Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 á afskekktum, friðsælum stað — sívalning, dauða! — Hvar vinnurðu?“ spurði hún. „Alls staðar og hvergi.“ „Varaðu þig á sívalningum," sagði hún, „öllu, sem er sívalt, og varaðu þig á 2. júní. Það er þinn óheilladagur.“ Þá kippti ég að mér hendinni og rauk á dyr, en sá næsti fór inn til hennar.“ HANN tók upp vasaklútinn og þerraði svitann af löðrandi enninu. „Síðan elti þessi óheillaspá mig og ofsótti — eitraði líf mitt,“ sagði hann. „1 mörg ár dauð- kveið ég fyrir 2. júní, óttaðist hann eins og skapadægur. Þegar allir aðrir fóru að hlakka til vorsins, fór ég að kvíða fyrir því, hætti meira að segja að geta sofið. Það var sannkallað helvíti! Og allt þetta varð ég að bera einn — aleinn. Ég flæktist úr einum stað í annan, undi hvergi. Ég þorði ekki að vinna í verksmiðjum, því að reyk- háfarnir voru sívalir, og hver vissi, nema þeir hryndu á mig einn góðan veðurdag °g dræpu mig? Og alltaf þegar voraði, fór ég að varast afskekkta staði .. Hann þagnaði, stundi og strauk enn svitann af enni sér. Eftir drykklanga stund hélt hann áfram: „Svo var það eitt vor — 2. júní — að ég var að vinna uppi í sveit, skammt héðan. Dagurinn rann upp, heiður og fagur. En ég hafði ekkert við- þol. Loks fékk ég léðan jeppa bóndans, sagðist vera lasinn og ók í bæinn. Og þá Vai' það, að ég sá hann skammt héðan, drenginn, sem hvílir hérna. Hann gekk út a veginn niðri í gildraginu þarna niður *r.á — með byssu undir hendinni. Hyssu — sívalning! Auðvitað voru öll byssuhlaup sívöl! Skyndilega varð ég grip- lnn þeirri tilhugsun, að örlögin hefðu sent hann til höfuðs mér. Ógurleg hræðsla gagn- tók mig, eins og mann, sem sér hilla und- lr dauðann á næsta leiti. I örvinglun minni steig ég benzínið í botn — og ók á hann! — Ég hef enga hugmynd um, á hve miklum hraða jeppinn hefur, verið. — Hvað gerir maður ekki í sjálfsvörn, þeg- ar um líf og dauða er að tefla? Ég get varla sagt, að ég yrði þess var, þegar bíllinn sentist yfir hann. Ég fann aðeins snertingu við eitthvað mjúkt, rétt eins og stór fugl hefði flækzt fyrir bílinn. Svo hægði ég ferðina og ók í bæinn, elns og ekkert hefði í skorizt. Enginn myndi nokkurn tíma komast að því, að það hefði verið ég, sem valdur var að þessu voða- lega slysi! Daginn eftir las ég um það í blöðunum. ... Ungur maður, sem farið hafði að heiman með byssu til að skjóta minka, hafði fundizt sundur kraminn á veginum. . . . Guð minn góður! . . . En þetta snerti mig ekki fremur en hann virtist hafa snert bílinn. Örlögin, skiljið þér? Og síðan hef ég haft frið í sálinni, bví ég hef þótzt þess fullviss, að barna hafi ég sigrazt á örlaga- spá nornarinnar: Dauðinn á afskekktum, friðsælum stað, sívalningur — bvssu- hlaup!“ Hann þagnaði andartak, en hélt síðan áfram: „1 dag eru rétt 10 ár. síðan þetta gerðist — síðan ég öðlaðist friðinn. Mér fannst ekki mega minna vera en ég minnt- ist þess með því að leggja þessi blóm á leiðið hans.“ ÉG SVIPAÐIST um. Hjá okkur lágu nokkrar sívalar pípur, sem verið höfðu kringum leiðið. Kirkjugarðsstjórnin var nú að fjarlægja allt þess háttar, því að það átti að slétta allan garðinn og merkja leiðin einungis með steinum. Allt í einu sortnaði mér fyrir augum, og blóðið svall í æðum mér. Ósjálfrátt laut ég niður, þreif eina pípuna, reiddi hana til höggs og mið- aði beint á höfuð hans. Ég fann, að ég hitti eitthvað mjúkt, sá hann steypast á grúfu og blóðfossinn streyma niður á blómin, sem hann hafi lagt á leiði sonar míns.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.