Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN ist sér. Það versta er, að þegar við hitt- umst, hættir mér alltaf til að fara að hugsa um aðra karlmenn og bera hann saman við þá. Þess vegna er ég nú ekki sem bezt við þennan vin minn, að því er virðist að ástæðulausu, en ég get bara alls ekki að því gert. Samt leiðist mér óskaplega, ef við hittumst ekki, því þá sakna ég hans svo mikið. Hvað á ég að gera? SVAR: Það lítur út fyrir, að þú sért ekki nógu ánægð með þennan pilt og vitir ekki, hvort þú elskar hann í raun og veru. Eftir þessu að dæma virðist þú vera ung og óreynd í ástamálum. Ég held, að þú ættir að leitast við að kynnast fleirum en þessum pilti þínum, áður en lengra er haldið. hárioþpar! suion harkoUur! KieöpArtfA TÝSGÖTU 1. Hvað er rúbín? V. skrifar: Unnusti minn hefur gefið mér hring með rúbín. Geturðu frætt mig um, hvers konar steinn það er? SVAR: Með ánægju. Rúbín er gim- steinn og heitir á íslenzku roðasteinn. Rúbínsnafnið er erlent, en er alþjóðlegt heiti og ætti að heita rúbínn á íslenzku, ef menn vilja nota orðið, sem við teljum réttmætt. Rúbínn er rautt afbrigði gim- steinsins kórúnds. ir Kjörréttur mánaðarins Spaghetti með sósu úr mais og hangi- kjöti. — Spaghetti er meðhöndlað eins og venja er til. Með því er svo borin tilbúin maíssósa, sem fæst í glösum. Út í hana er bætt þunnt skornu hangikjöti. Bragð- sterkur þurr ostur er síðan rifinn og hon- um stráð yfir spaghettiréttinn, áður en hann er framreiddur. EFTIRMATUR: Eplamauk í hringmóti. — 1 kg epli, i/A 1 af vatni, 1/2 st. vanilla, 50—100 g sykur, 5—6 bl. húsblas, 4—8 makkarónur og 2 dl af rjóma. Eplin eru hýdd og kjarnarnir teknir úr þeim. Síðan eru þau skorin í bita og soðin í vatninu, ásamt vanillustönginni, þangað til þau eru orðin meyr. Því næst eru þau marin gegnum sigti og sykruð. Maukið er síðan mælt, og í 11/2 dl af því er látið 1 bleytt húsblas, sem er hrært út í heitt maukið. Þetta er sett í hringform og látið kólna 2 klst., en að því loknu er því hvolft á fat. Makkarónurnar eru kramdar og þeim síðan stráð út í þeyttan rjómann, áð- ur en hann er látinn í miðjan eplahring- inn. ATHUGIÐ VERÐ □□ GÆÐI Kjólaverzlunin ELSA Laugaveg 53 — Simi 13197

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.