ókum við inn í þoku sem varð þéttari efir því sem ofar dró. Skyggni var ekkert þegar við komum í Háubungu og ekið var eftir LORAN-C staðsetningartækjum. Við fylgdum lestinni og gættum þess að vera ekki fyrir. Við vestari Svíahnjúk stöðvaðist leiðangurinn. Nokkrir metrar voru að bjargbrúninni en þar var 300 metra þverhnípi niður á íshellu Grímsvatna og eins gott að fara varlega. Við sáum bara örfáa metra og í sortanum mótaði fyrir sleða sem skyndilega stöðvaði og bakkaði til baka í sömu förum. Ökumaðurinn skynjaði að sleðinn hallaði óeðlilega. Hann gerði hið eina rétta, tók ekki áhættuna með því að taka U-beygju til baka. Úti í þokunni sáust menn með ógnarlangar stangir og potandi í snjóinn, leitandi að hengjum og sprungum. Þeir fóru gangandi á undan lestinni. Þarna vorum við á gríðarlega hættulegu svæði, hengiflug á vinstri hönd og sigkatlar á þá hægri. Finna þurfti réttu leiðina þarna á milli og hún var ekki nema nokkurra tuga metra breið. Í góðu skyggni er hægt að varast þessar hættur en nú þurfti að fara að öllu með gát. Að lokum sást eystri Svíahnjúkur þar sem skáli Jöklarannsóknafélagsins stendur og nú var erfiða brekkan framundan. Enn mjökuðust snjóbílarnir áfram og komust upp að skálanum. Við komum á eftir og reyndum fyrir okkur til hliðar við förin eftir snjóbílana til að kanna hvort við kæmumst upp á eigin spýtur. Það tókst og báðir jepparnir óku léttilega upp að skálanum. Við vorum komnir á áfangastað eftir um 12 tíma ferð úr Jökulheimum. Við trúðum vart eigin augum og tilfinningin var ólýsanleg. Leiðangursmenn komu og óskuðu okkur til hamingju með þetta. Þeir gerðu sér grein fyrir að líklega væru nýir tímar framundan í jöklarannsóknum. Þarna sáu þeir að með því að nýta sér stór hjól og létta jeppa væri hægt að fara fleiri og ódýrari ferðir til mælinga og rannsókna. Efasemdarmennirnir óskuðu okkur líka til hamingju en þeir fundu jafnframt að þessi veröld var að opnast almeninngi. Í huga sumra þeirra var búið að eyðileggja ævintýraljóma Vatnajökuls. Sigurjón Rist var þá formaður Jöklarannsóknafélagsins og hann fylgdist af áhuga með ferðum okkar. Hann var fljótur að átta sig á þeim möguleikum sem þessi nýta tækni gaf og kallaði úrhleyptu hjólin „loftþrúgur“. Í Grímsvötum stöldruðum við nokkrar klukkustundir en vildum ekki íþyngja önnum köfnum leiðangursmönnum með nærveru okkar. Fjölmenni var í leiðangrinum og skálapláss af skornum skammti. Við lögðum því síðdegis af stað til baka upp á eigin spýtur. Ferðin gekk vel. Við fylgdum slóðinni til baka og lentum ekki í neinum vandræðum Við vorum vel búnir talstöðvum og Grímsvatnamenn fylgdust með okkur. Að frumkvæði Sigurjóns Rist héldum við svo fyrirlestur um jeppa og hina nýju notkun þeirra á aðalfundi Jöklarannsóknar- félagsins 1985. Þessi áhugi hans á nýrri tækni er minnis- stæður og hann sá á augabragði möguleikana sem stór hjól veita þeim sem stunda vinnu og rannsóknastörf á hálendinu. Eftirmáli Snorri Ingimarsson og Hjalti Magnússon Fyrsta jeppaferðin í Grímsvötn var farin17. júní 1984

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.