Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN Enginn fær umflúið örlög sín SÍVALMNGCRIM OG BLÓMIIV ÞEGAR ég nálgaðist leiðið hans í kirkjugarði borgarinnar, sá ég, hvar mað- ur sat hjá því og studdi hönd undir kinn. Hann var á að gizka fertugur, en óeðli- lega grár fyrir hærum. Hann sat þarna grafkyrr og var að virða eitthvað fyrir sér. Þegar ég kom nær, sá ég, að það voru blóm, sem hann hafði lagt á leiðið. Þetta var 2. júní. Ég staðnæmdist hjá leiðinu og bauð góðan dag. Hann hrökk við og leit flótta- lega á mig. „Einhver nákominn vður, sem hvílir hér?“ spurði ég. „Nei,“ sagði hann afsakandi. „Nei, ég þekkti hann ekki. Get ekki sagt, að ég sæi hann í lifanda lífi.“ „Eruð þér kannski sendir með þessi blóm frá einhverjum?" spurði ég og reyndi að þykjast vera annars hugar. Hann leit á mig rannsóknaraugum. „Er- uð þér eftirlitsmaður hér?“ spurði hann og hvarflaði augunum til mín í óttabland- inni spurn. Þögn. Ég fór nú eða verða forvitinn. „Áheit eða einhver dularfull tengsl?“ spurði ég. Nokkur andartök sat hann hugsi og svaraði engu. Svo tók hann til máls eins og annars hugar. „Það gildir víst einu, þó ég segi yður það,“ sagði hann. „Það heyr- ir hvort eð er enginn til okkar — engir vottar, skiljið þér.“ Og síðan hóf hann frásögn sína. „Ég var vanstilltur unglingur," sagði hann og þerraði svitann af enni sér, „alinn upp á hálfgerðum útigangi, hortugur, nautnafrekur og nýtrúlofaður Kötu. Svo gerðist það, sem réð örlögum mínum. Það kom spákona í þorpið, þar sem við áttum heima. Hún leigði sér herbergi í gistihús- inu, og fregnin barst út eins og eldur 1 sinu um, að hún læsi í lófa, spáði í spil og segði fólki örlög þess. Hálft þorpið streymdi undir eins til hennar. Kata vildi ólm fara, en ég ekki. Svo var hún að nauða í mér. þangað til ég lét til leiðast. Þetta var um kvöld. Fólk stóð í biðröð, og satt að segja hálfskammaðist ég mín fyrir að láta sjá mig þarna. Við urðum að bíða lengi, en loks kom röðin að Kötu. Hún fór inn til spákonunnar, var þar drykklanga stund og kom svo út himin- lifandi. „Þú ert næstur,“ sagði hún. Ég fór inn með hálfum huga, og þar sat þessi norn og stokkaði spilin. Ég þori að fullyrða, að það var tatarablóð í henni. Stórir eyrnalokkar dingluðu eins og ó- heillaboði niður úr hrafnsvörtu hárinu. „Seztu,“ sagði hún, „og svo eru það 250 krónur.“ Ég settist og fleygði kvoluðum seðlunum á borðið. „Réttu mér höndina," sagði hún og hirti gjaldið. Svo einblíndi hún lengi í lófa mér og mælti ekki orð frá vörum. Loks and- varpaði hún og sagði: ,,Ég get þetta alls ekki,“ og sleppti höndinni. Ég var æstur og sagði: „Þú getur þó alltjent logið einhverju fyrir þessar 250 krónur: hjónabandssælu, hamingju, ein- hverjum fjandanum, heyrirðu það?!“ Þá kipptist hún við, færðist öll í aukana og þreif hönd mína á ný. Augu hennar skutu gneistum. Hún starði á línurnar í lófa mínum, og það fór að draga úr mér allan mátt. „Nú skýrist það,“ sagði hún, „en ég sé enga hamingju — aðeins dauða — dauða

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.