Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN að ræða, því að ekki var nóg með, að leik- sýningin sýndist ætla að fara út um þúf- ur, heldur var framtíð leikkonunnar einnig í veði. Moss Hart hafði verið ákaflega þolin- móður og elskulegur á æfingum söngleiks- ins. Ef til vill voru ófarir Julie að nokkru leyti því að kenna. Hann hafði farið með hana eins og óskurnað egg á öllum aðal- æfingunum, enda þótt túlkun hennar hefði jafnan mistekizt. Stúlkunni brá því heldur en ekki í brún, er hún varð þess vör, að Moss var nú orðinn gerbreyttur. Báða þessa helgardaga hagaði hann sér eins og forhertur liðþjálfi í sjóhernum! Hann barði saman hnefunum og öskraði fyrir- skipanir sínar upp í opið geðið á stúlk- unni. Hann óð að henni eins og mannýgt naut og hratt henni inn í hlutverk hinnar einu sönnu Elizu Doolittle, sem hann heimtaði, að hún sigraðist á, hvað sem það kostaði. Hér var ekki lengur um það að ræða, að Julie væri góðfúslega löðuð til að leika þetta hlutverk; henni var troðið inn í það, eins og hún væri bjálfalegur nýliði á heræfingu. Allar undanfarnar leikæf- ingar voru að engu hafðar. Þau Moss og Julie byrjuðu samstarf sitt algerlega að nýju, með nýrri tækni. Þetta reyndist sannkölluð fantameðt'erð á leikkonunni, en árangurinn lét ekki á sér standa. Hans vegna verður Julie Andrews þakklát Moss Hart, meðan hún lifir. Hinum frábæra leikstjóra tókst að vinna kraftaverkið: að breyta stúlkunni í ljóslifandi PygmaMon. Moss Hart játaði, að þessi 48 klukku- stunda barátta hefði blátt áfram reynzt hryllileg. Hún fór fram fyrir luktum dyrum í leikhúsi, þar sem enginn var til vitnis um leikstríð þeirra Julie Andrews nema Biff Liff, leiksviðsstjóri söngleiks- ins. „Svona verk verður alls ekki unnið í návist leikflokks nema með því að eyði- ieggja mannlega veru,“ sagði Moss. Þegar æfingin hófst hafði hann sagt: „Julie, þetta er að stela tíma, sem ég má alls ekki missa. Hér verður því enginn tími til neinnar kurteisi. og þú verður að þola móðganir, því hér í leikhúsinu er ekki annarra kosta völ. Nú er ekki tími til að setjast og haga sér eins og í leikskóla. Við verðum að byrja á fyrstu línunni í leikrit- inu og fara yfir það allt orði til orðs.“ Eldraun leikkonunuar hófst kl. 14 á hráslagalegum laugardegi, 7. janúar 1958. Henni linnti ekki fyrr en kl. 18, og síðan var haldið áfram frá k!. 20 til 23. Dag- inn eftir unnu þau enn lengur, þar til þau voru orðin örmagna á sál og líkama. „Hann öskraði, kúgaði og hamaðist, og hann djöflaði mér inn í Elizu!“ sagði Julie seinna. Moss sagði aftur og aftur við Julie: „Þú hugsar ekki ... Þú drattast bara um leiksviðið ... Þú berð hlutverkið ekki uppi ... Þú þvaðrar bara ... Þú hefur enga hugmynd um, hvernig þú átt að leika þetta ... Þú hagar þér eins og þú værir að leiðbeina ókunnugu ferðafólki!“ Og á þessu gekk, þar til komið var fram á mánudagsmorgun. Þá fór að lokum svo, að Julie tók að ná sér á strik „með þess- um ofboðslega enska þrótti, sem gerir okkur öldungis óskiljanlegt, að Englend- ingar skyldu missa lndland," sagði Moss Hart. Og þegar þar var komið sögu, tók hann allur að mildast. Skyndilega brosti hann og varð aftur ljúfmannlegur. Hann tók um herðar stúlkunnar og sagði með viðkvæmni: „Þarna kom það, Julie. Þetta var Eliza.“ Hann sagði satt. Frumsýningin á My Fair Lady á Broadway varð mesti leiksig- ur í New York, frá því að söngleikurinn Oklolioma hafði verið frumsýndur þar. Eftir að sýningunni var lokið, sat Julie Andrews í búningsherbergi sínu um- kringt blómum, símskeytum, vinum og samstarfsfólki. Hrifningin átti sér engin takmörk.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.