Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 11
SAMTlÐIN 7 > BRENNISTEINN er einkum í eggj- um, lauk, blómkáli, hreðkum, piparrót og eplum. ♦ JÁRN er í ölgeri, kókó, lifur, spín- ati, grænkáli, rauðrófum, rúsínum, grænu salati og nautakjöti. . ♦ JOÐ er í fiski, gulrótum, hvítlaulc og tómötum. ♦ KALK er í mjólk, ölgeri, hýðisgrjón- um, grænkáli, hvítkáli, selleríi og baun- um. ♦ KÍSILL er í hveitiklíði, hýðiskorni, undir hýði á ávöxtum, í jarðarberjum, karsa, hvítlauk, lauk og grænu salati. + B-FJÖREFNI, sem hefur góð áhrif á lit hársins, er í ölgeri, mjólk, innmat, kjöti, grjónum, grænmeti og þurrkuðum ávöxtum. Mundu eftir olnbogunum MIKIÐ er tekið eftir berum handleggj- um og olnbogum. Því miður er stundum vanrækt að hirða nógu vel um olnbogana, en það er mjög óheppilegt. I hvert skipti, sem við þvoum okkur um hendurnar og nuddum þær með sítrónu- safa eða húðnæringarvökva, eigum við að gera handleggjunum og einkum olnbog- unum sömu skil til að halda hörundinu nijúku. Sama máli gegnir, þegar við leggj- um fegrunargrímu á andlitið. Þá eigum við um leið að láta handleggina og olnbog- ana njóta góðs af. Gæsahúð er gott að ná af olnbogum nieð Pretty Feet kremi. Það hreinsar burt dauðar hörundsfrumur, og hörundið verð- ur ferskt og mjúkt. Rétt er að venja sig af að láta olnbogana hvíla á borðinu. Sund er mjög hollt og fegrandi, hvað útlimi snei’tir. Einnig er það hressandi og styrkj- andi líkamsæfing að vega sig upp á hand- teggjunum. Gerðu það hægt og rólega, einkum fyrst 1 stað. it Ostaneyzla Norðurlandaþjóða VIÐ höfum í seinustu • blöðum SAM- TlÐARINNAR birt ýmiss konar fróðleik um hina hollu og ljúffengu fæðutegund ostinn eða réttara sagt ostana, því að þar er um margar tegundir að ræða. Eftirfarandi skrá sýnir árlega osta- neyzlu fjögra Norðurlandaþjóða síðustu árin. íslendingar neyttu 3—3V> kg á mann árlega Norðmenn — rúml. 9--—. — Danir — — 9---— — Sviar — — 8---— -— Af þessum samanburði sést, að við er- um eftirbátar frændþjóða okkar í osta- neyzlu, og er það alger óþarfi, því að hér er nú völ á mörgum afbragðs ostategund- um, sem jafnast á við þær, sem búnar eru til erlendis. Þess má geta, að nokkrar Evr- ópuþjóðir, svo sem Frakkar, Hollending- ar, Svisslendingar og Italir, neyta meira af osti en Norðurlandaþjóðirnar, enda stendur ostamenning þeirra á gömlum merg. ir Leitaðu að öðrum B. skrifar: Ég er í miklum vanda stödd. Systir mín er trúlofuð ungum pilti, sem ég er líka orðin ástfangin í og það svo, að ég held, að ég komi aldrei til að elska neinn annan mann. Ég er 17 ára gömul. Hvað á ég að gera? SVAR: Hættu undir eins að hugsa um unnusta systur þinnar og hallaðu þér að öðrum karlmönnum, þangað til þú finnur „þann rétta“. Ég veit ekki til, að hér í heimi finnist neitt náttúrulögmál um það, að ekki sé unnt að elska nema einu sinni á lífsleiðinni. iz Óþægilegt ástand K. skrifar: Pilturinn, sem ég hef verið með í meir en ár, vill endilega, að ég gift-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.