Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN unar með því að lesa gamalt hrós um verk sín. Það, sem Johnson tekur orðrétt upp eftir Sibeliusi, eru einkum almenn ummæli hans um landslagið kringum bústað hans Járven- páá eða tónlistarstarf sjálfs hans, sem hann reyndi að gera sem dularfyllst. Sannarlega gat þessi óskasonur finnsku þjóðarinnar í aðgerðarleysi síðustu áratuga ævinnar litið um öxl til frábærs listastarfs síns á yngri árum. Sú goðsögn, sem umvafði hann í ellinni, mun loða við þau verk, er einkum halda nafni hans uppi: sjö sinfóníur, fiðlukonsertinn, Tapiola og Dóttir Pohjolas, svo að nefnd séu nokkur þeirra tónverka, er einna bezt lýsa þúsund vatna landinu og börnum þess í blíðu og stríðu. Börn í sjúkrahúsum DANSKUR yfirlæknir, P. W. Bræstrup dr. med., hefur skrifað bók, sem hann nefn- ir: „Hvað er að barninu mínu?“ (Hvad fejler mit barn?). Hann víkur þar m. a. að því, hve hæfilegt sé, að maður eyði löngum tíma í heimsóknir til barna sinna, er þau dveljast í sjúkrahúsum. Niðurstöður yfirlæknisins eru á þessa leið: Nauðsynlegt er að banna börnum sjúkra- vitjanir vegna sýkingarhættu. Heppilegt er, að mæður fari daglega í sjúkraheimsóknir til barna sinna, en ekki er ráðlegt, að pær hafi langa dvöl hjá þeim í hvert skipti. Það er að öðru jöfnu óheppilegt, að mæður líti á heimsóknir sínar sem e. k. barnagæzlu eða grípi inn í hjúkrunarstarf spítalanna. Heima hjá sér myndu þær hvort eð er ekki eyða löngum tíma í einu við rúmstokk veikra barna sinna. Börn þreytast fljótt á sjúkra- heimsóknum. Því ætti fólk ekki að dveljast hjá þeim nema hálftíma eða í mesta lagi klukkutíma í senn, og ekki ættu aðrir að vitja barnanna en þeir, sem eru gagnkunnugir þeim, þ. e. foreldrar þeirra og ef til vill af- ar og ömmur. Mikilsvert er, að börnum finn- ist heimsóknin eðlileg, en ekki óvænt. að vanmáttarkennd sé stundum sprottin af fávíslegu ofmati á öðru fólki. ♦ að háttvísi karlmanns við konu sé oft í því fólgin að vernda hana fyrir öðr- um en sjálfum sér. ♦ að munurinn á stjórnmálaskörungi og pólitíkusi sé meða! annars sá, að hinn fyrrnefndi miðar starf sitt við næstu kynslóðir, en sá síðarnefndi við næstu kosningar. ♦ að draumadís sé kona, sem lætur draum karlmannsins rætast. ♦ að gengislækkun sé hagfræðileg kollsteypa þjóðfélagsins, sem leiði eignarnám, verðbólgu og verkföll yfir þjóðirnar. — Hvað merkja þessi r-= ORÐ? 1. Gagnhollur, 2. gangári, 3. laggari, 4. kald- ambur, 5. gasi, G. hafii, 7. hagalagður, 8. rafa- belti, 9. ráðbani, 10. rakleið. Merkingarnar eru á bls. 29. ★ Skófatnaður í f jölbreyttu úrvali. ★ KaupiS skóna þar, sem úrvalíð er mest. SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR Laugavegi 17 — Laugavégi 96 — Framnesvegi 2

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.